Alltaf þurfa tröllin að hörfa undan mannfólkinu Magnús Guðmundsson skrifar 12. febrúar 2017 18:00 Greta Clough, Sigurður Líndal Þórisson og Aldís Davíðsdóttir með allt klárt fyrir frumsýningu í Samkomuhúsinu á Akureyri. „Við erum búin að forsýna í heimabyggð á Hvammstanga. Við búum í Húnaþingi vestra en ég er þaðan upphaflega, en bjó reyndar í London í tuttugu ár og kynntist þar konunni minn. Hún er brúðulistamaðurinn á bak við sýninguna og hún er reyndar orðin ágætlega þekkt innan þess geira í Bretlandi,“ segir Sigurður Líndal Þórisson, leikstjóri og einn að aðstandendum brúðuleikhússins Handbendi sem í gær frumsýndi sýninguna Tröllin í Samkomuhúsinu á Akureyri. Það er Greta Clough sem handgerir brúðurnar, er höfundur sögunnar og sér um brúðuleikinn ásamt Aldísi Davíðsdóttur, hljóðmynd og tónlist er eftir breska tónskáldið Paul Mosley, listakonan Kathleen Scott sem hefur undanfarið haft listamannadvöl að Nesi á Skagaströnd sér um skuggamyndir og ljósahönnun er í höndum Aðalsteins Stefánssonar en leikstjórn er eins og áður sagði í höndum Sigurðar. „Við hjónin fluttum heim fyrir rétt um einu og hálfu ári og höfum síðan verið að búa til sýningar á Hvammstanga. Vonandi er það að bæta í menningarflóruna á staðnum. En við höfum líka verið að flytja inn brúðuleikara og listamenn, sem mörgum þykir sérstakt, en þá höfum við æft sýningarnar hér og sýnt þær svo á nokkrum stöðum og m.a. farið í leikferð um Bretland. Þannig að Handbendi er alþjóðlegt samstarfsverkefni og að lokinni frumsýningu hér í Samkomuhúsinu þá förum við í félagsheimilin á Norðurlandi vestra, svo er það Frystiklefinn á Rifi, þaðan í Tjarnarbíó og seinnipart sumars og í haust þá verða Tröllin á ferð í London og víðar um Bretland.“ Sigurður segir að þau hafi byrjað ferlið fyrir sýninguna með því að lesa vandlega tröllasögurnar sem er að finna í þjóðsögunum eins og þær koma fyrir af skepnunni. „Við keyrðum líka um landið og mynduðum tröllakletta og andlit í klettunum og brúðurnar byggja soldið á þessum myndum. Mér finnst skemmtilegt að þegar maður fer að lesa þetta í heild sinni, þá sér maður hvað þetta er mikið um komu kristninnar til landsins. Hvítserkur er nú eitt frægasta dæmið um það, sagan um tröllið sem bjó á Ströndum og þoldi ekki hljóminn í kirkjuklukkunni á Þingeyri svo hann rauk af stað til þess að þagga niður í henni. Greyinu entist þó ekki náttmyrkrið, brann inni á tíma og varð að steini. Átök á milli nýja tímans og þess gamla eru þannig algengt þema í þessum sögum. Það má líka sjá þarna átök á milli upplýsingaaldarinnar og óheftrar náttúra, vísindi versus bábilja. Kannski er þetta að einhverju leyti líka saga fólks sem kemur á nýjan stað og frumbyggjanna sem voru þar fyrir. Því alltaf er það þannig að tröllin þurfa einhvern veginn að hörfa með einum eða öðrum hætti.“ Sigrurður segir að þegar þau hafi verið komin með sögurnar sem þau völdu að vinna með sem grunn þá hafi þau farið að skoða hvernig væri best að setja saman söguna. „Við reyndum ýmsar nálganir og enduðum með því að fara alveg aftur til þess tíma þegar paparnir koma til landsins. Í okkar sögu kemur ung stúlka til landsins með þeim og sögurnar koma svo til okkar í gegnum þessa stúlku. Hún er bæði hugrökk og ævintýragjörn og fer að fara um landið. Upp á fjöllum rekst hún svo á þessa skelfilegu óvætti Truntum Runtum úr samnefndri þjóðsögu.“ Húnaþing vestra Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Við erum búin að forsýna í heimabyggð á Hvammstanga. Við búum í Húnaþingi vestra en ég er þaðan upphaflega, en bjó reyndar í London í tuttugu ár og kynntist þar konunni minn. Hún er brúðulistamaðurinn á bak við sýninguna og hún er reyndar orðin ágætlega þekkt innan þess geira í Bretlandi,“ segir Sigurður Líndal Þórisson, leikstjóri og einn að aðstandendum brúðuleikhússins Handbendi sem í gær frumsýndi sýninguna Tröllin í Samkomuhúsinu á Akureyri. Það er Greta Clough sem handgerir brúðurnar, er höfundur sögunnar og sér um brúðuleikinn ásamt Aldísi Davíðsdóttur, hljóðmynd og tónlist er eftir breska tónskáldið Paul Mosley, listakonan Kathleen Scott sem hefur undanfarið haft listamannadvöl að Nesi á Skagaströnd sér um skuggamyndir og ljósahönnun er í höndum Aðalsteins Stefánssonar en leikstjórn er eins og áður sagði í höndum Sigurðar. „Við hjónin fluttum heim fyrir rétt um einu og hálfu ári og höfum síðan verið að búa til sýningar á Hvammstanga. Vonandi er það að bæta í menningarflóruna á staðnum. En við höfum líka verið að flytja inn brúðuleikara og listamenn, sem mörgum þykir sérstakt, en þá höfum við æft sýningarnar hér og sýnt þær svo á nokkrum stöðum og m.a. farið í leikferð um Bretland. Þannig að Handbendi er alþjóðlegt samstarfsverkefni og að lokinni frumsýningu hér í Samkomuhúsinu þá förum við í félagsheimilin á Norðurlandi vestra, svo er það Frystiklefinn á Rifi, þaðan í Tjarnarbíó og seinnipart sumars og í haust þá verða Tröllin á ferð í London og víðar um Bretland.“ Sigurður segir að þau hafi byrjað ferlið fyrir sýninguna með því að lesa vandlega tröllasögurnar sem er að finna í þjóðsögunum eins og þær koma fyrir af skepnunni. „Við keyrðum líka um landið og mynduðum tröllakletta og andlit í klettunum og brúðurnar byggja soldið á þessum myndum. Mér finnst skemmtilegt að þegar maður fer að lesa þetta í heild sinni, þá sér maður hvað þetta er mikið um komu kristninnar til landsins. Hvítserkur er nú eitt frægasta dæmið um það, sagan um tröllið sem bjó á Ströndum og þoldi ekki hljóminn í kirkjuklukkunni á Þingeyri svo hann rauk af stað til þess að þagga niður í henni. Greyinu entist þó ekki náttmyrkrið, brann inni á tíma og varð að steini. Átök á milli nýja tímans og þess gamla eru þannig algengt þema í þessum sögum. Það má líka sjá þarna átök á milli upplýsingaaldarinnar og óheftrar náttúra, vísindi versus bábilja. Kannski er þetta að einhverju leyti líka saga fólks sem kemur á nýjan stað og frumbyggjanna sem voru þar fyrir. Því alltaf er það þannig að tröllin þurfa einhvern veginn að hörfa með einum eða öðrum hætti.“ Sigrurður segir að þegar þau hafi verið komin með sögurnar sem þau völdu að vinna með sem grunn þá hafi þau farið að skoða hvernig væri best að setja saman söguna. „Við reyndum ýmsar nálganir og enduðum með því að fara alveg aftur til þess tíma þegar paparnir koma til landsins. Í okkar sögu kemur ung stúlka til landsins með þeim og sögurnar koma svo til okkar í gegnum þessa stúlku. Hún er bæði hugrökk og ævintýragjörn og fer að fara um landið. Upp á fjöllum rekst hún svo á þessa skelfilegu óvætti Truntum Runtum úr samnefndri þjóðsögu.“
Húnaþing vestra Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira