Baráttan gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi heldur áfram Svandís Svavarsdóttir skrifar 19. október 2017 07:00 Kynbundið ofbeldi hefur verið mikið á dagskrá nú í sumar og haust og ekki síst í tengslum við mál það sem varð ríkisstjórninni að falli. Þung undiralda kvenfrelsissjónarmiða og femínískra byltinga fangaði kröfuna um að uppreist æra kynferðisbrotamanns yrði endurskoðuð og ekki síst að starfsréttindi hans yrðu ekki afhent án fyrirstöðu. Það er ekki ofsögum sagt að fall þessarar ríkisstjórnar verður af þessum sökum kafli í kvenfrelsissögu Íslands. Brotaþolar höfðu hátt og kröfðust áheyrnar kerfisins og stjórnmálamanna meira en nokkru sinn fyrr. Með stuðningi fjölmiðla varð þrýstingurinn meiri en svo að ríkisstjórnin þyldi hann og endaði með því að hún fór frá. Við stefnum nú á alþingiskosningar aðeins ári frá síðustu kosningum og þær kosningar eru haldnar í þessu ljósi. Árið 2011 var Istanbúl-samningurinn undirritaður af hálfu Íslands en um er að ræða samning Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi. Ofbeldi gegn konum, þar með talið heimilisofbeldi, er ein alvarlegasta tegund kynbundinna mannréttindabrota sem um getur og samfélagsmein hvar sem þess gætir. Istanbúl-samningurinn skuldbindur aðildarríkin til að gera ráðstafanir gegn ofbeldi gegn konum og er því mikilvægt að hann verði fullgiltur hér á landi og þær breytingar gerðar á lögum sem fullgildingin krefst. Fyrir liggur greinargerðin Skýrsla um samning Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi og aðlögun íslenskra laga og reglna vegna aðildar frá haustinu 2012 sem gerð var á vegum Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands. Undirbúningur að fullgildingu Istanbúl-samningsins er þannig kominn nokkuð á veg og sjálfsagt að halda honum áfram og ljúka verkinu eins fljótt og auðið er. Þegar Alþingi var slitið á dögunum lá fyrir að þau mál sem lúta að kynbundnu ofbeldi af ýmsu tagi hlytu að vera í brennidepli þessarar kosningabaráttu. Um það leyti voru fjöldamörg þingmál í burðarliðnum og þar á meðal þingmál sem laut að því að fullgilda Istanbúl-samninginn en tekist hafði að fá meðflutningsmenn í öllum flokkum utan einum. Því liggur fyrir að slíkt mál hlýtur að verða hluti af stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Höfundur er formaður þingflokks Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Sjá meira
Kynbundið ofbeldi hefur verið mikið á dagskrá nú í sumar og haust og ekki síst í tengslum við mál það sem varð ríkisstjórninni að falli. Þung undiralda kvenfrelsissjónarmiða og femínískra byltinga fangaði kröfuna um að uppreist æra kynferðisbrotamanns yrði endurskoðuð og ekki síst að starfsréttindi hans yrðu ekki afhent án fyrirstöðu. Það er ekki ofsögum sagt að fall þessarar ríkisstjórnar verður af þessum sökum kafli í kvenfrelsissögu Íslands. Brotaþolar höfðu hátt og kröfðust áheyrnar kerfisins og stjórnmálamanna meira en nokkru sinn fyrr. Með stuðningi fjölmiðla varð þrýstingurinn meiri en svo að ríkisstjórnin þyldi hann og endaði með því að hún fór frá. Við stefnum nú á alþingiskosningar aðeins ári frá síðustu kosningum og þær kosningar eru haldnar í þessu ljósi. Árið 2011 var Istanbúl-samningurinn undirritaður af hálfu Íslands en um er að ræða samning Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi. Ofbeldi gegn konum, þar með talið heimilisofbeldi, er ein alvarlegasta tegund kynbundinna mannréttindabrota sem um getur og samfélagsmein hvar sem þess gætir. Istanbúl-samningurinn skuldbindur aðildarríkin til að gera ráðstafanir gegn ofbeldi gegn konum og er því mikilvægt að hann verði fullgiltur hér á landi og þær breytingar gerðar á lögum sem fullgildingin krefst. Fyrir liggur greinargerðin Skýrsla um samning Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi og aðlögun íslenskra laga og reglna vegna aðildar frá haustinu 2012 sem gerð var á vegum Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands. Undirbúningur að fullgildingu Istanbúl-samningsins er þannig kominn nokkuð á veg og sjálfsagt að halda honum áfram og ljúka verkinu eins fljótt og auðið er. Þegar Alþingi var slitið á dögunum lá fyrir að þau mál sem lúta að kynbundnu ofbeldi af ýmsu tagi hlytu að vera í brennidepli þessarar kosningabaráttu. Um það leyti voru fjöldamörg þingmál í burðarliðnum og þar á meðal þingmál sem laut að því að fullgilda Istanbúl-samninginn en tekist hafði að fá meðflutningsmenn í öllum flokkum utan einum. Því liggur fyrir að slíkt mál hlýtur að verða hluti af stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Höfundur er formaður þingflokks Vinstri grænna.
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar