Innlent

Ítalir hefja loftrýmisgæslu

Svavar Hávarðsson skrifar
Ítalir koma með 180 hermenn til landsins.
Ítalir koma með 180 hermenn til landsins. vísir/vilhelm
Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst formlega að nýju á morgun, með komu flugsveitar ítalska flughersins. Allt að 180 liðsmenn sveitarinnar taka þátt í verkefninu og til viðbótar starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem í Þýskalandi. Flugsveitin kemur til landsins með sex Eurofighter Typhoon F-2000 orrustuþotur, en frá þessu er greint á heimasíðu Landhelgisgæslunnar.

Gert er ráð fyrir aðflugsæfingum að varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum á tímabilinu 20. mars til 24. mars.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×