Innlent

Nemandi í kassa, uppstrílaður skólameistari og bíl ýtt Eyjafjarðarhringinn

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Líf og fjör var í Menntaskólanum á Akureyri í góðgerðarviku.
Líf og fjör var í Menntaskólanum á Akureyri í góðgerðarviku. Myndir/Aðsendar
„Síðast þegar ég vissi vorum við komin í eina milljón og tíu þúsund krónur. Markmiðið okkar var ein milljón þannig að við erum búin að ná því,“ segir Björn Kristinn Jónsson, formaður Hugsins, nemendafélags Menntsakólans á Akureyri, í samtali við Vísis.

Nemendur í MA hafa undanfarna viku safnað pening til styrktar geðdeildar Sjúkrahússins á Akureyri í góðgerðarviku skólans.

„Við völdum það af því að okkur fannst þetta vera mikilvægt málefni fyrir fólk á okkar aldri og þarft að það sé hugsað vel um þetta og starfrækt góð geðdeild í kringum okkur sem getur þá hjálpa þegar kemur eitthvað uppá.“

Í söfnuninni voru níu söfnunarþrep og þegar hverju þrepi var náð höfðu nemendur og starfsmenn skólans heitið því að taka upp á einhverju ákveðnu.

Til að mynda var Jón Már Héðinsson skólameistari búinn að lofa því að mæta í gallabuxum og hettupeysu til vinnu ef nemendur söfnuðu 750 þúsund krónum. Hann stóð svo við loforðið í gær. Þá var einn nemandi í kassa í Kvosinni, samkomusal skólans, í allan gærdag.

Hvernig hefur stemningin verið fyrir þessu í skólanum?

„Bara virkilega góð, það hefur sprottið upp jákvæð og holl umræða um þetta mál og margir eru tilbúnir að leggja málefninu lið.“

Myndir og myndband af uppátækjum MA-inga má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×