Stofna félagið Wintris: „Þetta er mjög lýsandi fyrir okkar vöru“ Birgir Olgeirsson skrifar 15. mars 2017 13:00 Félagið Wintris ehf. er skrásett í Reykjavík. Vísir/Valli Í dag er slétt ár liðið frá því að Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, greindi frá félaginu Wintris Inc., sem heldur utan um fjölskylduarf hennar, í ítarlegri stöðuuppfærslu á Facebook. Nú er svo komið að Anna Sigurlaug er ekki sú eina sem á félag að nafni Wintris heldur stofnuðu félagarnir Guðbjörn Dan Gunnarsson og Gunnlaugur Arnar Elíasson nýverið félagið Wintris ehf. Í samtali við Vísi segir Guðbjörn að um algjöra tilviljun sé að ræða, nafnið á þeirra félagi sé ekki skírskotun í félag Önnu Siguralaugar og alveg ótengt því sem hún og Sigmundur Davíð hafa tekið sér fyrir hendur. Guðbjörn segir Wintris ehf. stofnað utan um vöru sem þeir eru með í þróun á hugbúnaðarsviði og tilkynningar sé að vænta í næsta mánuði um hana. „Þetta er mjög lýsandi fyrir okkar vöru,“ segir Guðbjörn spurður hvers vegna nafnið Wintris varð fyrir valinu en segist ekki geta greint nánar frá því hver varan er að svo stöddu. Nítján dögum eftir að Anna Sigurlaug greindi frá Wintris Inc. á Facebook fór í loftið viðtalið þar sem fréttamaður sænska fréttaskýringaþáttarins Uppdrag Granskning, Sven Bergmann, spurði Sigmund Davíð hvað hann gæti sagt honum um fyrirtæki sem heitir Wintris. Viðtalið var tekið í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík fjórum dögum áður en Anna Sigurlaug greindi frá félaginu á Facebook. Svo fór að Sigmundur Davíð yfirgaf viðtalið þegar Jóhannes Kr. Kristjánsson, ritstjóri Reykjavík Media, settist við hlið Bergmann og spurði Sigmund hvers vegna hann hefði ekki sagt frá félaginu Wintris. Sigmundur Davíð yfirgaf embætti forsætisráðherra vegna málsins og var boðað til kosninga til Alþingis í kjölfarið. Panama-skjölin Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Í dag er slétt ár liðið frá því að Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, greindi frá félaginu Wintris Inc., sem heldur utan um fjölskylduarf hennar, í ítarlegri stöðuuppfærslu á Facebook. Nú er svo komið að Anna Sigurlaug er ekki sú eina sem á félag að nafni Wintris heldur stofnuðu félagarnir Guðbjörn Dan Gunnarsson og Gunnlaugur Arnar Elíasson nýverið félagið Wintris ehf. Í samtali við Vísi segir Guðbjörn að um algjöra tilviljun sé að ræða, nafnið á þeirra félagi sé ekki skírskotun í félag Önnu Siguralaugar og alveg ótengt því sem hún og Sigmundur Davíð hafa tekið sér fyrir hendur. Guðbjörn segir Wintris ehf. stofnað utan um vöru sem þeir eru með í þróun á hugbúnaðarsviði og tilkynningar sé að vænta í næsta mánuði um hana. „Þetta er mjög lýsandi fyrir okkar vöru,“ segir Guðbjörn spurður hvers vegna nafnið Wintris varð fyrir valinu en segist ekki geta greint nánar frá því hver varan er að svo stöddu. Nítján dögum eftir að Anna Sigurlaug greindi frá Wintris Inc. á Facebook fór í loftið viðtalið þar sem fréttamaður sænska fréttaskýringaþáttarins Uppdrag Granskning, Sven Bergmann, spurði Sigmund Davíð hvað hann gæti sagt honum um fyrirtæki sem heitir Wintris. Viðtalið var tekið í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík fjórum dögum áður en Anna Sigurlaug greindi frá félaginu á Facebook. Svo fór að Sigmundur Davíð yfirgaf viðtalið þegar Jóhannes Kr. Kristjánsson, ritstjóri Reykjavík Media, settist við hlið Bergmann og spurði Sigmund hvers vegna hann hefði ekki sagt frá félaginu Wintris. Sigmundur Davíð yfirgaf embætti forsætisráðherra vegna málsins og var boðað til kosninga til Alþingis í kjölfarið.
Panama-skjölin Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira