Sýningin er fyrir þjóðina en ekki pólitíkina Magnús Guðmundsson skrifar 19. október 2017 10:30 Mikael Torfason og Þorleifur Örn Arnarsson á Stóra sviði Borgarleikhússins þar sem verk þeirra verður frumsýnt annað kvöld. Visir/Ernir Guð blessi Ísland er nýtt verk eftir þá Mikael Torfason og Þorleif Örn Arnarsson, í leikstjórn þess síðarnefnda, sem verður frumsýnt á Stóra sviði Borgarleikhússins annað kvöld. Verkið er unnið upp úr Rannsóknarskýrslu Alþingis um aðdraganda efnahagshrunsins og margur skyldi ætla að það sé því ekki að finna mikla ljóðrænu í þessu verki en Mikael segir að annað gæti nú átt eftir að koma á daginn. „Það er að minnsta kosti dramatík og hver veit nema að það leynist þarna meiri póesía en margan grunar,“ segir Mikael, glottir og bætir við: „Málið er að ef maður horfir á þessa rannsóknarskýrslu sem einstakt verk og tekur enga afstöðu til þess í hvaða andrúmi hún var gerð eða hvaða áhrif hún hefur haft á samfélagið, bara horfir á hana, þá er hún áhugaverð en líka ótrúlega skemmtileg. Eins og í öllum stórum litteratúr, eins og við lítum á hana, þá koma auðvitað kaflar þar sem maður flettir hraðar. En þetta er um fjármála- og pólitísku stéttina okkar og það eru ótrúlegir atburðir að eiga sér stað.“ Þorleifur tekur undir þetta og bendir á að samhliða sé þetta líka saga þjóðar. „Þjóðar sem reisir sér hurðarás um öxl sem reyndist líka vera loftbelgur sem lyfti henni upp og stækkaði hana. Þannig myndast svo falleg hliðstæða á milli þjóðar sem er að vaxa úr grasi og eignast sess í heiminum og þess sem byggist þarna upp á meðan. Eitthvað sem er að miklu leyti byggt á bökum manna sem margir hverjir komu úr erfiðum félagslegum aðstæðum og tóku til hendinni við að byggja þessar skýjaborgir sem síðan falla saman. Landið og skýjaborgirnar féllu saman. Kannski fellur landið sökum skýjaborganna og vegna þess að pólitíkin dansaði með. Skýrslan er mögnuð frásögn þar sem er búið að smala saman öllum þessum mönnum í einhvers konar sannleiksnefnd og allir eru að reyna bæði að berjast fyrir sínum sjónarhóli en líka á sama tíma að finna einhverja auðmýkt. Fyrir vikið er algjörlega magnaður tónn í skýrslunni.“ Mikael tekur undir þetta og bætir við: „Menn virðast hafa ætlað að segja sína hlið í fullri einlægni og fyrir vikið myndast þarna ákveðin ljóðræna og að því leytinu til er skýrslan sönn.“Sýning fyrir þjóðina Þorleifur minnir á að rannsóknarskýrslan fjallar í raun ekki um hrunið heldur aðdraganda þess. „Hún fjallar um orsakir og aðdraganda. Þannig að þetta er svona eins og í góðu Shakespeare-verki þar sem þú veist að í lokin munu allir deyja en þú ert ekki kominn þangað. Við erum að vinna með þennan tvíræða tíma enda með áhorfendur sem eru búnir að upplifa þetta margir hverjir. Það er búið að segja þeim allt og þau eru orðin leið á þessu en engu að síður erum við nánast öll sammála um að klára uppgjör gagnvart valdhöfum okkar og kerfinu. Þar hefur myndast djúpstæð óbeit sem er gríðarlega áhugaverð. Annars vegar erum við með fólkið sem bara fór í vinnuna og vann sig út úr þessu en hins vegar erum við stjórnmálastétt sem er enn þá föst í þessu og skilur ekkert í því að hún fái ekki atkvæði út af því að efnahagslífið er komið í lag. En fólkið, þjóðin, hún upplifir annað. Góðærið núna er þannig góðæri þrátt fyrir pólitíkina en ekki fyrir tilstilli hennar eins og okkur var sagt í aðdraganda hrunsins. En ég held að enginn upplifi núna að þetta góðæri sé stjórnmálamönnunum að þakka.“ Þorleifur bætir við að hann hafi verið staddur í kjörklefanum síðasta laugardag vegna þess að hann þarf að fara af landinu strax að lokinni frumsýningu og að þar hafi hann skyndilega fengið nóg af íslenskri pólitík. „Ég varð allt í einu alveg brjálaður. Djöfullinn, á ég að þurfa að vera að endurskrifa leikrit, ekki borga þeir mér fyrir það, vegna þess að þeir kunna ekki að vinna vinnuna sína? Við erum stödd í einhverri eilífðarvél amatörismans. Við hin erum öll að vinna og halda áfram, getur þetta fólk ekki – ég fékk bara yfir línuna alveg nóg. Þannig að ég vil minna á að sýningin er ekki fyrir pólitíkusana, hún er fyrir þjóðina.“Fólk af holdi og blóði Bæði Þorleifur og Mikael voru í ólíkum sporum í aðdraganda hrunsins miðað við það sem þeir eru að fást við í dag. En hvernig skyldu þeir sjálfir hafa upplifað þennan tíma? Mikael segir að þeir hafi skoðað það mikið vegna þess að í aðdraganda hrunsins hafi þeir báðir verið af réttu kyni og á réttum aldri til þess að hafa öll tækifæri til þess að vera þátttakendur. „Ég var ritstjóri DV og vann líka við það að undirbúa stofnun nýs íslensks dagblaðs í Danmörku, Nyhedsavisen, sem mér skilst að hafi kostað 10 þúsund milljónir sem allar töpuðust. Þarna var ég inni í kjarna viðskiptalífsins og á sama tíma var Þorleifur í kjarna pólitíkurinnar.“ „Ég var utanaðráðgjafi hjá ríkisstjórninni,“ segir Þorleifur og bætir við: „Ég starfaði í raun sem ráðgjafi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í hruninu. Á þessum tíma fengu þeir inn aðila sem gátu horft öðruvísi á hlutina og þarna fékk ég að sjá mikið af þessum atburðum í aðdragandanum í návígi. Eftir hrun var ég líka mjög nálægt þessu og ég sá, þó svo ég væri kannski pólitískt ósammála, að þetta fólk var að reyna sitt besta. Þegar við Mikael fórum svo af stað með þessa vinnu þá fór fram mikil endurskoðun hjá okkur tveimur á alls konar skoðunum sem við höfðum á hinu og þessu. Því ef maður reynir að setja sig í spor aðila sem voru í miðju hringrásarinnar þá verður myndin oft miklu flóknari en hún er dregin upp. Það er hlutverk okkar í svona rannsóknarleiðangri að leggja á djúpið og skoða hvar manneskjurnar eru í öllu þessu.“ Mikael bætir við þetta að þetta sé líka ekta leikhúsvinna. „Þetta verk er ekki ritgerð á skoðunum okkar heldur er verið að setja þessa skýrslu á svið og þarna er fólk af holdi og blóði.“ „Algjörlega,“ svarar Þorleifur. „Í þessu leikriti verður fólk sem er hluti af þessu samfélagi. Hvar dregur maður línuna á milli gagnrýni og gagnrýnisleysi? Þess sem má segja og má ekki segja? Það fyrsta sem ég hugsaði þegar það var sett lögbann á Stundina í vikunni var einmitt þetta sem Andri Snær spurði svo að: Eruð þið ekki hræddir við að lenda líka í lögbanni? Það hafa nokkrir lögfræðimenntaðir komið inn á æfingar hjá okkur en það sem hefur farið mest fyrir brjóstið á þeim hefur sem betur fer allt verið eitthvað sem viðkomandi einstaklingur sagði í skýrslunni. Það ótrúlegasta í leikritinu er bara það sem fólk sagði sjálft. En kannski verður svo lögreglan bara á staðnum þegar við mætum á frumsýningu.“Allt annað samfélag Mikael og Þorleifur segja að viðfangsefnið sé svo stórt og viðamikið að það minni helst á Shakespeare-verk eða gríska tragedíu. Þorleifur nefnir að honum leiðist hins vegar í leikhúsi ef það er alltaf verið að halda því að honum hvað allt sé erfitt. „Við erum að reyna að skapa einhvers konar skringilegt sambland af gleðileik, tragedíu og rokkóperu til að ná utan um stærðina. Við verðum líka að geta hlegið að því hvað þetta er klikk.“ Mikael bendir á að í kjölfar þessara hamfara hafi líka myndast ákveðinn jarðvegur sem var í raun mjög frjór. En skyldu þeir félagar ekkert óttast að nú sé að myndast þessi sama stemning í samfélaginu og var fyrir hrun? „Nei, ég held að það eina sem hafi ekki breyst sé pólitíkin,“ segir Þorleifur. „En hún er engu að síður að brotna undan þunga sinna eigin vinnubragða. Það er ekki annað hægt en að tengja þetta við Harvey Weinstein málið, Höfum hátt byltinguna og #metoo bylgjuna vegna þess að við stöndum á einhverjum flekaskilum í falli gamla feðraveldisins. Fyrir hálfu ári óttaðist maður að Donald Trump og Pútín væru boðberar um framtíðina en núna sér maður þetta sem síðustu öskur ljónsins áður en það hverfur í fílakirkjugarðinn. Ég er því ekkert sérstaklega hræddur við uppgangstímann núna.“ Mikael tekur undir þetta og segist vera á því að samtíminn sé miklu gagnrýnni. „Þegar ég var að ritstýra DV til 2006 vorum við eins og fulli kallinn í fermingarveislu sem var svo flott og æðisleg að það mátti ekki hrófla við neinu. Við vorum að segja neikvæðar fréttir af stjórnmálamönnum og viðskiptalífinu en það var allt púað niður nema helst fréttir af ofbeldismönnum og handrukkurum. Í dag búum við í allt öðru samfélagi. Við höfum skipt um skoðun um svo margt eins og þetta landlæga mein, þöggun. Við erum miklu gagnrýnni. Allt annað samfélag og þessi reynsla hefur breytt okkur til hins betra.“ Þorleifur bætir við að það hafi verið áskorun fyrir leikhúsið að fanga stærðina á allri firringunni og ósköpunum sem gengu yfir á þessum tíma. „Þetta er svo stór saga. Það er líka ágætt að muna að þetta var ekki bara neikvætt því það var líka óskaplega gaman. Þetta er líka tími rosalegrar opnunar en svo gekk þetta bara allt of langt og sprakk í loft upp. En þótt þú þurfir einhvern tíma að hætta að drekka þá þýðir það ekki að öll fylleríin hafi verið leiðinleg.“ Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Guð blessi Ísland er nýtt verk eftir þá Mikael Torfason og Þorleif Örn Arnarsson, í leikstjórn þess síðarnefnda, sem verður frumsýnt á Stóra sviði Borgarleikhússins annað kvöld. Verkið er unnið upp úr Rannsóknarskýrslu Alþingis um aðdraganda efnahagshrunsins og margur skyldi ætla að það sé því ekki að finna mikla ljóðrænu í þessu verki en Mikael segir að annað gæti nú átt eftir að koma á daginn. „Það er að minnsta kosti dramatík og hver veit nema að það leynist þarna meiri póesía en margan grunar,“ segir Mikael, glottir og bætir við: „Málið er að ef maður horfir á þessa rannsóknarskýrslu sem einstakt verk og tekur enga afstöðu til þess í hvaða andrúmi hún var gerð eða hvaða áhrif hún hefur haft á samfélagið, bara horfir á hana, þá er hún áhugaverð en líka ótrúlega skemmtileg. Eins og í öllum stórum litteratúr, eins og við lítum á hana, þá koma auðvitað kaflar þar sem maður flettir hraðar. En þetta er um fjármála- og pólitísku stéttina okkar og það eru ótrúlegir atburðir að eiga sér stað.“ Þorleifur tekur undir þetta og bendir á að samhliða sé þetta líka saga þjóðar. „Þjóðar sem reisir sér hurðarás um öxl sem reyndist líka vera loftbelgur sem lyfti henni upp og stækkaði hana. Þannig myndast svo falleg hliðstæða á milli þjóðar sem er að vaxa úr grasi og eignast sess í heiminum og þess sem byggist þarna upp á meðan. Eitthvað sem er að miklu leyti byggt á bökum manna sem margir hverjir komu úr erfiðum félagslegum aðstæðum og tóku til hendinni við að byggja þessar skýjaborgir sem síðan falla saman. Landið og skýjaborgirnar féllu saman. Kannski fellur landið sökum skýjaborganna og vegna þess að pólitíkin dansaði með. Skýrslan er mögnuð frásögn þar sem er búið að smala saman öllum þessum mönnum í einhvers konar sannleiksnefnd og allir eru að reyna bæði að berjast fyrir sínum sjónarhóli en líka á sama tíma að finna einhverja auðmýkt. Fyrir vikið er algjörlega magnaður tónn í skýrslunni.“ Mikael tekur undir þetta og bætir við: „Menn virðast hafa ætlað að segja sína hlið í fullri einlægni og fyrir vikið myndast þarna ákveðin ljóðræna og að því leytinu til er skýrslan sönn.“Sýning fyrir þjóðina Þorleifur minnir á að rannsóknarskýrslan fjallar í raun ekki um hrunið heldur aðdraganda þess. „Hún fjallar um orsakir og aðdraganda. Þannig að þetta er svona eins og í góðu Shakespeare-verki þar sem þú veist að í lokin munu allir deyja en þú ert ekki kominn þangað. Við erum að vinna með þennan tvíræða tíma enda með áhorfendur sem eru búnir að upplifa þetta margir hverjir. Það er búið að segja þeim allt og þau eru orðin leið á þessu en engu að síður erum við nánast öll sammála um að klára uppgjör gagnvart valdhöfum okkar og kerfinu. Þar hefur myndast djúpstæð óbeit sem er gríðarlega áhugaverð. Annars vegar erum við með fólkið sem bara fór í vinnuna og vann sig út úr þessu en hins vegar erum við stjórnmálastétt sem er enn þá föst í þessu og skilur ekkert í því að hún fái ekki atkvæði út af því að efnahagslífið er komið í lag. En fólkið, þjóðin, hún upplifir annað. Góðærið núna er þannig góðæri þrátt fyrir pólitíkina en ekki fyrir tilstilli hennar eins og okkur var sagt í aðdraganda hrunsins. En ég held að enginn upplifi núna að þetta góðæri sé stjórnmálamönnunum að þakka.“ Þorleifur bætir við að hann hafi verið staddur í kjörklefanum síðasta laugardag vegna þess að hann þarf að fara af landinu strax að lokinni frumsýningu og að þar hafi hann skyndilega fengið nóg af íslenskri pólitík. „Ég varð allt í einu alveg brjálaður. Djöfullinn, á ég að þurfa að vera að endurskrifa leikrit, ekki borga þeir mér fyrir það, vegna þess að þeir kunna ekki að vinna vinnuna sína? Við erum stödd í einhverri eilífðarvél amatörismans. Við hin erum öll að vinna og halda áfram, getur þetta fólk ekki – ég fékk bara yfir línuna alveg nóg. Þannig að ég vil minna á að sýningin er ekki fyrir pólitíkusana, hún er fyrir þjóðina.“Fólk af holdi og blóði Bæði Þorleifur og Mikael voru í ólíkum sporum í aðdraganda hrunsins miðað við það sem þeir eru að fást við í dag. En hvernig skyldu þeir sjálfir hafa upplifað þennan tíma? Mikael segir að þeir hafi skoðað það mikið vegna þess að í aðdraganda hrunsins hafi þeir báðir verið af réttu kyni og á réttum aldri til þess að hafa öll tækifæri til þess að vera þátttakendur. „Ég var ritstjóri DV og vann líka við það að undirbúa stofnun nýs íslensks dagblaðs í Danmörku, Nyhedsavisen, sem mér skilst að hafi kostað 10 þúsund milljónir sem allar töpuðust. Þarna var ég inni í kjarna viðskiptalífsins og á sama tíma var Þorleifur í kjarna pólitíkurinnar.“ „Ég var utanaðráðgjafi hjá ríkisstjórninni,“ segir Þorleifur og bætir við: „Ég starfaði í raun sem ráðgjafi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í hruninu. Á þessum tíma fengu þeir inn aðila sem gátu horft öðruvísi á hlutina og þarna fékk ég að sjá mikið af þessum atburðum í aðdragandanum í návígi. Eftir hrun var ég líka mjög nálægt þessu og ég sá, þó svo ég væri kannski pólitískt ósammála, að þetta fólk var að reyna sitt besta. Þegar við Mikael fórum svo af stað með þessa vinnu þá fór fram mikil endurskoðun hjá okkur tveimur á alls konar skoðunum sem við höfðum á hinu og þessu. Því ef maður reynir að setja sig í spor aðila sem voru í miðju hringrásarinnar þá verður myndin oft miklu flóknari en hún er dregin upp. Það er hlutverk okkar í svona rannsóknarleiðangri að leggja á djúpið og skoða hvar manneskjurnar eru í öllu þessu.“ Mikael bætir við þetta að þetta sé líka ekta leikhúsvinna. „Þetta verk er ekki ritgerð á skoðunum okkar heldur er verið að setja þessa skýrslu á svið og þarna er fólk af holdi og blóði.“ „Algjörlega,“ svarar Þorleifur. „Í þessu leikriti verður fólk sem er hluti af þessu samfélagi. Hvar dregur maður línuna á milli gagnrýni og gagnrýnisleysi? Þess sem má segja og má ekki segja? Það fyrsta sem ég hugsaði þegar það var sett lögbann á Stundina í vikunni var einmitt þetta sem Andri Snær spurði svo að: Eruð þið ekki hræddir við að lenda líka í lögbanni? Það hafa nokkrir lögfræðimenntaðir komið inn á æfingar hjá okkur en það sem hefur farið mest fyrir brjóstið á þeim hefur sem betur fer allt verið eitthvað sem viðkomandi einstaklingur sagði í skýrslunni. Það ótrúlegasta í leikritinu er bara það sem fólk sagði sjálft. En kannski verður svo lögreglan bara á staðnum þegar við mætum á frumsýningu.“Allt annað samfélag Mikael og Þorleifur segja að viðfangsefnið sé svo stórt og viðamikið að það minni helst á Shakespeare-verk eða gríska tragedíu. Þorleifur nefnir að honum leiðist hins vegar í leikhúsi ef það er alltaf verið að halda því að honum hvað allt sé erfitt. „Við erum að reyna að skapa einhvers konar skringilegt sambland af gleðileik, tragedíu og rokkóperu til að ná utan um stærðina. Við verðum líka að geta hlegið að því hvað þetta er klikk.“ Mikael bendir á að í kjölfar þessara hamfara hafi líka myndast ákveðinn jarðvegur sem var í raun mjög frjór. En skyldu þeir félagar ekkert óttast að nú sé að myndast þessi sama stemning í samfélaginu og var fyrir hrun? „Nei, ég held að það eina sem hafi ekki breyst sé pólitíkin,“ segir Þorleifur. „En hún er engu að síður að brotna undan þunga sinna eigin vinnubragða. Það er ekki annað hægt en að tengja þetta við Harvey Weinstein málið, Höfum hátt byltinguna og #metoo bylgjuna vegna þess að við stöndum á einhverjum flekaskilum í falli gamla feðraveldisins. Fyrir hálfu ári óttaðist maður að Donald Trump og Pútín væru boðberar um framtíðina en núna sér maður þetta sem síðustu öskur ljónsins áður en það hverfur í fílakirkjugarðinn. Ég er því ekkert sérstaklega hræddur við uppgangstímann núna.“ Mikael tekur undir þetta og segist vera á því að samtíminn sé miklu gagnrýnni. „Þegar ég var að ritstýra DV til 2006 vorum við eins og fulli kallinn í fermingarveislu sem var svo flott og æðisleg að það mátti ekki hrófla við neinu. Við vorum að segja neikvæðar fréttir af stjórnmálamönnum og viðskiptalífinu en það var allt púað niður nema helst fréttir af ofbeldismönnum og handrukkurum. Í dag búum við í allt öðru samfélagi. Við höfum skipt um skoðun um svo margt eins og þetta landlæga mein, þöggun. Við erum miklu gagnrýnni. Allt annað samfélag og þessi reynsla hefur breytt okkur til hins betra.“ Þorleifur bætir við að það hafi verið áskorun fyrir leikhúsið að fanga stærðina á allri firringunni og ósköpunum sem gengu yfir á þessum tíma. „Þetta er svo stór saga. Það er líka ágætt að muna að þetta var ekki bara neikvætt því það var líka óskaplega gaman. Þetta er líka tími rosalegrar opnunar en svo gekk þetta bara allt of langt og sprakk í loft upp. En þótt þú þurfir einhvern tíma að hætta að drekka þá þýðir það ekki að öll fylleríin hafi verið leiðinleg.“
Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira