Akreinum fækkar í bili á Miklubraut Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. maí 2017 07:00 Undirbúningur fyrir framkvæmdirnar. Mynd/Reykjavík Framkvæmdir á Miklubraut við Klambratún hefjast í dag. Verður akreinum til vesturs fækkað tímabundið frá Lönguhlíð og að Rauðarárstíg. Því má búast við töfum í morgunumferðinni á svæðinu á næstunni þar sem mun fleiri bílar stefna inn í miðborgina en út úr henni á morgnana. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg eru ökumenn því hvattir til að leggja fyrr af stað en venjulega, sem og að sýna tillitssemi og aðgát á svæðinu. „Það kemur þarna heil ný forgangsrein fyrir strætó og það verða endurnýjaðar gangstéttir og hjólaleiðir,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar. Verða göngu- og hjólastígar aðskildir, götulýsing endurbætt eftir þörfum og biðstöðvar strætó endurgerðar. Fyrrnefnd forgangsrein strætó til austurs verður sunnan Miklubrautar og meðfram húsagötu. Til að dempa hljóðmengun verður veggur steyptur á milli húsagötunnar og Miklubrautar. „Þetta er bara í takt við stefnu borgarinnar, að efla almenningssamgöngur eins og mögulegt er. Einn mikilvægasti þátturinn í því eru forgangsreinar fyrir strætó,“ segir Hjálmar enn fremur. Heildarkostnaður við framkvæmdina er um 350 milljónir króna að því er kemur fram í tilkynningu borgarinnar. Hlutur Reykjavíkurborgar er um 170 milljónir króna en verkið er unnið í samvinnu við Vegagerðina og Veitur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
Framkvæmdir á Miklubraut við Klambratún hefjast í dag. Verður akreinum til vesturs fækkað tímabundið frá Lönguhlíð og að Rauðarárstíg. Því má búast við töfum í morgunumferðinni á svæðinu á næstunni þar sem mun fleiri bílar stefna inn í miðborgina en út úr henni á morgnana. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg eru ökumenn því hvattir til að leggja fyrr af stað en venjulega, sem og að sýna tillitssemi og aðgát á svæðinu. „Það kemur þarna heil ný forgangsrein fyrir strætó og það verða endurnýjaðar gangstéttir og hjólaleiðir,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar. Verða göngu- og hjólastígar aðskildir, götulýsing endurbætt eftir þörfum og biðstöðvar strætó endurgerðar. Fyrrnefnd forgangsrein strætó til austurs verður sunnan Miklubrautar og meðfram húsagötu. Til að dempa hljóðmengun verður veggur steyptur á milli húsagötunnar og Miklubrautar. „Þetta er bara í takt við stefnu borgarinnar, að efla almenningssamgöngur eins og mögulegt er. Einn mikilvægasti þátturinn í því eru forgangsreinar fyrir strætó,“ segir Hjálmar enn fremur. Heildarkostnaður við framkvæmdina er um 350 milljónir króna að því er kemur fram í tilkynningu borgarinnar. Hlutur Reykjavíkurborgar er um 170 milljónir króna en verkið er unnið í samvinnu við Vegagerðina og Veitur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira