Mónakó sló Manchester City út á fleiri mörkum á útivelli | Sjáðu mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2017 21:30 Franska liðið Mónakó er komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 3-1 sigur á enska liðinu Manchester City í kvöld í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum keppninnar. Mónakó vann þar með á fleiri mörkum skoruðum á útivelli en bæði liðin skoruðu sex mörk í þessum tveimur leikjum. Manchester City vann fyrri leikinn 5-3 en þessi þrjú útivallarmörk sem Mónakó skoraði á Ethiad-leikvanginum skiluðu liðinu áfram . Það er samt ótrúlegt að sex mörk hafi ekki dugað liði Pep Guardiola til þess að komast áfram en enn á ný var það dapur varnarleikur liðsins sem varð því að falli. Leicester City er því eina enska liðið sem er eftir í Meistaradeildinni. Markið sem réði endanlega úrslitum skoraði Tiemoue Bakayoko með skalla þegar þrettán mínútur voru eftir. Heimamenn í Mónakó voru miklu sterkari frá byrjun og það var eftir gangi leiksins að franska liðið náði að komast yfir eftir aðeins sjö mínútna leiks. Markið skoraði Kylian Mbappe strax á sjöundu mínútu eftir sendingu frá Bernando Silva en það var Benjamin Mendy sem sprengdi upp City-vörnina í upphafi sóknarinnar. Kylian Mbappe hafði áður fengið fínt færi til að skora en bætti fyrir það með því að koma sínum mönnum í 1-0. Benjamin Mendy var aftur á ferðinni á vinstri vængnum á 28. mínútu þegar hann komst upp að endamörkum og gaf út í teiginn þar sem Fabinho afgreiddi boltann í markið. Mónakó var þar með komið í 2-0 og þau úrslit nægðu liðinu til að komast áfram. Manchester City náði hinsvegar að minnka muninn í seinni hálfleik með marki Leroy Sane á 71. mínútu. Leroy Sane stýrði þá skoti Raheem Sterling í markið og City-menn voru á leiðinni áfram með þeim úrslitum. Heimamenn í Mónakó áttu hinsvegar lokaorðið þegar Tiemoue Bakayoko kom Mónakó aftur tveimur mörkum yfir aðeins sex mínútum síðar. Tiemoue Bakayoko skallaði þá aukaspyrnu Thomas Lemar í markið. Þetta var fyrsta alvöru sókn Mónakó-liðsins í seinni hálfleiknum en hún var gulls ígildi. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Sjá meira
Franska liðið Mónakó er komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 3-1 sigur á enska liðinu Manchester City í kvöld í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum keppninnar. Mónakó vann þar með á fleiri mörkum skoruðum á útivelli en bæði liðin skoruðu sex mörk í þessum tveimur leikjum. Manchester City vann fyrri leikinn 5-3 en þessi þrjú útivallarmörk sem Mónakó skoraði á Ethiad-leikvanginum skiluðu liðinu áfram . Það er samt ótrúlegt að sex mörk hafi ekki dugað liði Pep Guardiola til þess að komast áfram en enn á ný var það dapur varnarleikur liðsins sem varð því að falli. Leicester City er því eina enska liðið sem er eftir í Meistaradeildinni. Markið sem réði endanlega úrslitum skoraði Tiemoue Bakayoko með skalla þegar þrettán mínútur voru eftir. Heimamenn í Mónakó voru miklu sterkari frá byrjun og það var eftir gangi leiksins að franska liðið náði að komast yfir eftir aðeins sjö mínútna leiks. Markið skoraði Kylian Mbappe strax á sjöundu mínútu eftir sendingu frá Bernando Silva en það var Benjamin Mendy sem sprengdi upp City-vörnina í upphafi sóknarinnar. Kylian Mbappe hafði áður fengið fínt færi til að skora en bætti fyrir það með því að koma sínum mönnum í 1-0. Benjamin Mendy var aftur á ferðinni á vinstri vængnum á 28. mínútu þegar hann komst upp að endamörkum og gaf út í teiginn þar sem Fabinho afgreiddi boltann í markið. Mónakó var þar með komið í 2-0 og þau úrslit nægðu liðinu til að komast áfram. Manchester City náði hinsvegar að minnka muninn í seinni hálfleik með marki Leroy Sane á 71. mínútu. Leroy Sane stýrði þá skoti Raheem Sterling í markið og City-menn voru á leiðinni áfram með þeim úrslitum. Heimamenn í Mónakó áttu hinsvegar lokaorðið þegar Tiemoue Bakayoko kom Mónakó aftur tveimur mörkum yfir aðeins sex mínútum síðar. Tiemoue Bakayoko skallaði þá aukaspyrnu Thomas Lemar í markið. Þetta var fyrsta alvöru sókn Mónakó-liðsins í seinni hálfleiknum en hún var gulls ígildi.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Sjá meira