Fótbolti

Hvaða hálfviti er að tala?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mehdi Benatia.
Mehdi Benatia. vísir/getty
Hinn marokkóski varnarmaður Juventus, Medhi Benatia, rauk úr sjónvarpsviðtali um helgina er hann heyrði einhvern á vegum RAI-sjónvarpsstöðvarinnar vera með kynþáttaníð.

Leikmennirnir fá heyrnatól í viðtölunum og heyra þá í þeim sem stýra útsendingunni. Þar heyrði Benatia kynþáttaníðið.

„Hvaða hálfviti er að tala?“ spurði Benatia reiður áður en hann rauk úr viðtalinu en hann hefur ekki viljað tjá sig meira um málið að sinni.

Þetta atvik kemur aðeins viku eftir að Sulley Muntari, leikmaður Pescara, gekk af velli eftir að hafa heyrt kynþáttaníð úr stúkunni. Kynþáttaníð í ítalska boltanum er engin nýlunda og virðist það ætla að taka langa tíma að uppræta vandamálið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×