Hún var einlæg gleðin sem braust út á Laugardalsvelli í kvöld þegar íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér farseðilinn á HM í Rússlandi 2018.
Að leik loknum var strákunum okkar auðvitað fagnað vel og innilega og tóku þeir auðvitað hið víðfræga HÚH með áhorfendum í leikslok.
Myndband af HÚH-inu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en eins og sjá má tendraði Tólfan blys í stúkunni strákunum til heiðurs.
HÚH-ið ómaði um Laugardalinn í leikslok - Myndband

Tengdar fréttir

Íslensku strákarnir hafa unnið síðustu 320 mínútur í Dalnum 7-0
Íslenska karlalandsliðið spilar á rétta vellinum á móti Kósóvó í kvöld ef marka má gengi liðsins á þjóðarleikvanginum í Laugardal síðustu árin.

Þjálfari Kósóvó: Ísland gefur okkur gott fordæmi
Albert Bunjaki segir að Ísland hafi átt skilið að komast á HM í Rússlandi.

Umfjöllun: Ísland - Kosóvó 2-0 | Ísland á HM
Sigur Íslands í kvöld gegn Kosóvó gulltryggir farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar.