Viðskipti innlent

Keyptu í Sjóvá fyrir 150 milljónir

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Bandarískir fjárfestingasjóðir bæta við sig í Sjóvá.
Bandarískir fjárfestingasjóðir bæta við sig í Sjóvá.
Fjárfestingasjóðir á vegum bandaríska eignastýringarfélagsins Eaton Vance Management keyptu í liðinni viku rúmlega 9,2 milljónir hluta í tryggingafélaginu Sjóvá. Sjóðir á vegum félagsins eiga nú samanlagt 5,59 prósenta hlut í tryggingafélaginu, að því er fram kemur í flöggunartilkynningu til Kauphallarinnar.

Miðað við núverandi gengi hlutabréfa í Sjóvá nam kaupverðið tæplega 150 milljónum króna.

Sjö sjóðir í stýringu Eaton Vance eiga hlutabréf í tryggingafélaginu, en aðeins tveir þeirra, Global Macro Portfolio og Global Macro Absolute Return Advantage, komast á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa félagsins.

Sjóðir á vegum Eaton Vance eru á meðal tuttugu stærstu hluthafa í tíu félögum í Kauphöllinni.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×