Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
„Ég er tilbúinn að ræða typpið mitt opinberlega því ég vil vera fyrirmynd fyrir þá sem koma á eftir mér,“ segir Alexander Björn Gunnarsson sem er einn af fáum transmönnum á Íslandi sem hefur farið í kynleiðréttingaraðgerð. Hann er sá fyrsti sem undirgengst aðgerð þar sem húð af framhandlegg er notuð til að búa til kynfærin en rætt verður við Alexander í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Einnig verður rætt við fjármála- og efnahagsráðherra sem telur sölu á eignarhlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum geti skilað ríkissjóði rúmlega 400 milljörðum króna í tekjur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×