Gjörningar gegn skammdegi Magnús Guðmundsson skrifar 10. janúar 2017 11:00 Ásdís Sif Gunnarsdóttir og Kathy Clark í glugganum sem myndar Wind and Weather Window Gallery við Hverfisgötuna. Visir/Stefán Við Hverfisgötuna í Reykjavík er rekið skemmtilegt gallerí sem kallast Wind and Weather Window Gallery sem gæti útlagst Gluggagalleríið út í veður og vind. Galleríið er listamannarekið en núna þessa dimmustu daga árins ætla nokkrar gjörningakonur að sýna þar seríu í þremur hlutum. Það er gjörningalistakonan Kathy Clarke sem heldur utan um verkefnið og hún segir að fyrsta verkið hafi fengið góðar viðtökur þegar það hóf göngu sína um síðustu helgi. „Fyrsta verkið, þá vinnum við Ásdís Sif Gunnarsdóttir gjörningalistakona þetta saman. Hún ætlar að koma fram alls fimm sinnum á því tímabili sem hún er með galleríið. Það er öllum velkomið að koma og taka þátt en Ásdís Sif býður fólki að setjast fyrir framan gluggann en hennar persóna er völvan Madame Lilith sem kemur frá öðum tíma og rúmi jafnvel. Madame Lilith mun svo bjóða upp á spádómsfundi og færa fólki upplýsingar um óendanlega nærveru með aðstoð upplýsingatækni. En þegar völvan er ekki til staðar í líkama þá verður hún til staðar fyrir tilstilli upptökutækni.“ Einnig er hægt að panta tíma hjá völvunni í gegnum netfangið asdissifgunnarsdottir@gmail.com en sýningarnar eru einnig allar straumspilaðar í beinni útsendingu á artzine.is. „Mér finnst líka skemmtilegt við þetta að sviðið er nánast eins og hliðarsýningarsvið á karnivali. Í þessari innsetningu situr Madame Lilith í hásæti sínu innan um allt sitt hafurtask. Mér finnst þetta vera áhugaverð og skemmtileg leið til þess að lýsa upp skammdegið þessa dimmustu dagar vetrar og færa fólki eitthvað skemmtilegt sem er bókstaflega frá öðrum heimi.“ Kathy segir að síðasta sýningin hjá Madame Lilith verði þann 20 janúar og í framhaldinu taki Ásta Fanney Sigurðardóttir við. Sýning Ástu nefnist Ráðgjafinn og þar mun verða boðið upp á þjónustu í gluggaskrifstofu innra eftirlits. Ráðgjafinn kemur til með að skoða ýmsar ráðgátur sem leynast í strúktúrum hversdagsins. „Ásta Sigríður er myndlistarkona en einnig tónlistarkona og ljóðskáld. Þessi sýning er því óræð blanda af alls konar miðlum sem safnast saman í fyrirbæri sem hún nefnir Zolta, þar sem mynstur glundroðans er gert að viðfangsefni.“ Í febrúar tekur svo þriðja listakonan við en það er Katrín Inga Jónsdóttir. Þessi þriðja sýning seríunnar kallast Nuddarinn. „Katrín Inga ætlar að kynna núning lista með þeirri nánu þjónustu sem fótanudd er. Hún leggur upp með að miðla einlægninni sem listin vinnur að í þjónustu við samfélagið. En fótanuddið er myndhverfing yfir það sem listamenn gera á öðrum sviðum og miðlar djúpri nærveru með sambærilegum hætti.“ Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Við Hverfisgötuna í Reykjavík er rekið skemmtilegt gallerí sem kallast Wind and Weather Window Gallery sem gæti útlagst Gluggagalleríið út í veður og vind. Galleríið er listamannarekið en núna þessa dimmustu daga árins ætla nokkrar gjörningakonur að sýna þar seríu í þremur hlutum. Það er gjörningalistakonan Kathy Clarke sem heldur utan um verkefnið og hún segir að fyrsta verkið hafi fengið góðar viðtökur þegar það hóf göngu sína um síðustu helgi. „Fyrsta verkið, þá vinnum við Ásdís Sif Gunnarsdóttir gjörningalistakona þetta saman. Hún ætlar að koma fram alls fimm sinnum á því tímabili sem hún er með galleríið. Það er öllum velkomið að koma og taka þátt en Ásdís Sif býður fólki að setjast fyrir framan gluggann en hennar persóna er völvan Madame Lilith sem kemur frá öðum tíma og rúmi jafnvel. Madame Lilith mun svo bjóða upp á spádómsfundi og færa fólki upplýsingar um óendanlega nærveru með aðstoð upplýsingatækni. En þegar völvan er ekki til staðar í líkama þá verður hún til staðar fyrir tilstilli upptökutækni.“ Einnig er hægt að panta tíma hjá völvunni í gegnum netfangið asdissifgunnarsdottir@gmail.com en sýningarnar eru einnig allar straumspilaðar í beinni útsendingu á artzine.is. „Mér finnst líka skemmtilegt við þetta að sviðið er nánast eins og hliðarsýningarsvið á karnivali. Í þessari innsetningu situr Madame Lilith í hásæti sínu innan um allt sitt hafurtask. Mér finnst þetta vera áhugaverð og skemmtileg leið til þess að lýsa upp skammdegið þessa dimmustu dagar vetrar og færa fólki eitthvað skemmtilegt sem er bókstaflega frá öðrum heimi.“ Kathy segir að síðasta sýningin hjá Madame Lilith verði þann 20 janúar og í framhaldinu taki Ásta Fanney Sigurðardóttir við. Sýning Ástu nefnist Ráðgjafinn og þar mun verða boðið upp á þjónustu í gluggaskrifstofu innra eftirlits. Ráðgjafinn kemur til með að skoða ýmsar ráðgátur sem leynast í strúktúrum hversdagsins. „Ásta Sigríður er myndlistarkona en einnig tónlistarkona og ljóðskáld. Þessi sýning er því óræð blanda af alls konar miðlum sem safnast saman í fyrirbæri sem hún nefnir Zolta, þar sem mynstur glundroðans er gert að viðfangsefni.“ Í febrúar tekur svo þriðja listakonan við en það er Katrín Inga Jónsdóttir. Þessi þriðja sýning seríunnar kallast Nuddarinn. „Katrín Inga ætlar að kynna núning lista með þeirri nánu þjónustu sem fótanudd er. Hún leggur upp með að miðla einlægninni sem listin vinnur að í þjónustu við samfélagið. En fótanuddið er myndhverfing yfir það sem listamenn gera á öðrum sviðum og miðlar djúpri nærveru með sambærilegum hætti.“
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira