Innlent

Varnaðarorð til vélsleðamanna

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Þeyst á vélsleða.
Þeyst á vélsleða. Fréttablaðið/ÞÖK
„Vinsamlegast hlífið þessum svæðum, landið er stórt og ástæðulaust að fara um þennan hluta þess með tilheyrandi áhættu,“ segir í áskorun til vélsleðamanna á vef Grýtubakkahrepps. Um er að ræða brunnsvæði og svokölluð grannsvæði þar sem umferð er bönnuð.

Grenivíkurfjall er vinsælt sleðasvæði. „Ekki þarf að fara mörgum orðum um það tjón sem jafnvel lítið slys getur valdið, en hreint og ómengað vatn er ein af grunnforsendum búsetu. Þá gæti mengun vatnsbóla sett matvælavinnslu hér í algert uppnám,“ segir á grenivik.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×