Innlent

Friðarsúlan tendruð í ellefta sinn í kvöld

Atli Ísleifsson skrifar
Yoko Ono, ekkja John Lennon, mun bjóða upp á fríar siglingar yfir sundið.
Yoko Ono, ekkja John Lennon, mun bjóða upp á fríar siglingar yfir sundið. visit reykjavík
Friðarsúlan í Viðey verður tendruð í ellefta sinn klukkan 21 í kvöld. Friðarsúlan er að vanda tendruð á fæðingardegi John Lennon og verður kveikt á henni til 8. desember, dánardegi Lennon.

Yoko Ono, ekkja Lennon, býður upp á fríar siglingar yfir sundið. Hún segir Ísland vera afar andlegan stað og að hún skynji mikla orku þegar hún heimsæki landið. „Í hraða nútíma samfélags er svo auðvelt að gleyma ást, friði, skilningi og orkunni í náttúrunni. Á Íslandi, sérstaklega í Viðey er hins vegar auðveldara að muna eftir hvað þetta er mikilvægt fyrir okkur öll og jörðina okkar. John hefði elskað það,“ segir Ono.

Svavar Knútur og Valur Freyr Einarsson halda úti dagskrá í Viðey sem hefst klukkan 18.30 og stendur til klukkan 22.30. Sérstök Óskatré Yoko Ono verða staðsett í Viðeyjarnausti og Viðeyjarstofu þar sem gestir geta skilið eftir óskir sínar í tengslum við frið.

Siglingar og strætó

Siglingar fyrir tendrun kl. 18.00-20.30: Yoko Ono býður upp á fríar siglingar yfir sundið. Siglt er frá Skarfabakka.

Siglingar eftir tendrun frá kl. 21.45: Siglt er þar til lokið er að flytja gesti frá eyjunni.

Strætó fyrir tendrun kl. 17.45-20.10: Fríar strætóferðir eru frá Hlemmi að Skarfabakka á tuttugu mínútna fresti.

Strætó eftir tendrun kl. 22.00: Hægt verður taka strætó frá Skarfabakka að Hlemmi og þar til lokið verður að flytja gesti úr Viðey.

Dagskrá í Viðey

Kl. 18.30-19.30: Dagskráin hefst með leiðsögn á vegum Listasafns Reykjavíkur um verk Richards Serra í Viðey. Kl. 19.00 hefst söguganga á vegum Borgarsögusafnsins um byggð og sögu í eyjunni. Farið verður frá Viðeyjarstofu.

Kl. 19.30: Sóley Stefánsdóttir flytur tónlist í Viðeyjarnausti.

Kl. 20.40: Dagskráin við Friðarsúluna hefst með kórsöng Graduale Nobili undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar. Yoko Ono flytur ávarp og borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson tekur svo við. Tendrað verður á Friðarsúlunni kl. 21.00. Kynnir kvöldsins er Valur Freyr Einarsson.

Kl. 21.30: Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur flytur tónlist í Viðeyjarnausti eftir athöfnina. Veitingasala verður í Viðeyjarnausti og Viðeyjarstofu,“ segir í tilkynningunni.

Sérstök Óskatré Yoko Ono verða staðsett í Viðeyjarnausti og Viðeyjarstofu þar sem gestir geta skilið eftir óskir sínar í tengslum við frið.Visit Reykjavík



Fleiri fréttir

Sjá meira


×