Klæðningin á Grenfell-turninum var bönnuð á Bretlandi Kjartan Kjartansson skrifar 18. júní 2017 13:15 Sviðinn Grenfell-turninnn í London eftir eldsvoðann sem braust út á aðfaranótt miðvikudags. Vísir/EPA Fjármálaráðherra Bretlands segir að klæðningin sem var utan á Grenfell-turninum og hefur verið kennt um útbreiðslu eldsins í honum í vikunni sé ólögleg í Bretlandi, að því er segir í frétt The Guardian. Sakamálarannsókn á eldsvoðanum sem grandaði í það minnsta 58 manns er hafin. Hún mun meðal annars beinast að því hvort að byggingarreglugerðir hafi verið brotnar þegar háhýsið var gert upp með klæðningunni, að sögn Philips Hammond, fjármálaráðherra. Hann sagði BBC að klæðningin væri bönnuð í Evrópu og Bandaríkjunum. Spurningin væri því hvort að bresk lög séu rétt hvað varðar leyfileg efni og hvort að farið hafi verið eftir þeim. Stjórn Íhaldsflokksins hefur verið sökuð um að hunsa ábendingar dánardómstjóra um að endurskoða þyrfti byggingarreglugerðir um brunavarnir eftir eldsvoða í fjölbýlishúsi í London fyrir fjórum árum þar sem sex fórust. Hammond hafnaði þeirri gagnrýni. Opinber rannsókn á eldsvoðanum nú myndi hins vegar leiða í ljós hvort að stjórnvöld hefðu brugðist rétt við ráðleggingum dánardómstjóra. Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Mótmæli og mikil reiði vegna viðbragða yfirvalda við brunanum í Grenfell-turni Fjölmenn mótmæli voru í Kensington og Chelsea í London í dag vegna viðbragða yfirvalda við brunanum í Grenfell-turni aðfaranótt miðvikudags. 16. júní 2017 21:17 Breskur þingmaður óttast að hundruð hafi látist í brunanum David Lammy segir það sem gerðist jafnast á við manndráp af hendi fyrirtækja. 15. júní 2017 11:12 Munu hugsanlega ekki geta borið kennsl á alla þá sem létust í eldsvoðanum Lögreglan í Lundúnum hefur gefið það út að hún muni mögulega ekki geta borið kennsl á alla þá sem létust í eldsvoðanum í Grenfell Tower í vesturhluta borgarinnar aðfaranótt miðvikudags. 15. júní 2017 20:18 Tala látinna í brunanum í háhýsinu hækkar enn Löreglan segir að 58 manns séu nú taldir af i brunanum í Grenfell-turninum í London. BBC segir að talan gæti hækkað í sjötíu áður en yfir lýkur. 17. júní 2017 15:11 Mannskaði í stórbruna í Lundúnum Tólf eru látnir í gríðarlegum eldi sem logaði í háhýsi í Kensington-hverfi í Lundúnum í nótt. 14. júní 2017 15:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira
Fjármálaráðherra Bretlands segir að klæðningin sem var utan á Grenfell-turninum og hefur verið kennt um útbreiðslu eldsins í honum í vikunni sé ólögleg í Bretlandi, að því er segir í frétt The Guardian. Sakamálarannsókn á eldsvoðanum sem grandaði í það minnsta 58 manns er hafin. Hún mun meðal annars beinast að því hvort að byggingarreglugerðir hafi verið brotnar þegar háhýsið var gert upp með klæðningunni, að sögn Philips Hammond, fjármálaráðherra. Hann sagði BBC að klæðningin væri bönnuð í Evrópu og Bandaríkjunum. Spurningin væri því hvort að bresk lög séu rétt hvað varðar leyfileg efni og hvort að farið hafi verið eftir þeim. Stjórn Íhaldsflokksins hefur verið sökuð um að hunsa ábendingar dánardómstjóra um að endurskoða þyrfti byggingarreglugerðir um brunavarnir eftir eldsvoða í fjölbýlishúsi í London fyrir fjórum árum þar sem sex fórust. Hammond hafnaði þeirri gagnrýni. Opinber rannsókn á eldsvoðanum nú myndi hins vegar leiða í ljós hvort að stjórnvöld hefðu brugðist rétt við ráðleggingum dánardómstjóra.
Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Mótmæli og mikil reiði vegna viðbragða yfirvalda við brunanum í Grenfell-turni Fjölmenn mótmæli voru í Kensington og Chelsea í London í dag vegna viðbragða yfirvalda við brunanum í Grenfell-turni aðfaranótt miðvikudags. 16. júní 2017 21:17 Breskur þingmaður óttast að hundruð hafi látist í brunanum David Lammy segir það sem gerðist jafnast á við manndráp af hendi fyrirtækja. 15. júní 2017 11:12 Munu hugsanlega ekki geta borið kennsl á alla þá sem létust í eldsvoðanum Lögreglan í Lundúnum hefur gefið það út að hún muni mögulega ekki geta borið kennsl á alla þá sem létust í eldsvoðanum í Grenfell Tower í vesturhluta borgarinnar aðfaranótt miðvikudags. 15. júní 2017 20:18 Tala látinna í brunanum í háhýsinu hækkar enn Löreglan segir að 58 manns séu nú taldir af i brunanum í Grenfell-turninum í London. BBC segir að talan gæti hækkað í sjötíu áður en yfir lýkur. 17. júní 2017 15:11 Mannskaði í stórbruna í Lundúnum Tólf eru látnir í gríðarlegum eldi sem logaði í háhýsi í Kensington-hverfi í Lundúnum í nótt. 14. júní 2017 15:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira
Mótmæli og mikil reiði vegna viðbragða yfirvalda við brunanum í Grenfell-turni Fjölmenn mótmæli voru í Kensington og Chelsea í London í dag vegna viðbragða yfirvalda við brunanum í Grenfell-turni aðfaranótt miðvikudags. 16. júní 2017 21:17
Breskur þingmaður óttast að hundruð hafi látist í brunanum David Lammy segir það sem gerðist jafnast á við manndráp af hendi fyrirtækja. 15. júní 2017 11:12
Munu hugsanlega ekki geta borið kennsl á alla þá sem létust í eldsvoðanum Lögreglan í Lundúnum hefur gefið það út að hún muni mögulega ekki geta borið kennsl á alla þá sem létust í eldsvoðanum í Grenfell Tower í vesturhluta borgarinnar aðfaranótt miðvikudags. 15. júní 2017 20:18
Tala látinna í brunanum í háhýsinu hækkar enn Löreglan segir að 58 manns séu nú taldir af i brunanum í Grenfell-turninum í London. BBC segir að talan gæti hækkað í sjötíu áður en yfir lýkur. 17. júní 2017 15:11
Mannskaði í stórbruna í Lundúnum Tólf eru látnir í gríðarlegum eldi sem logaði í háhýsi í Kensington-hverfi í Lundúnum í nótt. 14. júní 2017 15:30