Suárez: Megum ekki missa okkur strax á fyrstu mínútu Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. mars 2017 20:15 Börsungar þurfa að skora fimm. vísir/getty Barcelona getur annað kvöld fallið úr keppni í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í fyrsta sinn í tíu ár. Liðið hefur komist að minnsta kosti í átta liða úrslit á hverri leiktíð síðan 2007/2008 og unnið keppnina þrisvar sinnum á þeim tíma. Liverpool var síðasta liðið til að skella Börsungum í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar en Evrópu-Rafa Benítez stýrði Liverpool-liðinu til sigurs gegn Katalóníurisanum í febrúar árið 2007. Liverpool fór alla leið í úrslit það tímabilið en tapaði fyrir AC Milan, 2-1. Barcelona er 4-0 undir í einvígi sínu gegn Paris Saint-Germain í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar að þessu sinni og þarf að skora fimm sinnum til að komast áfram. Spænsku meistararnir hafa sýnt klærnar heima fyrir eftir skellinn gegn PSG og verið að raða inn mörkum. PSG þarf því aðeins að passa sig á morgun. Luis Suárez, framherji Barcelona, er ekki búinn að gefast upp enda veit hann að Börsungar geta skorað fjögur til fimm mörk á Nývangi á móti hverjum sem er. „Fyrri leikurinn fór svakalega illa með okkur en það besta við fótboltann er að maður fær alltaf tækifæri til að bæta upp fyrir mistök sín. Við höfum verið að spila góðan fótbolta að undanförnu og skorað flott mörk. Það viljum við gera á miðvikudaginn,“ sagði Suárez á blaðamannafundi Barcelona í dag. „Við hlökkum til leiksins. Það verður mikil áskorun fyrir okkur að snúa þessu einvígi við. Við erum meðvitaðir um að seinni leikurinn er bara 90 mínútur en við verðum samt að vera þolinmóðir. Við megum ekki tapa okkur. Við þurfum að vera ákveðnir en alls ekki missa okkur strax á fyrstu mínútu,“ sagði Luis Suárez. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Sjá meira
Barcelona getur annað kvöld fallið úr keppni í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í fyrsta sinn í tíu ár. Liðið hefur komist að minnsta kosti í átta liða úrslit á hverri leiktíð síðan 2007/2008 og unnið keppnina þrisvar sinnum á þeim tíma. Liverpool var síðasta liðið til að skella Börsungum í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar en Evrópu-Rafa Benítez stýrði Liverpool-liðinu til sigurs gegn Katalóníurisanum í febrúar árið 2007. Liverpool fór alla leið í úrslit það tímabilið en tapaði fyrir AC Milan, 2-1. Barcelona er 4-0 undir í einvígi sínu gegn Paris Saint-Germain í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar að þessu sinni og þarf að skora fimm sinnum til að komast áfram. Spænsku meistararnir hafa sýnt klærnar heima fyrir eftir skellinn gegn PSG og verið að raða inn mörkum. PSG þarf því aðeins að passa sig á morgun. Luis Suárez, framherji Barcelona, er ekki búinn að gefast upp enda veit hann að Börsungar geta skorað fjögur til fimm mörk á Nývangi á móti hverjum sem er. „Fyrri leikurinn fór svakalega illa með okkur en það besta við fótboltann er að maður fær alltaf tækifæri til að bæta upp fyrir mistök sín. Við höfum verið að spila góðan fótbolta að undanförnu og skorað flott mörk. Það viljum við gera á miðvikudaginn,“ sagði Suárez á blaðamannafundi Barcelona í dag. „Við hlökkum til leiksins. Það verður mikil áskorun fyrir okkur að snúa þessu einvígi við. Við erum meðvitaðir um að seinni leikurinn er bara 90 mínútur en við verðum samt að vera þolinmóðir. Við megum ekki tapa okkur. Við þurfum að vera ákveðnir en alls ekki missa okkur strax á fyrstu mínútu,“ sagði Luis Suárez.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Sjá meira