Randers, lið Ólafs Kristjánssonar, er komið í átta liða úrslit dönsku bikarkeppninnar eftir sigur í sextán liða úrslitum í kvöld.
Randers vann 1-0 sigur á SønderjyskE á heimavelli en þetta var fyrstu sigur liðsins í deild og bikar síðan 20. nóvember síðastliðinn.
Randers var fyrir liðinn búið að ná í eitt stig í síðustu átta deildarleikjum sínum.
Sigurmark Randers í kvöld skoraði Þjóðverjinn Marvin Pourié úr vítaspyrnu á 15. mínútu leiksins.
Theódór Elmar Bjarnason, Björn Daníel Sverrisson og félagar í AGF unnu á sama tíma 3-1 útisigur á Kjartani Henry Finnbogasyni og félögum í Horsens. Kasper Junker skoraði öll mörk AGF í leiknum.
