Nefnd um félagslegt réttlæti segir af sér í Bretlandi vegna Brexit Heimir Már Pétursson skrifar 3. desember 2017 20:00 Nefnd sem ætlað var að stýra aðgerðum til að auka jöfnuð og félagslegt réttlæti í Bretlandi hefur sagt af sér. Formaður nefndarinnar segir ríkisstjórn Theresu May gagntekna af útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og þreklausa í að hrinda í framkvæmd loforðum sem forsætisráðherrann gaf þegar hún tók við völdum. Þegar Theresa May tók við forsætisráðherraembættinu í Bretlandi fyrir átján mánuðum lofaði hún að ráðast gegn félagslegu óréttlæti í þjóðfélaginu. En margir þeirra sem greiddu atkvæði með því að Bretar yfirgæfu Evrópusambandið koma frá svæðum í Bretlandi þar sem atvinnuleysi er mikið og þar sem iðnaður ýmiss konar hefur dregist saman eða horfið. Stjórnmálamenn sem börðust fyrir úrsögn úr sambandinu kenndu Evrópusambandinu um hnignun atvinnulífs á þessum svæðum sem og óheftum aðgangi fólks annarra ríkja sambandsins að atvinnu í Bretlandi. May skipaði fjögurra manna nefnd til að gera tillögur um aðgerðir á þessum svæðum en hún hefur nú öll sagt af sér. Alan Milburn formaður nefndarinnar segir ríkisstjórn May lamaða vegna Brexit. „Það sem skortir hérna eru skilmerkilegar pólitískar aðgerðir til að yfirfæra mjög góð orð yfir í gerðir. Það sem skiptir máli í stjórnmálum er ekki það sem maður talar um heldur það sem maður gerir og ég er hræddur um að misskiptingin í Bretlandi sé að aukast. Félagslega og landfræðilega,“ segir Milburn. Ríkisstjórn Theresu May sé algerlega upptekin af Brexit viðræðunum og virðist ekki hafa þrek til að gera nokkuð annað. En Íhaldsflokkurinn sem er þverklofinn í afstöðunni til Evrópu tapaði meirihluta sínum á þingi í kosningum síðastliðið sumar og þarf að reiða sig á stuðning Sambandsflokksins á Norður Írlandi. Milburn segir skorta á pólitíska forystu í Bretlandi. „Það er ágætt að vera harður í Brexit-málinu en maður þarf líka að vera harður varðandi ástæður Brexit og það þýðir að það verður að taka á þessum málum á þessum svæðum sem eru skilinn eftir efnahagslega og holuð að innann félagslega. Ég er hræddur um að það gerist ekki af nógu miklum metnaði, af nógu mikilli vigt og á nógu miklum hraða,“ segir Milburn. Brexit Tengdar fréttir Bretar draga verulega úr hagvaxtarspám Fjármálaráðherra Bretlands segir að óvissa og slöpp framleiðsla muni hafa mjög neikvæð áhrif á efnahag landsins á næstu árum. 22. nóvember 2017 15:51 Gíbraltar fylgir Bretum í kjölfar Brexit Gíbraltar er undir yfirráðum Breta en Spánverjar hafa deilt við þá fyrrnefndu um svæðið svo öldum skiptir. 23. nóvember 2017 13:10 Enn einn hnúturinn í Brexit-ferlinu Ekki verður hægt að ræða um landamæragæslu á landamærum Írlands og Norður-Írlands fyrr en fríverslunarsamningar hafa náðst á milli Breta og ESB. Írar hóta hins vegar að beita neitunarvaldi gegn slíkum samningi. 27. nóvember 2017 07:00 Vill kjósa á ný um Brexit Bankastjóri bandaríska stórbankans Goldman Sachs, Lloyd Blankfein, hefur á Twitter-síðu sinni hvatt til þess að haldin verði ný þjóðaratkvæðagreiðsla í Bretlandi um Brexit, útgönguna úr Evrópusambandinu. 20. nóvember 2017 06:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Nefnd sem ætlað var að stýra aðgerðum til að auka jöfnuð og félagslegt réttlæti í Bretlandi hefur sagt af sér. Formaður nefndarinnar segir ríkisstjórn Theresu May gagntekna af útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og þreklausa í að hrinda í framkvæmd loforðum sem forsætisráðherrann gaf þegar hún tók við völdum. Þegar Theresa May tók við forsætisráðherraembættinu í Bretlandi fyrir átján mánuðum lofaði hún að ráðast gegn félagslegu óréttlæti í þjóðfélaginu. En margir þeirra sem greiddu atkvæði með því að Bretar yfirgæfu Evrópusambandið koma frá svæðum í Bretlandi þar sem atvinnuleysi er mikið og þar sem iðnaður ýmiss konar hefur dregist saman eða horfið. Stjórnmálamenn sem börðust fyrir úrsögn úr sambandinu kenndu Evrópusambandinu um hnignun atvinnulífs á þessum svæðum sem og óheftum aðgangi fólks annarra ríkja sambandsins að atvinnu í Bretlandi. May skipaði fjögurra manna nefnd til að gera tillögur um aðgerðir á þessum svæðum en hún hefur nú öll sagt af sér. Alan Milburn formaður nefndarinnar segir ríkisstjórn May lamaða vegna Brexit. „Það sem skortir hérna eru skilmerkilegar pólitískar aðgerðir til að yfirfæra mjög góð orð yfir í gerðir. Það sem skiptir máli í stjórnmálum er ekki það sem maður talar um heldur það sem maður gerir og ég er hræddur um að misskiptingin í Bretlandi sé að aukast. Félagslega og landfræðilega,“ segir Milburn. Ríkisstjórn Theresu May sé algerlega upptekin af Brexit viðræðunum og virðist ekki hafa þrek til að gera nokkuð annað. En Íhaldsflokkurinn sem er þverklofinn í afstöðunni til Evrópu tapaði meirihluta sínum á þingi í kosningum síðastliðið sumar og þarf að reiða sig á stuðning Sambandsflokksins á Norður Írlandi. Milburn segir skorta á pólitíska forystu í Bretlandi. „Það er ágætt að vera harður í Brexit-málinu en maður þarf líka að vera harður varðandi ástæður Brexit og það þýðir að það verður að taka á þessum málum á þessum svæðum sem eru skilinn eftir efnahagslega og holuð að innann félagslega. Ég er hræddur um að það gerist ekki af nógu miklum metnaði, af nógu mikilli vigt og á nógu miklum hraða,“ segir Milburn.
Brexit Tengdar fréttir Bretar draga verulega úr hagvaxtarspám Fjármálaráðherra Bretlands segir að óvissa og slöpp framleiðsla muni hafa mjög neikvæð áhrif á efnahag landsins á næstu árum. 22. nóvember 2017 15:51 Gíbraltar fylgir Bretum í kjölfar Brexit Gíbraltar er undir yfirráðum Breta en Spánverjar hafa deilt við þá fyrrnefndu um svæðið svo öldum skiptir. 23. nóvember 2017 13:10 Enn einn hnúturinn í Brexit-ferlinu Ekki verður hægt að ræða um landamæragæslu á landamærum Írlands og Norður-Írlands fyrr en fríverslunarsamningar hafa náðst á milli Breta og ESB. Írar hóta hins vegar að beita neitunarvaldi gegn slíkum samningi. 27. nóvember 2017 07:00 Vill kjósa á ný um Brexit Bankastjóri bandaríska stórbankans Goldman Sachs, Lloyd Blankfein, hefur á Twitter-síðu sinni hvatt til þess að haldin verði ný þjóðaratkvæðagreiðsla í Bretlandi um Brexit, útgönguna úr Evrópusambandinu. 20. nóvember 2017 06:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Bretar draga verulega úr hagvaxtarspám Fjármálaráðherra Bretlands segir að óvissa og slöpp framleiðsla muni hafa mjög neikvæð áhrif á efnahag landsins á næstu árum. 22. nóvember 2017 15:51
Gíbraltar fylgir Bretum í kjölfar Brexit Gíbraltar er undir yfirráðum Breta en Spánverjar hafa deilt við þá fyrrnefndu um svæðið svo öldum skiptir. 23. nóvember 2017 13:10
Enn einn hnúturinn í Brexit-ferlinu Ekki verður hægt að ræða um landamæragæslu á landamærum Írlands og Norður-Írlands fyrr en fríverslunarsamningar hafa náðst á milli Breta og ESB. Írar hóta hins vegar að beita neitunarvaldi gegn slíkum samningi. 27. nóvember 2017 07:00
Vill kjósa á ný um Brexit Bankastjóri bandaríska stórbankans Goldman Sachs, Lloyd Blankfein, hefur á Twitter-síðu sinni hvatt til þess að haldin verði ný þjóðaratkvæðagreiðsla í Bretlandi um Brexit, útgönguna úr Evrópusambandinu. 20. nóvember 2017 06:00