Enski boltinn

Hazard: Kanté lætur mig sjá tvöfalt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hazard og Kanté hafa verið tveir af bestu leikmönnum Chelsea á tímabilinu.
Hazard og Kanté hafa verið tveir af bestu leikmönnum Chelsea á tímabilinu. vísir/getty
Eden Hazard segir að vinnusemin og yfirferðin á N'Golo Kanté, samherja hans hjá Chelsea, sé slík að hann sjái nánast tvöfalt.

Kanté sló í gegn á síðasta tímabili þegar hann varð Englandsmeistari með Leicester City. Chelsea keypti Frakkann í sumar og hann hefur haldið uppteknum hætti með Lundúnaliðinu sem stefnir hraðbyri að Englandsmeistaratitlinum.

„Ég þarf ekki segja neitt um N'Golo. Allir þekkja hann - hann er alls staðar,“ sagði Hazard eftir sigur Chelsea á West Ham United í gær.

„Stundum finnst mér ég sjá hann tvisvar, bæði til vinstri og hægri. Ég held hann spili með tvíburabróður sínum. Hann er stórkostlegur leikmaður og hjálpar liðinu mikið,“ sagði Hazard sem skoraði fyrra mark Chelsea í 1-2 sigrinum á Hömrunum í gær.

Chelsea er með 10 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar 11 umferðum er ólokið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×