Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Shamrock Rovers 0-1 | Írarnir sóttu sigur í Garðabæinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júní 2017 21:45 Guðjón Baldvinsson er kominn aftur á ferðina eftir meiðsli. vísir/eyþór Shamrock Rovers bar sigurorð af Stjörnunni, 0-1, í fyrri leik liðanna í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Gary Shaw skoraði eina mark leiksins á 38. mínútu. Stjarnan byrjaði leikinn af miklum krafti og Baldur Sigurðsson og Jóhann Laxdal fengu báðir úrvals færi til að skora á fyrstu 10 mínútunum. Smám tóku Írarnir yfir og náðu góðum tökum á leiknum. Og þegar sjö mínútur voru til hálfleiks skoraði Shaw sigurmarkið eftir hornspyrnu og klafs í vítateig Stjörnunnar. Shamrock var áfram með undirtökin fram undir miðjan seinni hálfleik þegar Stjarnan tók við sér og setti meira púður í sóknina. Jósef Kristinn Jósefsson komst næst því að jafna þegar Tomer Chencinski varði skot hans á 70. mínútu. Nær komust Stjörnumenn ekki og Írarnir fögnuðu sigri sem kemur þeim í góða stöðu fyrir seinni leikinn næsta fimmtudag.Af hverju vann Shamrock? Gestirnir frá Dublin stóðu af sér áhlaup Stjörnunnar í upphafi leiks, unnu sig jafnt og þétt inn í hann og voru heilt yfir sterkari aðilinn. Þeir héldu boltanum vel og ógnuðu í föstum leikatriðum. Og eitt slíkt skilaði markinu sem réði úrslitum. Stjörnumenn áttu ágætis kafla um miðbik seinni hálfleiksins en það var ekki nóg og Shamrock vann á endanum sanngjarnan sigur.Þessir stóðu upp úr:Guðjón Baldvinsson hljóp og djöflaðist fyrir allan peninginn þótt hann hafi ekki verið mjög hættulegur upp við mark Shamrock. Jósef Kristinn Jósefsson átti einnig fína spretti og fékk besta færi Stjörnunnar í seinni hálfleik. Shamrock-liðið var mjög jafnt í kvöld. Þetta er ágætlega spilandi lið en langt frá því að vera ósigrandi.Hvað gekk illa?Sóknarleikur Stjörnunnar var afar bitlaus og lykilmenn á borð við Hilmar Árna Halldórsson fundu ekki taktinn. Stjörnumenn virkuðu hálf ráðþrota í opnu spili og ógnuðu marki Shamrock afar sjaldan. Haraldur Björnsson sneri aftur í Stjörnumarkið í kvöld eftir meiðsli. Hann var afar óöruggur í föstum leikatriðum og leit alls ekki vel út í markinu sem réði úrslitum.Hvað gerist næst? Stjarnan fær KR í heimsókn í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins á sunnudaginn. Á fimmtudaginn er svo komið að seinni leiknum gegn Shamrock sem fer fram á Tallaght vellinum í Dublin. Sigurvegarinn í einvíginu mætir Mladá Boleslav frá Tékklandi í næstu umferð.Rúnar Páll: Gekk ágætlega þegar við þorðum að halda boltanum Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum svekktur með niðurstöðuna gegn írska liðinu Shamrock Rovers í kvöld. Stjörnumenn töpuðu leiknum 0-1 og eru því í ekkert sérstakri stöðu fyrir seinni leikinn ytra 6. júlí. „Það var svekkjandi að tapa þessu. Við vorum klaufar að setja ekki mark á þá. Þegar maður fer yfir leikinn sköpuðu þeir ekki mikið af færum og við lokuðum vel á þá. En við vorum helvítis klaufar að fá þetta mark á okkur úr föstu leikatriði,“ sagði Rúnar Páll í samtali við Vísi eftir leik. „Mér fannst við fá fín upphlaup í fyrri hálfleik sem við hefðum átt að nýta betur. Þetta gekk ágætlega þegar við þorðum að halda boltanum.“ Stjarnan byrjaði leikinn af miklum krafti og fékk tvö góð færi til að skora á fyrstu 10 mínútunum. En svo fjaraði undan Garðbæingum. „Það var mjög svekkjandi en þetta er bara hálfleikur. Við vitum hvað við þurfum að gera. Það er ekki gott að fá á sig útivallarmark en við getum alveg skorað á móti þeim. Við þurfum bara að halda áfram,“ sagði Rúnar Páll. „Við þurfum að vera klárir á fimmtudaginn og ég tel okkur eiga fína möguleika gegn þeim.“Baldur: Versta var að fá á okkur útivallarmarkið „Planið okkar að liggja til baka og sækja hratt á þá gekk ágætlega í fyrri hálfleik. En við vorum ekki nógu góðir fyrir framan markið,“ sagði Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar, eftir tapið fyrir Shamrock Rovers í kvöld. „Við ætluðum alls ekki að fá á okkur mark og það er kannski það versta, að fá á okkur þetta útivallarmark. En það þýðir ekkert að væla, við eigum góða möguleika.“ Shamrock skapaði lítið í opnum leik en ógnaði í föstum leikatriðum og eitt slíkt skilaði markinu sem skildi liðin að. „Við tölum mikið um að við séum góðir í föstum leikatriðum og þess vegna er þetta mjög svekkjandi. Að sama skapi náðum við ekki að nýta okkar styrk í loftinu. Við þurfum að fara vel yfir þetta og það eru góðir möguleikar gegn þessu liði,“ sagði Baldur. „Í leiknum úti má búast við því að þeir reyni að verja stöðuna og þá þurfum við að finna lausnir og skapa okkur fleiri opin færi og nýta þau.“ Baldur segir að Shamrock hafi ekki komið Stjörnumönnum á óvart í leiknum. „Nei, við vissum að þeir myndu spila eins og þeir gerðu, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þeir fengu að halda boltanum fyrir framan okkur á miðjunni og svo negldu þeir honum inn fyrir. Vörnin okkar var flott í dag. Uppleggið gekk eftir nema þeir laumuðu inn einu marki,“ sagði Baldur að lokum. Evrópudeild UEFA
Shamrock Rovers bar sigurorð af Stjörnunni, 0-1, í fyrri leik liðanna í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Gary Shaw skoraði eina mark leiksins á 38. mínútu. Stjarnan byrjaði leikinn af miklum krafti og Baldur Sigurðsson og Jóhann Laxdal fengu báðir úrvals færi til að skora á fyrstu 10 mínútunum. Smám tóku Írarnir yfir og náðu góðum tökum á leiknum. Og þegar sjö mínútur voru til hálfleiks skoraði Shaw sigurmarkið eftir hornspyrnu og klafs í vítateig Stjörnunnar. Shamrock var áfram með undirtökin fram undir miðjan seinni hálfleik þegar Stjarnan tók við sér og setti meira púður í sóknina. Jósef Kristinn Jósefsson komst næst því að jafna þegar Tomer Chencinski varði skot hans á 70. mínútu. Nær komust Stjörnumenn ekki og Írarnir fögnuðu sigri sem kemur þeim í góða stöðu fyrir seinni leikinn næsta fimmtudag.Af hverju vann Shamrock? Gestirnir frá Dublin stóðu af sér áhlaup Stjörnunnar í upphafi leiks, unnu sig jafnt og þétt inn í hann og voru heilt yfir sterkari aðilinn. Þeir héldu boltanum vel og ógnuðu í föstum leikatriðum. Og eitt slíkt skilaði markinu sem réði úrslitum. Stjörnumenn áttu ágætis kafla um miðbik seinni hálfleiksins en það var ekki nóg og Shamrock vann á endanum sanngjarnan sigur.Þessir stóðu upp úr:Guðjón Baldvinsson hljóp og djöflaðist fyrir allan peninginn þótt hann hafi ekki verið mjög hættulegur upp við mark Shamrock. Jósef Kristinn Jósefsson átti einnig fína spretti og fékk besta færi Stjörnunnar í seinni hálfleik. Shamrock-liðið var mjög jafnt í kvöld. Þetta er ágætlega spilandi lið en langt frá því að vera ósigrandi.Hvað gekk illa?Sóknarleikur Stjörnunnar var afar bitlaus og lykilmenn á borð við Hilmar Árna Halldórsson fundu ekki taktinn. Stjörnumenn virkuðu hálf ráðþrota í opnu spili og ógnuðu marki Shamrock afar sjaldan. Haraldur Björnsson sneri aftur í Stjörnumarkið í kvöld eftir meiðsli. Hann var afar óöruggur í föstum leikatriðum og leit alls ekki vel út í markinu sem réði úrslitum.Hvað gerist næst? Stjarnan fær KR í heimsókn í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins á sunnudaginn. Á fimmtudaginn er svo komið að seinni leiknum gegn Shamrock sem fer fram á Tallaght vellinum í Dublin. Sigurvegarinn í einvíginu mætir Mladá Boleslav frá Tékklandi í næstu umferð.Rúnar Páll: Gekk ágætlega þegar við þorðum að halda boltanum Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum svekktur með niðurstöðuna gegn írska liðinu Shamrock Rovers í kvöld. Stjörnumenn töpuðu leiknum 0-1 og eru því í ekkert sérstakri stöðu fyrir seinni leikinn ytra 6. júlí. „Það var svekkjandi að tapa þessu. Við vorum klaufar að setja ekki mark á þá. Þegar maður fer yfir leikinn sköpuðu þeir ekki mikið af færum og við lokuðum vel á þá. En við vorum helvítis klaufar að fá þetta mark á okkur úr föstu leikatriði,“ sagði Rúnar Páll í samtali við Vísi eftir leik. „Mér fannst við fá fín upphlaup í fyrri hálfleik sem við hefðum átt að nýta betur. Þetta gekk ágætlega þegar við þorðum að halda boltanum.“ Stjarnan byrjaði leikinn af miklum krafti og fékk tvö góð færi til að skora á fyrstu 10 mínútunum. En svo fjaraði undan Garðbæingum. „Það var mjög svekkjandi en þetta er bara hálfleikur. Við vitum hvað við þurfum að gera. Það er ekki gott að fá á sig útivallarmark en við getum alveg skorað á móti þeim. Við þurfum bara að halda áfram,“ sagði Rúnar Páll. „Við þurfum að vera klárir á fimmtudaginn og ég tel okkur eiga fína möguleika gegn þeim.“Baldur: Versta var að fá á okkur útivallarmarkið „Planið okkar að liggja til baka og sækja hratt á þá gekk ágætlega í fyrri hálfleik. En við vorum ekki nógu góðir fyrir framan markið,“ sagði Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar, eftir tapið fyrir Shamrock Rovers í kvöld. „Við ætluðum alls ekki að fá á okkur mark og það er kannski það versta, að fá á okkur þetta útivallarmark. En það þýðir ekkert að væla, við eigum góða möguleika.“ Shamrock skapaði lítið í opnum leik en ógnaði í föstum leikatriðum og eitt slíkt skilaði markinu sem skildi liðin að. „Við tölum mikið um að við séum góðir í föstum leikatriðum og þess vegna er þetta mjög svekkjandi. Að sama skapi náðum við ekki að nýta okkar styrk í loftinu. Við þurfum að fara vel yfir þetta og það eru góðir möguleikar gegn þessu liði,“ sagði Baldur. „Í leiknum úti má búast við því að þeir reyni að verja stöðuna og þá þurfum við að finna lausnir og skapa okkur fleiri opin færi og nýta þau.“ Baldur segir að Shamrock hafi ekki komið Stjörnumönnum á óvart í leiknum. „Nei, við vissum að þeir myndu spila eins og þeir gerðu, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þeir fengu að halda boltanum fyrir framan okkur á miðjunni og svo negldu þeir honum inn fyrir. Vörnin okkar var flott í dag. Uppleggið gekk eftir nema þeir laumuðu inn einu marki,“ sagði Baldur að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti