Stjórn Trump afnemur vernd fyrir innflytjendur sem voru fluttir sem börn til Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 5. september 2017 15:24 Innflytjendur og stuðningsmenn þeirra mótmæltu afnámi DACA fyrir utan Hvíta húsið í dag. Vísir/AFP Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna tilkynnti í dag að ríkisstjórn Donalds Trump ætlaði að fella úr gildi vernd sem fólk sem var flutt ólöglega til Bandaríkjanna sem börn hafa notið úr gildi. Leiðtogar beggja flokka hafa varað við því að fella verndina úr gildi. Um 800.000 manns hafa fengið atvinnuleyfi í Bandaríkjunum til tveggja ára í senn samkvæmt DACA-áætluninni svonefndu sem Barack Obama, fyrrverandi forseti, kom til framkvæmda með forsetatilskipun árið 2012. Bandarískir fjölmiðlar hafa undanfarna daga fjallað um áform Trump um að afnema þess vernd fyrir fólk sem hefur alist upp í Bandaríkjunum og var ekki sjálfráða þegar það var flutt ólöglega til landsins. Samkvæmt henni hafa ungir innflytjendur sem eru gjaldgengir til að sækja um verndina ekki þurft að óttast að vera vísað úr landi.Frestað um hálft ár svo þingið geti brugðist viðTrump eftirlét Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sínum, hins vegar að tilkynna um ákvörðunina um að fella DACA úr gildi í dag. Sessions lagði áherslu á að áætlunin stæði á veikum lagalegum grunni og líklegt væri að dómstólar myndu telja hana stangast á við stjórnarskrá. Nokkur ríki höfðu hótað að höfða mál gegn alríkisstjórninni vegna áætlunarinnar. Sessions sagði að dómsmálaráðuneyti hans myndi ekki verja DACA fyrir dómstólum. Tók hann þó fram að ákvörðunin þýddi ekki að fólkið sem hefði notið verndar væri slæmt. Ríkisstjórnin væri aðeins að framfylgja bandarískum innflytjendalögum. Hálft ár mun þó líða þar til ákvörðunin tekur gildi að sögn Washington Post en Sessions sagði að það gæfi Bandaríkjaþingi ráðrúm til að bregðast við ef því svo sýndist. Leiðtogar bæði repúblikana og demókrata hafa varað við því að fella DACA úr gildi síðustu daga. Þá er talið að Obama muni senda frá sér yfirlýsingu vegna ákvörðunar Trump. Hann hefur haldið sig til hlés frá því að hann lét af embætti og veigrað sér við því að gagnrýna Trump með beinum hætti. Politico greindi frá því í gær að hann hefði þegar undirbúið yfirlýsingu sem hann hygðist birta á samfélagsmiðlum.Uppfært 16:25Upphaflega stóð að nokkur ríki hefðu höfðað mál gegn alríkisstjórninni vegna DACA. Rétt er að þau hótuðu málshöfðun felldi Trump áætlunina ekki úr gildi. Donald Trump Tengdar fréttir Trump hvattur til að hlífa ungum innflytjendum Trump hefur lýst því yfir að hann hyggist afnema DACA-áætlunina en talsmenn Hvíta hússins segja hann munu tilkynna um ákvörðun sína á þriðjudag. 1. september 2017 23:46 Segja að Trump vilji nema áætlun sem ver börn ólöglegra innflytjenda úr gildi Forsetinn hyggst gefa Bandaríkjaþingi sex mánuði til að smíða nýja löggjöf til að koma í stað DACA-löggjafarinnar svokölluðu sem tók gildi árið 2012. 4. september 2017 10:44 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna tilkynnti í dag að ríkisstjórn Donalds Trump ætlaði að fella úr gildi vernd sem fólk sem var flutt ólöglega til Bandaríkjanna sem börn hafa notið úr gildi. Leiðtogar beggja flokka hafa varað við því að fella verndina úr gildi. Um 800.000 manns hafa fengið atvinnuleyfi í Bandaríkjunum til tveggja ára í senn samkvæmt DACA-áætluninni svonefndu sem Barack Obama, fyrrverandi forseti, kom til framkvæmda með forsetatilskipun árið 2012. Bandarískir fjölmiðlar hafa undanfarna daga fjallað um áform Trump um að afnema þess vernd fyrir fólk sem hefur alist upp í Bandaríkjunum og var ekki sjálfráða þegar það var flutt ólöglega til landsins. Samkvæmt henni hafa ungir innflytjendur sem eru gjaldgengir til að sækja um verndina ekki þurft að óttast að vera vísað úr landi.Frestað um hálft ár svo þingið geti brugðist viðTrump eftirlét Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sínum, hins vegar að tilkynna um ákvörðunina um að fella DACA úr gildi í dag. Sessions lagði áherslu á að áætlunin stæði á veikum lagalegum grunni og líklegt væri að dómstólar myndu telja hana stangast á við stjórnarskrá. Nokkur ríki höfðu hótað að höfða mál gegn alríkisstjórninni vegna áætlunarinnar. Sessions sagði að dómsmálaráðuneyti hans myndi ekki verja DACA fyrir dómstólum. Tók hann þó fram að ákvörðunin þýddi ekki að fólkið sem hefði notið verndar væri slæmt. Ríkisstjórnin væri aðeins að framfylgja bandarískum innflytjendalögum. Hálft ár mun þó líða þar til ákvörðunin tekur gildi að sögn Washington Post en Sessions sagði að það gæfi Bandaríkjaþingi ráðrúm til að bregðast við ef því svo sýndist. Leiðtogar bæði repúblikana og demókrata hafa varað við því að fella DACA úr gildi síðustu daga. Þá er talið að Obama muni senda frá sér yfirlýsingu vegna ákvörðunar Trump. Hann hefur haldið sig til hlés frá því að hann lét af embætti og veigrað sér við því að gagnrýna Trump með beinum hætti. Politico greindi frá því í gær að hann hefði þegar undirbúið yfirlýsingu sem hann hygðist birta á samfélagsmiðlum.Uppfært 16:25Upphaflega stóð að nokkur ríki hefðu höfðað mál gegn alríkisstjórninni vegna DACA. Rétt er að þau hótuðu málshöfðun felldi Trump áætlunina ekki úr gildi.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump hvattur til að hlífa ungum innflytjendum Trump hefur lýst því yfir að hann hyggist afnema DACA-áætlunina en talsmenn Hvíta hússins segja hann munu tilkynna um ákvörðun sína á þriðjudag. 1. september 2017 23:46 Segja að Trump vilji nema áætlun sem ver börn ólöglegra innflytjenda úr gildi Forsetinn hyggst gefa Bandaríkjaþingi sex mánuði til að smíða nýja löggjöf til að koma í stað DACA-löggjafarinnar svokölluðu sem tók gildi árið 2012. 4. september 2017 10:44 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Trump hvattur til að hlífa ungum innflytjendum Trump hefur lýst því yfir að hann hyggist afnema DACA-áætlunina en talsmenn Hvíta hússins segja hann munu tilkynna um ákvörðun sína á þriðjudag. 1. september 2017 23:46
Segja að Trump vilji nema áætlun sem ver börn ólöglegra innflytjenda úr gildi Forsetinn hyggst gefa Bandaríkjaþingi sex mánuði til að smíða nýja löggjöf til að koma í stað DACA-löggjafarinnar svokölluðu sem tók gildi árið 2012. 4. september 2017 10:44