Heimsmeistarinn í strávigt kvenna, Joanna Jedrzejczyk, er mjög trúuð og hún klikkaði ekkert á því að fara í kirkju síðasta sunnudag. Í kjölfarið fór hún og lét setja á sig rautt naglalakk.
TJ Dillashaw mun einnig mæta nýklipptur en Jorge Masvidal nýtti tækifærið í New York og fór á leik með NY Knicks. Aðeins að skoða höllina fyrir kvöldið stóra.
Georges St-Pierre er loksins kominn frá Kanada til New York og virkar ótrúlega slakur. Hann leyfir Michael Bisping að sjá um að rífa kjaft en hlær sjálfur að öllu saman.
Þetta og meira til má sjá í nýjasta þætti Embedded hér að neðan.