Hefur skoðað hvort mögulegt sé að breyta frá áratuga framkvæmd á reglum um uppreist æru Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. júní 2017 09:15 Dómsmálaráðherra hefur að undanförnu skoðað hvort mögulegt sé að breyta frááratuga framkvæmd á reglum um uppreist æru – um að menn fái sjálfkrafa uppreist æru uppfylli þeir skilyrði laganna. Henni finnst aðþað ekki sjálfgefið að kynferðisbrotamenn hafi lögmannsréttindi. Í vikunni komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að veita skyldi Robert Downey, áður Róberti Árna Hreiðarssyni, lögmannréttindi sín á ný en hann missti þau eftir dóm fyrir kynferðisofbeldi gegn fjórum stúlkum árið 2008. Robert fékk uppreist æru í september í fyrra. Sigríður Á Anderssen, dómsmálaráðherra, segir að hún hefði skoðað umsókn Roberts sérstaklega. Hún hafi hafið skoðun á svipuðu máli fyrir nokkru. „ Það er að segja hvernig þessum málum er háttað. Það er auðvitað tvennt í þessari stöðu. Menn auðvitað eru að sækja um uppreist æru til þess að geta notið tiltekinna borgaralegra réttinda. Það er kveðið um það í lögum að menn þurfi að hafa óflekkað mannorð til að geta gengt tilteknum störfum og menn fá það ekki með uppreist æru. Mér finnst koma til greina að skoða þessi mál frá ýmsum sjónarhólum. Hvort ástæða sé til að breyta ákvæðum um óflekkað mannorð og svo hins vegar mögulega hvort þurfi að endurskoða framkvæmdina er varðar uppreist æru.“ Hún er með svipað mál á sínu borði. „Maður sem hefur afplánað dóm fyrir kynferðisafbrot og þá velti ég því fyrir mér hvaða reglur giltu um þetta fyrir utan lögin sem eru býsna skýr. Það þarf að líta til fleiri ákvæða en bara lagaákvæðanna og það þarf að líta líka til framkvæmdarinnar sem er áratug venja í ráðuneytinu að veita mönnum uppreist æru að gefnum uppfylltum skilyrðum. Fannst mér ekki ástæða til þess að afgreiða þessa umsögn sjálfkrafa.“ Sigríður segir að ekki sé sjálfgefið að menn sem brjóti kynferðislega gegn börnum hafi lögmannsréttindi. „Mér finnst alveg sjálfsagt að til dæmis lögmannafélagið fjalli sérstaklega um þessi mál og löggjafinn. Ef vilji manna stendur til þess að takmarka uppreist æru við tiltekin brot og útiloka tiltekin brot þá finnst mér sjálfsagt að löggjafinn komi að því,“ segir Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira
Dómsmálaráðherra hefur að undanförnu skoðað hvort mögulegt sé að breyta frááratuga framkvæmd á reglum um uppreist æru – um að menn fái sjálfkrafa uppreist æru uppfylli þeir skilyrði laganna. Henni finnst aðþað ekki sjálfgefið að kynferðisbrotamenn hafi lögmannsréttindi. Í vikunni komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að veita skyldi Robert Downey, áður Róberti Árna Hreiðarssyni, lögmannréttindi sín á ný en hann missti þau eftir dóm fyrir kynferðisofbeldi gegn fjórum stúlkum árið 2008. Robert fékk uppreist æru í september í fyrra. Sigríður Á Anderssen, dómsmálaráðherra, segir að hún hefði skoðað umsókn Roberts sérstaklega. Hún hafi hafið skoðun á svipuðu máli fyrir nokkru. „ Það er að segja hvernig þessum málum er háttað. Það er auðvitað tvennt í þessari stöðu. Menn auðvitað eru að sækja um uppreist æru til þess að geta notið tiltekinna borgaralegra réttinda. Það er kveðið um það í lögum að menn þurfi að hafa óflekkað mannorð til að geta gengt tilteknum störfum og menn fá það ekki með uppreist æru. Mér finnst koma til greina að skoða þessi mál frá ýmsum sjónarhólum. Hvort ástæða sé til að breyta ákvæðum um óflekkað mannorð og svo hins vegar mögulega hvort þurfi að endurskoða framkvæmdina er varðar uppreist æru.“ Hún er með svipað mál á sínu borði. „Maður sem hefur afplánað dóm fyrir kynferðisafbrot og þá velti ég því fyrir mér hvaða reglur giltu um þetta fyrir utan lögin sem eru býsna skýr. Það þarf að líta til fleiri ákvæða en bara lagaákvæðanna og það þarf að líta líka til framkvæmdarinnar sem er áratug venja í ráðuneytinu að veita mönnum uppreist æru að gefnum uppfylltum skilyrðum. Fannst mér ekki ástæða til þess að afgreiða þessa umsögn sjálfkrafa.“ Sigríður segir að ekki sé sjálfgefið að menn sem brjóti kynferðislega gegn börnum hafi lögmannsréttindi. „Mér finnst alveg sjálfsagt að til dæmis lögmannafélagið fjalli sérstaklega um þessi mál og löggjafinn. Ef vilji manna stendur til þess að takmarka uppreist æru við tiltekin brot og útiloka tiltekin brot þá finnst mér sjálfsagt að löggjafinn komi að því,“ segir Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira