Björn Borg segir Sverri mega vera stoltan af frammistöðunni Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. september 2017 06:41 Sverrir Guðnason og Björn Borg hittust í fyrsta sinn í gærkvöldi. Nöjesbladet Það var ekki fyrr en við frumsýningu kvikmyndarinnar Borg, þar sem Sverrir Guðnason fer með hlutverk tennisgoðsagnarinnar Björn Borg, sem þeir tveir hittust í fyrsta sinn. Kvikmyndin var frumsýnd í Stokkhólmi í gærkvöldi en hún verður tekin til sýninga í 150 löndum á næstu vikum og mánuðum. Aðalleikarinn Sverrir var miðpunktur athyglinnar á rauða dreglinum og var hann spurður spjörunum úr af fjölmiðlamönnum sem hópast höfðu að kvikmyndahúsinu Sergel í sænsku höfuðborginni. Sverrir sagðist fyrir sýningu myndarinnar vera stressaður og fullur eftirvæntingar enda væri mikið undir. Hann hafi helgað sig hlutverkinu síðastliðið eitt og hálft ár og fært miklar fórnir. Að baki væru gríðarlegar tennisæfingar og strangt mataræði þar sem hann lét hvorki sykur né glúten inn fyrir sínar varir. „Ég hef undirbúið mig af kappi og borðað rétt en andlegi þátturinn er samt mikilvægastur,“ sagði Sverrir í samtali við Nöjesbladed fyrir sýningu myndarinnar í gærkvöldi.Hér að neðan má sjá stiklu úr kvikmyndinni.Dúndrandi lófatak Eftir myndina var Sverrir ólíkt afslappaðari og brosti hann allan hringinn. „Það var gaman að sjá myndina með svona marga áhorfendur viðstadda. Ég er mjög hamingjusamur. Það voru standandi fagnaðarlæti. Þetta var ótrúlegt,“ sagði Sverrir í samtali við fjölmiðlamenn. Það var við frumsýningu myndarinnar sem hann hitti fyrirmyndina, Björn Borg, í fyrsta skipti. Sverrir segir hann vera dásamlegan. „Við töluðum örlítið, hann var mjög kátur og sagði að ég mætti vera stoltur. Þá bætti ég við að hann gæti sjálfur verið stoltur, því sonur hann er frábær í myndinni,“ en hann leikur Björn Borg á unglingsárunum. Sverrir ætlar sér að halda áfram að spila tennis en fyrst þurfti hann að læra á trompet fyrir næsta hlutverk.Ekki auðvelt að leika migSjálfur sagðist Björn Borg viljað hafa koma meira að gerð myndarinnar en að öðru leiti væri hann mjög hamingjusamur með útkomuna. „Það getur ekki verið auðvelt að leika mig,“ sagði tenniskappinn við frumsýninguna í gær. Tengdar fréttir Sjáðu Sverri Guðna í fyrstu stiklunni úr myndinni um Björn Borg Myndarinnar er beðið með mikilli eftirvæntingu en hún verður frumsýnd í september næstkomandi. 18. maí 2017 10:32 Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið Fleiri fréttir Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Sjá meira
Það var ekki fyrr en við frumsýningu kvikmyndarinnar Borg, þar sem Sverrir Guðnason fer með hlutverk tennisgoðsagnarinnar Björn Borg, sem þeir tveir hittust í fyrsta sinn. Kvikmyndin var frumsýnd í Stokkhólmi í gærkvöldi en hún verður tekin til sýninga í 150 löndum á næstu vikum og mánuðum. Aðalleikarinn Sverrir var miðpunktur athyglinnar á rauða dreglinum og var hann spurður spjörunum úr af fjölmiðlamönnum sem hópast höfðu að kvikmyndahúsinu Sergel í sænsku höfuðborginni. Sverrir sagðist fyrir sýningu myndarinnar vera stressaður og fullur eftirvæntingar enda væri mikið undir. Hann hafi helgað sig hlutverkinu síðastliðið eitt og hálft ár og fært miklar fórnir. Að baki væru gríðarlegar tennisæfingar og strangt mataræði þar sem hann lét hvorki sykur né glúten inn fyrir sínar varir. „Ég hef undirbúið mig af kappi og borðað rétt en andlegi þátturinn er samt mikilvægastur,“ sagði Sverrir í samtali við Nöjesbladed fyrir sýningu myndarinnar í gærkvöldi.Hér að neðan má sjá stiklu úr kvikmyndinni.Dúndrandi lófatak Eftir myndina var Sverrir ólíkt afslappaðari og brosti hann allan hringinn. „Það var gaman að sjá myndina með svona marga áhorfendur viðstadda. Ég er mjög hamingjusamur. Það voru standandi fagnaðarlæti. Þetta var ótrúlegt,“ sagði Sverrir í samtali við fjölmiðlamenn. Það var við frumsýningu myndarinnar sem hann hitti fyrirmyndina, Björn Borg, í fyrsta skipti. Sverrir segir hann vera dásamlegan. „Við töluðum örlítið, hann var mjög kátur og sagði að ég mætti vera stoltur. Þá bætti ég við að hann gæti sjálfur verið stoltur, því sonur hann er frábær í myndinni,“ en hann leikur Björn Borg á unglingsárunum. Sverrir ætlar sér að halda áfram að spila tennis en fyrst þurfti hann að læra á trompet fyrir næsta hlutverk.Ekki auðvelt að leika migSjálfur sagðist Björn Borg viljað hafa koma meira að gerð myndarinnar en að öðru leiti væri hann mjög hamingjusamur með útkomuna. „Það getur ekki verið auðvelt að leika mig,“ sagði tenniskappinn við frumsýninguna í gær.
Tengdar fréttir Sjáðu Sverri Guðna í fyrstu stiklunni úr myndinni um Björn Borg Myndarinnar er beðið með mikilli eftirvæntingu en hún verður frumsýnd í september næstkomandi. 18. maí 2017 10:32 Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið Fleiri fréttir Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Sjá meira
Sjáðu Sverri Guðna í fyrstu stiklunni úr myndinni um Björn Borg Myndarinnar er beðið með mikilli eftirvæntingu en hún verður frumsýnd í september næstkomandi. 18. maí 2017 10:32