Enski boltinn

Skorar Gylfi í fjórða leiknum í röð? | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tveir leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Klukkan 13:30 hefst leikur Burnley og Chelsea á Turf Moor.

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley hafa verið frábærir á heimavelli í vetur og unnið fimm síðustu leiki sína á Turf Moor.

Þeirra bíður hins vegar erfitt verkefni gegn toppliði Chelsea sem er með besta árangurinn á útivelli í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Klukkan 16:00 verður svo flautað til leiks á Liberty vellinum þar sem Swansea City tekur á móti Englandsmeisturum Leicester City.

Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur í botnbaráttunni en bæði lið eru með 21 stig í 16. og 17. sæti deildarinnar.

Gylfi Þór Sigurðsson hefur farið mikinn í liði Swansea að undanförnu og skorað í þremur leikjum í röð.

Leikir dagsins:

13:30 Burnley - Chelsea (beint á Stöð 2 Sport HD)

16:00 Swansea - Leicester (beint á Stöð 2 Sport HD)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×