Fótbolti

Maradona snýr aftur á hliðarlínuna eftir fimm ára fjarveru

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Maradona hæstánægður með búning nýja félagsins í höndunum.
Maradona hæstánægður með búning nýja félagsins í höndunum. mynd/twitter
Besti knattspyrnumaður allra tíma, Diego Maradona, hefur verið ráðinn þjálfari hjá 2. deildarliði í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Liðið heitir Al-Fujairah og þetta er fyrsta starfið sem Maradona tekur að sér síðan hann var rekinn frá úrvalsdeildarliðinu Al-Wasl sumarið 2012. Hann mætir nú endurnærður fimm árum síðar.

Maradona virkaði mjög ánægður með nýja starfið enda má gera ráð fyrir því að launatékkinn sé ekkert slor.

Maradona varð heimsmeistari með Argentínu árið 1986 og þjálfaði landslið þjóðarinar frá 2008 til 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×