Innlent

Fjárhættuspilarar telja nánast útilokað að Kósóvó vinni

Jakob Bjarnar skrifar
Forráðamenn knattspyrnusambands Kósóvó grétu af gleði þegar þeir voru teknir inní UEFA í fyrra. En, ef fjárhættuspilarar vita sínu viti verða það ekki gleðitár sem falla í þeim ranni á eftir.
Forráðamenn knattspyrnusambands Kósóvó grétu af gleði þegar þeir voru teknir inní UEFA í fyrra. En, ef fjárhættuspilarar vita sínu viti verða það ekki gleðitár sem falla í þeim ranni á eftir. getty
Fjárhættuspilarar, og/eða þeir sem hafa gaman að því að veðja á íþróttaleiki, telja nánast útilokað að Kósóvó vinni leikinn í kvöld. Stuðullinn á að slíkt gerist er 26.

Spennan fyrir leikinn í kvöld, Ísland – Kósóvó í undankeppni HM, magnast nú stig frá stigi. Enda um að ræða einhver mikilvægasta kappleik íslenskrar íþróttasögu. Sigri Ísland í leiknum eru þeir komnir á HM og þarf vart að hafa mörg orð um hversu magnaður árangur það væri.

Sé litið til veðmála í tengslum við leikinn þá þarf ekki að spyrja að leikslokum. Á Betsson er þetta afgerandi. Þar er stuðullinn á íslenskan sigur 1,10. Þetta þýðir einfaldlega að það tekur því vart að veðja á íslenskan sigur nema þú leggir þeim mun meiri fjármuni að veði. Sá sem veðjar þúsund krónum á íslenskan sigur og sú verður niðurstaðan fær greitt til baka 1.100 krónur.

Jafntefli er að mati þeirra sem veðja ekki líklegt. Þar er stuðullinn 10, sem þá þýðir að veðji einhver þúsund krónum á slík úrslit, þá fær viðkomandi 10 þúsund krónur til baka. Og ef svo fer að Kósóvó hafi sigur í leiknum og einhver slysast til að veðja á það, með sínum þúsund kalli, þá fær viðkomandi 26 þúsund krónur. Sem sagt, stuðullinn kósóvóískan sigur er 26.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×