Lífið

Bassaleikari Red Hot Chili Peppers: „Borðaði hrátt kjöt í gær og skeit á mig á hótelinu í morgun“

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Bassaleikarinn Flea er þekktur fyrir skrautlega sviðsframkomu.
Bassaleikarinn Flea er þekktur fyrir skrautlega sviðsframkomu. Vísir/Andri Marinó
Óhætt er að segja að andrúmsloftið hafi verið rafmagnað í nýju Laugardalshöllinni þegar rokkhljómsveitin Red Hot Chili Peppers steig þar á stokk um klukkan níu í kvöld.

Bassaleikari hljómsveitarinnar, Flea, hefur leikið á als oddi á tónleikunum, en hann er þekktur fyrir skrautlega framkomu. Hann sagðist meðal annars ætla að taka sýru á meðan á dvöl han hér á landi stendur.

„Ég borðaði hrátt kjöt í gær og skeit á mig á hótelinu í morgun,“ er meðal þess sem hann hefur ávarpað tónleikagesti með.

Flea og Anthony Kiedis á sviði í nýju Laugardalshöllinni í kvöld.Vísir/Andri Marinó
Þá lýsti hann yfir ánægju sínu með Íslendinga sem tónleikagesti.

„Ég elska að þið eruð ekki með farsímana uppi. Þið eruð æði, eruð bara að hlusta á tónlistina. Íslendingar eru bara rokk and roll og hlustið bara. Fokking æðisleg.“

Red Hot Chili Peppers eru ein af farsælustu rokkböndum sögunnar og hefur selt yfir 60 milljónir platna. Meðlimir eru söngvarinn Anthony Kiedis, bassaleikarinn Flea , trommarinn Chad Smith og gítarleikarinn Josh Klinghoffer. 

Sveitin hefur meðal annars unnið sex Grammy-verðlaun; fyrir bestu rokkplötuna, besta tónlistarflutning hljómsveitar, besta rokklagið og besta rokkflutning með söng.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×