Erlent

Ísbjarnarhúnninn Fritz í Berlín er dauður

Atli Ísleifsson skrifar
Fritz.
Fritz. Vísir/AFP
Starfsmenn dýragarðs í Berlín, Tierpark Berlin, eru í áfalli eftir að fréttir bárust af því að fjögurra mánaða gamall ísbjarnarhúnn í garðinum, Fritz, hafi drepist af völdum sýkingar í lungum.

„Við erum í áfalli, mjög leið og sorgmædd,“ segir dýragarðsstjórinn Andreas Knieriem í yfirlýsingu.

Margir vonuðust til að Fritz myndi fylla það skarð sem Knútur skildi eftir sig, en hann vakti heimsathygli eftir að hann kom í heiminn árið 2006 í hinum stóra dýragarðinum í þýsku höfuðborginni.

Móðir Knúts hafði þá hafnað honum, en Knútur drapst árið 2011.

Sjá má innslag Berliner Morgenpost um Fritz að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×