Curry keppir á atvinnumannamóti í golfi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. júní 2017 10:00 Stephen Curry mundar golfkylfuna. Vísir/Getty Stephen Curry er ekki aðeins einn besti körfuboltamaður heims heldur öflugur kylfingur. Hann fær nú að reyna sig gegn atvinnumönnum í íþróttinni. Curry fékk boð um að taka þátt á móti á Web.com-mótaröðinni, næststerkustu atvinnumannamótaröð Bandaríkjanna í golfi, á eftir PGA-mótaröðinni. Curry verður á meðal keppenda á Ellie Mae Classic-mótinu sem fer fram í ágúst og mun þar Curry etja kappi við atvinnumenn í golfi sem eru allir að reyna að vinna sér inn þátttökurétt á PGA-mótaröðinni. „Ég hlakka til að verða mér vonandi ekki til skammar,“ sagði Curry sem er með 2,2 í forgjöf. „Golf hefur verið ástríða hjá mér og það er sannkallaður draumur að rætast að taka þátt í sterku móti með atvinnumönnum.“ Curry varð í vor meistari með Golden State Warriors í annað skipti á ferlinum en mótið fer fram skammt frá heimavelli Golden State í Oakland. Þess má geta að Jerry Rice, einn allra besti útherji í sögu NFL-deildarinnar, keppti þrívegis á þessu sama móti en komst aldrei í gegnum niðurskurðinn. Golf NBA Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Stephen Curry er ekki aðeins einn besti körfuboltamaður heims heldur öflugur kylfingur. Hann fær nú að reyna sig gegn atvinnumönnum í íþróttinni. Curry fékk boð um að taka þátt á móti á Web.com-mótaröðinni, næststerkustu atvinnumannamótaröð Bandaríkjanna í golfi, á eftir PGA-mótaröðinni. Curry verður á meðal keppenda á Ellie Mae Classic-mótinu sem fer fram í ágúst og mun þar Curry etja kappi við atvinnumenn í golfi sem eru allir að reyna að vinna sér inn þátttökurétt á PGA-mótaröðinni. „Ég hlakka til að verða mér vonandi ekki til skammar,“ sagði Curry sem er með 2,2 í forgjöf. „Golf hefur verið ástríða hjá mér og það er sannkallaður draumur að rætast að taka þátt í sterku móti með atvinnumönnum.“ Curry varð í vor meistari með Golden State Warriors í annað skipti á ferlinum en mótið fer fram skammt frá heimavelli Golden State í Oakland. Þess má geta að Jerry Rice, einn allra besti útherji í sögu NFL-deildarinnar, keppti þrívegis á þessu sama móti en komst aldrei í gegnum niðurskurðinn.
Golf NBA Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira