Innlent

Skortur á samráði ekki í takt við stefnu Bjartrar

Sveinn Arnarsson skrifar
Theodóra S. Þorsteinsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar
Theodóra S. Þorsteinsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar vísir/ernir
Stjórnarandstaðan undrast vinnubrögð meirihlutans á þingi þar sem ekki var haft samráð við minnihlutann þegar skipuð var verkefnastjórn um endurskoðun peningastefnu Seðlabankans.

Heimildir Fréttablaðsins herma að Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, hafi á fundi með stjórnarandstöðunni, sagt þessi vinnubrögð ekki til eftirbreytni.

Í kjölfar losunar hafta setti fjármálaráðherra á laggirnar starfshóp án samráðs við minnihlutann. Í honum situr aðili frá atvinnulífinu, fjármálakerfinu og einn aðili kemur frá Sjálfstæðisflokki.

Stjórnarandstaðan sendi frá sér tilkynningu vegna þessa í gær. „Fulltrúum stjórnarflokkanna hefur orðið tíðrætt um bætt vinnubrögð á Alþingi og aukið samráð. Lítið hefur orðið um aðgerðir í þessa veru og það vekur furðu að verkefnisstjórn um jafn umfangsmikið og mikilvægt verkefni og endurskoðun peningastefnunnar sé skipuð einhliða af ríkisstjórn með minnsta mögulega meirihluta á Alþingi,“ segir í yfirlýsingunni.

Theodóra S. Þorsteinsdóttir, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, tekur í sama streng og segðir þetta ekki í takt við áherslur Bjartrar framtíðar um ný og bætt vinnubrögð. „Við tölum fyrir auknu samráði við flokka utan ríkisstjórnar og viljum hafa það sem mest. Þetta er því ekki í takt við það sem við höfum boðað,“ segir Theodóra.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×