Erlent

Fríða og Dýrið bönnuð innan sextán ára í Rússlandi

Atli Ísleifsson skrifar
Fríða og Dýrið verður frumsýnd í Rússlandi 16. mars næstkomandi.
Fríða og Dýrið verður frumsýnd í Rússlandi 16. mars næstkomandi.
Fríða og Dýrið, endurgerð Disney af teiknimyndinni sígildu, verður tekin til sýninga í rússneskum kvikmyndahúsum en bönnuð börnum yngri en sextán ára.

Rússneska menningarmálaráðuneytið hefur greint frá þessu en þingmenn á rússneska þinginu höfðu þrýst á að sýningar á myndinni verði bannaðar þar sem myndin þyki brjóta lög landsins sem banni „áróður fyrir samkynhneigð“.

Leikstjóri myndarinnar hefur lýst því yfir að í myndinni leynist fyrsta opinberlega samkynhneigða persónan í sögu Disney. Það mun vera LeFou, vinur ómennisins Gaston. Josh Gad fer með hlutverk LeFou í myndinni.

Rússneski þingmaðurinn Vitaly Milonov hefur sagt að kvikmyndin sé „helber syndaáróður“ og vísað í lög frá árinu 2013 sem banna að „samkynhneigðum áróðri sé haldið að börnum þar í landi“.

Fríða og Dýrið verður frumsýnd í Rússlandi 16. mars næstkomandi. Emma Watson fer með hlutverk Fríðu í myndinni en Dan Stevens með hlutverk Dýrsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×