Æðstu ráðamenn til skoðunar hjá GRECO Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 9. október 2017 06:00 GRECO beinir nú augum sínum að forseta Íslands, ráðherrum og ráðuneytisstjórum. vísir/anton brink Sendinefnd GRECO – samtaka ríkja innan Evrópuráðsins gegn spillingu, var í vettvangsferð hér á landi í tilefni fimmtu úttektar samtakanna á Íslandi. Að þessu sinnir beinir GRECO athygli sinni að spillingu, annars vegar meðal valdhafa; forseta, ráðherra, ráðuneytisstjóra og annarra handhafa æðstu embætta og hins vegar í löggæslunni; lögreglu, Landhelgisgæslunni og tollgæslunni. Vegna úttektarinnar hafa stjórnvöld svarað ítarlegum spurningalistum GRECO. Dómsmálaráðuneytið og forsætisráðuneytið tóku svörin saman en þau hafa enn ekki verið gerð opinber. Meðal þess sem spurt er um er lagaleg ábyrgð æðstu embættismanna samkvæmt lögum og stjórnarskrá, hverjir skipi í æðstu embætti; hvernig starfslokum sé háttað, laun og fríðindi og gegnsæi þar að lútandi, reglur sem settar hafa verið til að koma í veg fyrir spillingu, hvernig þeim sé beitt og hver hafi eftirlit með framkvæmd þeirra; hvernig skráningu fjárhagslegra hagsmuna sé háttað, hvort fjárhagslegir hagsmunir maka og fjölskyldumeðlima séu einnig tilteknir, hver hafi eftirlit með skráningunni, hvernig aðgengi að þessum upplýsingum sé háttað; spurt er um möguleg áhrif hagsmunaaðila og þrýstihópa á lagasetningu og ákvarðanir æðstu ráðamanna; hversu gegnsæ samskipti hagsmunaaðila, (eða svokallaðra lobbýista) og æðstu ráðamanna eru; hvort hömlur séu settar á þátttöku ráðherra í viðskiptalífi og einkarekstri sem gæti haft áhrif á ákvörðunartöku þeirra, hvort spornað sé við misnotkun á trúnaðarupplýsingum, hvernig friðhelgi æðstu ráðamenn ríkisins njóti. Um starfsemi löggæslunnar er til dæmis spurt hvort fyrir hendi sé sérstök stefna um varnir gegn spillingu innan löggæsluyfirvalda, hvernig hún sé framkvæmd og hvaða stofnun beri ábyrgð á framkvæmdinni; hvernig samskiptum við þriðju aðila sé háttað, svo sem heimildarmenn og vitni; hvort sérstakar rannsóknarnefndir séu fyrir hendi innan löggæslunnar sem hafi eftirlit með háttsemi sem talist gæti spillt og hvernig spornað sé gegn misnotkun trúnaðarupplýsinga. Spurt er um aðgengi fjölmiðla að upplýsingum, hvernig vernd uppljóstrara sé tryggð, hvort og hvernig kæruleiðir fyrir borgara séu tryggðar og fleira. Þá er óskað upplýsinga um mál og tölulegar upplýsingar rannsókna og dóma í spillingarmálum á sviði úttektarinnar. Sendinefndin var hér á landi alla síðustu viku og fundaði með fulltrúum ýmissa stofnana, frjálsra félagasamtaka og fjölmiðla til að fá sem heillegasta mynd af stöðu spillingar meðal æðstu valdhafa ríkisins og löggæslunnar. Starfslið GRECO hefur gjarnan tekið sér nokkra mánuði til úrvinnslu og skýrslu um yfirstandandi úttekt er ekki að vænta fyrr en á vormánuðum næsta árs. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Erlent Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Erlent Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Innlent Horfði á lík fljóta fram hjá Erlent Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hætta á á Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Sjá meira
Sendinefnd GRECO – samtaka ríkja innan Evrópuráðsins gegn spillingu, var í vettvangsferð hér á landi í tilefni fimmtu úttektar samtakanna á Íslandi. Að þessu sinnir beinir GRECO athygli sinni að spillingu, annars vegar meðal valdhafa; forseta, ráðherra, ráðuneytisstjóra og annarra handhafa æðstu embætta og hins vegar í löggæslunni; lögreglu, Landhelgisgæslunni og tollgæslunni. Vegna úttektarinnar hafa stjórnvöld svarað ítarlegum spurningalistum GRECO. Dómsmálaráðuneytið og forsætisráðuneytið tóku svörin saman en þau hafa enn ekki verið gerð opinber. Meðal þess sem spurt er um er lagaleg ábyrgð æðstu embættismanna samkvæmt lögum og stjórnarskrá, hverjir skipi í æðstu embætti; hvernig starfslokum sé háttað, laun og fríðindi og gegnsæi þar að lútandi, reglur sem settar hafa verið til að koma í veg fyrir spillingu, hvernig þeim sé beitt og hver hafi eftirlit með framkvæmd þeirra; hvernig skráningu fjárhagslegra hagsmuna sé háttað, hvort fjárhagslegir hagsmunir maka og fjölskyldumeðlima séu einnig tilteknir, hver hafi eftirlit með skráningunni, hvernig aðgengi að þessum upplýsingum sé háttað; spurt er um möguleg áhrif hagsmunaaðila og þrýstihópa á lagasetningu og ákvarðanir æðstu ráðamanna; hversu gegnsæ samskipti hagsmunaaðila, (eða svokallaðra lobbýista) og æðstu ráðamanna eru; hvort hömlur séu settar á þátttöku ráðherra í viðskiptalífi og einkarekstri sem gæti haft áhrif á ákvörðunartöku þeirra, hvort spornað sé við misnotkun á trúnaðarupplýsingum, hvernig friðhelgi æðstu ráðamenn ríkisins njóti. Um starfsemi löggæslunnar er til dæmis spurt hvort fyrir hendi sé sérstök stefna um varnir gegn spillingu innan löggæsluyfirvalda, hvernig hún sé framkvæmd og hvaða stofnun beri ábyrgð á framkvæmdinni; hvernig samskiptum við þriðju aðila sé háttað, svo sem heimildarmenn og vitni; hvort sérstakar rannsóknarnefndir séu fyrir hendi innan löggæslunnar sem hafi eftirlit með háttsemi sem talist gæti spillt og hvernig spornað sé gegn misnotkun trúnaðarupplýsinga. Spurt er um aðgengi fjölmiðla að upplýsingum, hvernig vernd uppljóstrara sé tryggð, hvort og hvernig kæruleiðir fyrir borgara séu tryggðar og fleira. Þá er óskað upplýsinga um mál og tölulegar upplýsingar rannsókna og dóma í spillingarmálum á sviði úttektarinnar. Sendinefndin var hér á landi alla síðustu viku og fundaði með fulltrúum ýmissa stofnana, frjálsra félagasamtaka og fjölmiðla til að fá sem heillegasta mynd af stöðu spillingar meðal æðstu valdhafa ríkisins og löggæslunnar. Starfslið GRECO hefur gjarnan tekið sér nokkra mánuði til úrvinnslu og skýrslu um yfirstandandi úttekt er ekki að vænta fyrr en á vormánuðum næsta árs.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Erlent Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Erlent Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Innlent Horfði á lík fljóta fram hjá Erlent Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hætta á á Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Sjá meira