Innlent

Handtóku ungling á skólaballi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Lögreglan þurfti að bregðast við margvíslegum útköllum í nótt.
Lögreglan þurfti að bregðast við margvíslegum útköllum í nótt. Vísir/haraldur
Ungur maður var handtekinn á skólaballi í Hafnarfirði laust eftir miðnætti. Að sögn lögreglu var hinn handtekni í mjög annarlegu ástandi og hafði hann átt í útistöðum við einhverja á ballinu. Maðurinn, sem er 17 ára, var vistaður í fangageymslu lögreglunnar í Hafnafirði sökum ástands og forráðamanni hans gert viðvart. Fram kemur í dagbók lögreglunnar að málið hafið verið sent til Barnaverndar.

Þá var ung kona, einnig í annarlegu ástandi, handtekin við bifreið á Heiðmerkurvegi. Lögreglan segir að hún hafi ekki verið viðræðuhæf sökum ástands og því verið ákveðið að vista hana í fangageymslu. Nú er beðið eftir því að ástand hennar lagist svo hægt verði að ræða við hana.

Það var svo á sjöunda tímanum í gærkvöldi sem lögreglan þurfti að líta við í líkamsræktarstöð í Kópavogi vegna gruns um þjófnað úr fataskápum. Þegar lögreglan kom á vettvang virtist sem maðurinn hafði ekki náð að stela neinu og var málið afgreitt á vettvangi.

Slökkvilið þurfti að bregðast við tilkynningu um eld sem komið hafði upp í bíl við Krummahóla í Breiðholti. Talið er að eldurinn hafi komið upp vegna bilunar í vélarbúnaði bílsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×