Eftirlitsstofnun ESA fær nýjan forseta Atli Ísleifsson skrifar 25. október 2017 12:17 Bente Angell-Hansen. Regjeringen.no Hin norska Bente Angell-Hansen mun í ársbyrjun taka við embætti forseta ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA. Frá þessu greinir norska NRK. Angell-Hansen hefur að undanförnu starfað sem sendiherra Noregs í Austurríki. Hún tekur við embætti forseta ESA af samlanda sínum, Sven Erik Svedman, sem tók við embættinu í september 2015. ESA hefur eftirlit með framkvæmd reglna evrópska efnahagssvæðisins á Íslandi, Liechtenstein og Noregi, og gerir ríkjunum þannig kleift að taka þátt á innri markaði Evrópu.Uppfært 13:15:Í tilkynningu frá ESA segir að ný stjórn hafi verið skipuð með þau Högni S. Kristjánsson, Frank J. Büchel og Bente Angell-Hansen innanborðs. „Högni er tilnefndur af hálfu Íslands til fjögurra ára. Hann kemur til ESA frá Genf, þar sem hann hefur starfað sem fastafulltrúi Íslands gagnvart skrifstofum Sameinuðu þjóðanna, EFTA og Alþjóðaviðskiptastofnuninni. Áður var hann skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Hann tekur við af Helgu Jónsdóttur sem hefur verið stjórnarmaður hjá ESA frá upphafi árs 2014,“ segir í tilkynningunni. Bente Angell-Hansen hefur verið skipuð sem stjórnarmaður til ársins 2021, og sem forseti ESA til tveggja ára frá áramótum. Frank J. Büchel, sem hefur átt sæti í stjórn ESA frá ársbyrjun 2014 var endurskipaður til til fjögurra ára samkvæmt tilnefningu Liechtenstein. ESA er stýrt af þriggja mann stjórn (College). Þótt stjórnarmennirnir séu tilnefndir af aðildarríkjunum eru í EES samningum skýr ákvæði um sjálfstæði þeirra í störfum og að þeir séu óháðir pólítískri leiðsögn. Ráðningar Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Hin norska Bente Angell-Hansen mun í ársbyrjun taka við embætti forseta ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA. Frá þessu greinir norska NRK. Angell-Hansen hefur að undanförnu starfað sem sendiherra Noregs í Austurríki. Hún tekur við embætti forseta ESA af samlanda sínum, Sven Erik Svedman, sem tók við embættinu í september 2015. ESA hefur eftirlit með framkvæmd reglna evrópska efnahagssvæðisins á Íslandi, Liechtenstein og Noregi, og gerir ríkjunum þannig kleift að taka þátt á innri markaði Evrópu.Uppfært 13:15:Í tilkynningu frá ESA segir að ný stjórn hafi verið skipuð með þau Högni S. Kristjánsson, Frank J. Büchel og Bente Angell-Hansen innanborðs. „Högni er tilnefndur af hálfu Íslands til fjögurra ára. Hann kemur til ESA frá Genf, þar sem hann hefur starfað sem fastafulltrúi Íslands gagnvart skrifstofum Sameinuðu þjóðanna, EFTA og Alþjóðaviðskiptastofnuninni. Áður var hann skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Hann tekur við af Helgu Jónsdóttur sem hefur verið stjórnarmaður hjá ESA frá upphafi árs 2014,“ segir í tilkynningunni. Bente Angell-Hansen hefur verið skipuð sem stjórnarmaður til ársins 2021, og sem forseti ESA til tveggja ára frá áramótum. Frank J. Büchel, sem hefur átt sæti í stjórn ESA frá ársbyrjun 2014 var endurskipaður til til fjögurra ára samkvæmt tilnefningu Liechtenstein. ESA er stýrt af þriggja mann stjórn (College). Þótt stjórnarmennirnir séu tilnefndir af aðildarríkjunum eru í EES samningum skýr ákvæði um sjálfstæði þeirra í störfum og að þeir séu óháðir pólítískri leiðsögn.
Ráðningar Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira