Nova kaupir Símafélagið og fer í samkeppni við bankana Daníel Freyr Birkisson skrifar 30. nóvember 2017 09:53 Helgi Pjetur Jóhannsson og Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova. nova Fjarskiptafyrirtækið Nova stefnir á stóraukna samkeppni við viðskiptabanka hér á landi með því að bjóða upp á aukna fjármálaþjónustu í Aur appinu. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í Eymundsson á Skólavörðustíg nú í morgun. Nova fjárfesti einnig í Símafélaginu á dögunum og hyggst hætta rukkun á símtölum og SMS-um. Í appinu verða gefin út greiðslukort og verður hægt að taka lán. Lánin geta numið allt að 1 milljón króna og er það borgað út samstundis, standist viðskiptavinurinn sjálfvirkt lánshæfismat og lánareglur. Þau bera fasta óverðtryggða vexti í allt að 24 mánuði og taka vextir og lántökugjöld mið af kjörum á markaði hverju sinni. Aur kortið verður fyrirframgreitt snertilaust MasterCard greiðslukort sem ber engin færslugjöld, ekkert stofngjald og ekkert ársgjald. Hægt verður að sækja um kortið og fylla á það í appinu. Hægt er að sækja um kort núna en þau verða afhent í byrjun janúar 2018. Að mati forsvarsmanna Nova og Aur er um að ræða stórt skref í þá átt að fólk geti sagt skilið við bankann sinn.Greint var frá því í Viðskiptablaðinu í dag að Nova myndi frá og með morgundeginum hætta að rukka fyrir símtöl og SMS á Íslandi og í Evrópu. Eftir breytingarnar verður einungis hægt að kaupa gagnamagn, fyrirframgreitt eða í pökkum. Símtöl og SMS fylgja síðan með gagnamagninu. Kemur einnig fram í þeirri grein að Nova hafi náð samkomulagi um kaup á öllu hlutafé Símafélagsins. Ákvörðunin er háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, segir þessar breytingar vera hluta af Nova X verkefninu sem fór af stað í tilefni tíu ára afmælis fjarskiptafyrirtækisins en það hóf rekstur 1. desember 2007. Fyrirtækið hóf einnig 4,5G þjónustu á dögunum en Vísir greindi frá. Þeir sem eru því með nýjustu gerðir farsíma geta því tengst 4,5G kerfinu, en á afmörkuðum svæðum til að byrja með. Fréttin hefur verið uppfærð. Tengdar fréttir Nova byrjar með 4,5G þjónustu Fjarskiptafyrirtækið Nova kynnti í morgun að settir hefðu verið í loftið fyrstu 4,5G sendarnir en fyrirtækið er á meðal fyrstu farsímafyrirtækja í Evrópu til þess að hefja slíka þjónustu. 10. október 2017 10:30 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Fjarskiptafyrirtækið Nova stefnir á stóraukna samkeppni við viðskiptabanka hér á landi með því að bjóða upp á aukna fjármálaþjónustu í Aur appinu. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í Eymundsson á Skólavörðustíg nú í morgun. Nova fjárfesti einnig í Símafélaginu á dögunum og hyggst hætta rukkun á símtölum og SMS-um. Í appinu verða gefin út greiðslukort og verður hægt að taka lán. Lánin geta numið allt að 1 milljón króna og er það borgað út samstundis, standist viðskiptavinurinn sjálfvirkt lánshæfismat og lánareglur. Þau bera fasta óverðtryggða vexti í allt að 24 mánuði og taka vextir og lántökugjöld mið af kjörum á markaði hverju sinni. Aur kortið verður fyrirframgreitt snertilaust MasterCard greiðslukort sem ber engin færslugjöld, ekkert stofngjald og ekkert ársgjald. Hægt verður að sækja um kortið og fylla á það í appinu. Hægt er að sækja um kort núna en þau verða afhent í byrjun janúar 2018. Að mati forsvarsmanna Nova og Aur er um að ræða stórt skref í þá átt að fólk geti sagt skilið við bankann sinn.Greint var frá því í Viðskiptablaðinu í dag að Nova myndi frá og með morgundeginum hætta að rukka fyrir símtöl og SMS á Íslandi og í Evrópu. Eftir breytingarnar verður einungis hægt að kaupa gagnamagn, fyrirframgreitt eða í pökkum. Símtöl og SMS fylgja síðan með gagnamagninu. Kemur einnig fram í þeirri grein að Nova hafi náð samkomulagi um kaup á öllu hlutafé Símafélagsins. Ákvörðunin er háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, segir þessar breytingar vera hluta af Nova X verkefninu sem fór af stað í tilefni tíu ára afmælis fjarskiptafyrirtækisins en það hóf rekstur 1. desember 2007. Fyrirtækið hóf einnig 4,5G þjónustu á dögunum en Vísir greindi frá. Þeir sem eru því með nýjustu gerðir farsíma geta því tengst 4,5G kerfinu, en á afmörkuðum svæðum til að byrja með. Fréttin hefur verið uppfærð.
Tengdar fréttir Nova byrjar með 4,5G þjónustu Fjarskiptafyrirtækið Nova kynnti í morgun að settir hefðu verið í loftið fyrstu 4,5G sendarnir en fyrirtækið er á meðal fyrstu farsímafyrirtækja í Evrópu til þess að hefja slíka þjónustu. 10. október 2017 10:30 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Nova byrjar með 4,5G þjónustu Fjarskiptafyrirtækið Nova kynnti í morgun að settir hefðu verið í loftið fyrstu 4,5G sendarnir en fyrirtækið er á meðal fyrstu farsímafyrirtækja í Evrópu til þess að hefja slíka þjónustu. 10. október 2017 10:30