Innlent

Gagnrýna samræmdu prófin: „Áhyggjuefni ef þessi próf eiga að meta nemendur fyrir frekara nám“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Samræmd próf voru haldin í 9. og 10. bekk í byrjun þessa mánaðar.
Samræmd próf voru haldin í 9. og 10. bekk í byrjun þessa mánaðar. Vísir/AFP
Trúnaðarmenn í grunnskólum Reykjavíkur sendu frá sér yfirlýsingu eftir fund þeirra í dag þar sem lýst er yfir áhyggjum varðandi innihald og tilgang samræmdra sem haldin voru í byrjun þessa mánaðar. Prófin hafa sætt nokkurri gagnrýni en þau voru lögð fyrir tvo elstu árganga grunnskólans.

 

Í yfirlýsingu trúnaðarmannanna segir meðal annars:

„Ekki lá skýrt fyrir fyrr en á síðustu stundu að framhaldsskólum væri heimilt að kalla eftir niðurstöðum prófanna við val á nemendum inn í skólana. Á það jafnt við um báða árganga.“

Þá segir að samræmd próf geti aðeins verið mælitæki „ef tilgangur þeirra liggur ljós fyrir áður en þau eru samin og lögð fyrir, hvort þau eigi að vera leiðbeinandi könnunarpróf eða flokkunartæki inn í framhaldsskólana.

Prófin meta fáa og afmarkaða hæfniþætti úr aðalnámskrá og er það áhyggjuefni ef þessi próf eiga að meta nemendur fyrir frekara nám þar sem þau gefa ekki heildarmynd af stöðu þeirra. Átök um tilgang og inntak samræmdra prófa hafa skaðleg áhrif á skólastarf og skólasamfélagið allt og slíkt er óviðunandi fyrir nemendur.

Til að breytingar verði gagnlegar og áhrifaríkar þarf að gefa sér tíma til að vinna þær, byrja á grunninum og hafa skólasamfélagið með í ráðum,“ segir í yfirlýsingu trúnaðarmannanna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×