Fjármálaeftirlitið kærir gagnalekann úr Glitni til héraðssaksóknara Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 25. október 2017 16:07 Stundin hefur að undanförnu unnið fréttir úr gögnum frá Glitni, í samstarfi við Reykjavík Media og breska fjölmiðilinn The Guardian. vísir/heiða Héraðssakskóknari hefur á borði sínu kæru frá Fjármálaeftirlitinu sem snýr að gagnaleika úr þrotabúi Glitnis. Kæran snýr eingöngu að að þeim upplýsingum sem þegar hafa verið birtar og er vegna gruns um broti á bankaleynd. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir þetta í samtali við Vísi, en RÚV greindi fyrst frá. Áður hafði borist kæra varðandi leka á gögnum um viðskiptavini Glitnis eftir umfjöllun um viðskipti hæstaréttardómara sem birtist í lok árs 2016. Kæran sem nú er á borði saksóknara vísar í það mál en snýr fyrst og fremst að umfjöllun um viðskipti Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra við Glitni í kringum bankahrunið 2008. Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að um sé að ræða grun um brot á lögum um þagnarskyldu starfsfólks fjármálafyrirtækja, sem oft er nefnd bankaleynd. Kæran snýr eingöngu að þeim upplýsingum sem þegar hafa komið fram. „Ef að við kærum eitthvað þá er það fyrir fullframið brot. Þetta er ekki eins og lögbannsmálið þar sem verið er að afstýra einhverju fyrirsjáanlega yfirvofandi broti,“ segir Unnur í samtali við Vísi.Neituðu að afhenda gögninÞann 13. október síðastliðinn fór Glitnir HoldCo fram á að lögbann yrði lagt á frekari fréttaflutning úr gögnunum sme Stundin hefur undir höndum. Í tilkynningu frá félaginu sagði að farið hafi verið fram á lögbannið þar sem fréttirnar byggðust á gífurlegu magni gagna sem innihéldu upplýsingar um fjárhagsmálefni þúsunda viðskiptavina bankans. Auk lögbannskröfunnar var einnig gerð krafa um að gögnin yrðu afhent og að lögbann yrði lagt á frekari dreifingu eldri frétta. Kröfu um afhendingu gagnanna var hafnað en lögmaður Glitnis féll frá síðari kröfunni. Lögbannskrafan var byggð á bankaleyndarákvæði laga um fjármálastofnanir. Lögbannið á fréttaflutning Stundarinnar hefur verið afar umdeilt og fundaði stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis um málið. Þar kom meðal annars fram í máli fulltrúa sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu að standist lögbannið ekki skoðun fyrir dómstólum er Glitnir HoldCo líklega skaðabótaskylt gagnvart Stundinni. Glitnir HoldCo hefur höfðað staðfestingarmál vegna lögbannsins og hyggst Stundin höfða skaðabótamál standist lögbannið ekki skoðun dómstóla. Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Munu höfða skaðabótamál ef lögbanninu verður hnekkt Ritstjóri Stundarinnar segir lögbann á fréttum blaðsins ekki geta átt rétt á sér. 23. október 2017 19:35 Glitnir HoldCo höfðar staðfestingarmál gegn Stundinni Glitnir HoldCo mun í dag höfða staðfestingarmál vegna lögbanns sem sett var á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media af viðskiptum Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra við Glitni. 23. október 2017 09:12 ÖSE kallar eftir því að lögbanninu verði aflétt Harlem Désir, fulltrúi Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, um frelsi fjölmiðla kallar eftir því að lögbanni Sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media verði aflétt. 18. október 2017 11:37 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Sjá meira
Héraðssakskóknari hefur á borði sínu kæru frá Fjármálaeftirlitinu sem snýr að gagnaleika úr þrotabúi Glitnis. Kæran snýr eingöngu að að þeim upplýsingum sem þegar hafa verið birtar og er vegna gruns um broti á bankaleynd. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir þetta í samtali við Vísi, en RÚV greindi fyrst frá. Áður hafði borist kæra varðandi leka á gögnum um viðskiptavini Glitnis eftir umfjöllun um viðskipti hæstaréttardómara sem birtist í lok árs 2016. Kæran sem nú er á borði saksóknara vísar í það mál en snýr fyrst og fremst að umfjöllun um viðskipti Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra við Glitni í kringum bankahrunið 2008. Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að um sé að ræða grun um brot á lögum um þagnarskyldu starfsfólks fjármálafyrirtækja, sem oft er nefnd bankaleynd. Kæran snýr eingöngu að þeim upplýsingum sem þegar hafa komið fram. „Ef að við kærum eitthvað þá er það fyrir fullframið brot. Þetta er ekki eins og lögbannsmálið þar sem verið er að afstýra einhverju fyrirsjáanlega yfirvofandi broti,“ segir Unnur í samtali við Vísi.Neituðu að afhenda gögninÞann 13. október síðastliðinn fór Glitnir HoldCo fram á að lögbann yrði lagt á frekari fréttaflutning úr gögnunum sme Stundin hefur undir höndum. Í tilkynningu frá félaginu sagði að farið hafi verið fram á lögbannið þar sem fréttirnar byggðust á gífurlegu magni gagna sem innihéldu upplýsingar um fjárhagsmálefni þúsunda viðskiptavina bankans. Auk lögbannskröfunnar var einnig gerð krafa um að gögnin yrðu afhent og að lögbann yrði lagt á frekari dreifingu eldri frétta. Kröfu um afhendingu gagnanna var hafnað en lögmaður Glitnis féll frá síðari kröfunni. Lögbannskrafan var byggð á bankaleyndarákvæði laga um fjármálastofnanir. Lögbannið á fréttaflutning Stundarinnar hefur verið afar umdeilt og fundaði stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis um málið. Þar kom meðal annars fram í máli fulltrúa sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu að standist lögbannið ekki skoðun fyrir dómstólum er Glitnir HoldCo líklega skaðabótaskylt gagnvart Stundinni. Glitnir HoldCo hefur höfðað staðfestingarmál vegna lögbannsins og hyggst Stundin höfða skaðabótamál standist lögbannið ekki skoðun dómstóla.
Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Munu höfða skaðabótamál ef lögbanninu verður hnekkt Ritstjóri Stundarinnar segir lögbann á fréttum blaðsins ekki geta átt rétt á sér. 23. október 2017 19:35 Glitnir HoldCo höfðar staðfestingarmál gegn Stundinni Glitnir HoldCo mun í dag höfða staðfestingarmál vegna lögbanns sem sett var á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media af viðskiptum Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra við Glitni. 23. október 2017 09:12 ÖSE kallar eftir því að lögbanninu verði aflétt Harlem Désir, fulltrúi Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, um frelsi fjölmiðla kallar eftir því að lögbanni Sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media verði aflétt. 18. október 2017 11:37 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Sjá meira
Munu höfða skaðabótamál ef lögbanninu verður hnekkt Ritstjóri Stundarinnar segir lögbann á fréttum blaðsins ekki geta átt rétt á sér. 23. október 2017 19:35
Glitnir HoldCo höfðar staðfestingarmál gegn Stundinni Glitnir HoldCo mun í dag höfða staðfestingarmál vegna lögbanns sem sett var á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media af viðskiptum Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra við Glitni. 23. október 2017 09:12
ÖSE kallar eftir því að lögbanninu verði aflétt Harlem Désir, fulltrúi Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, um frelsi fjölmiðla kallar eftir því að lögbanni Sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media verði aflétt. 18. október 2017 11:37