Erlent

Bróðir Stephen Paddock handtekinn vegna barnakláms

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá minningarathöfn í Las Vegas.
Frá minningarathöfn í Las Vegas. Vísir/Getty
Bruce Paddock, bróðir Stephen Paddock sem myrti 58 manns og særði hundruð í Las Vegas fyrr í mánuðinum, hefur verið handtekinn í Los Angeles. Hann er grunaður um vörslu barnakláms. Annar bróðir Stephen Paddock, sem heitir Eric, ræddi við fjölmiðla í kjölfar árásarinnar þann 1. október. Bruce Paddock gerði það ekki.

Talskona Alríkislögreglu Bandaríkjanna vildi ekki staðfesta að handtaka Bruce tengdist rannsókn lögreglunnar á skotárásinni í Las Vegas, samkvæmt frétt LA Times. Bruce mun hafa verið handtekinn á hjúkrunarheimili í Los Angeles.



Stephen Paddock skaut á um tuttugu þúsund tónleikagesti frá hótelherbergi sínu á 32 hæð Mandalay Bay hótelsins í Las Vegas. Hann skaut sig áður en hann var handtekinn. Enn liggur ekkert fyrir varðandi ástæðu árásarinnar.


Tengdar fréttir

Nýtt myndband varpar ljósi á hryllinginn í Las Vegas

Þrjár vikur eru liðnar frá mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna þegar Stephen Paddock drap 58 og særði hundruð í Las Vegas. Nýtt myndband varpar frekari ljósi á skotárásina sjálfa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×