Angelina Jolie þvertekur fyrir að hafa blekkt kambódísk börn Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. júlí 2017 08:41 Angelina Jolie segist harma það að spunaleikurinn hafi verið túlkaður sem raunverulegar aðstæður. Vísir/Getty Angelina Jolie hefur þvertekið fyrir að hafa blekkt kambódísk börn sem komu í áheyrnarprufur fyrir nýja kvikmynd leikkonunnar, First They Killed My Father, sem fjallar um Rauðu khmerana í Kambódíu. BBC greinir frá. Viðtal við Jolie birtist nýlega í tímaritinu Vanity Fair en þar ræddi hún meðal annars gerð kvikmyndarinnar sem hún leikstýrir. Í viðtalinu lýsir Jolie spunaleik sem hún og aðrir aðstandendur myndarinnar notuðust við í áheyrnarprufuferlinu. Umræddan leik segir hún hafa farið þannig fram að börnin hafi verið beðin um að stela peningum. Þau hafi svo verið „gripin“ og þá látin skálda sögu á staðnum um ástæðu að baki stuldinum. Þá segist Jolie hafa heimsótt fátækrahverfi og munaðarleysingjahæli í leit sinni að leikurum fyrir kvikmyndina. Hún segir framleiðendur hafa „sérstaklega verið vakandi fyrir börnum sem gengið hefðu í gegnum erfiðleika.“ Jolie hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir þessar lýsingar sínar en hún segist sjálf harma viðbrögðin. „Ég er í uppnámi vegna þess að skrifað var um æfingu í spuna, æfingu sem var atriði í myndinni, eins og um raunverulegar aðstæður hafi verið að ræða.“ Þá sagði hún að kvikmyndinni, sem er sú fyrsta sem Jolie leikstýrir fyrir streymisveituna Netflix, væri ætlað að vekja athygli á hryllingnum sem börn stæðu frammi fyrir í stríði. First They Killed My Father er sögð frá sjónarhorni barns og byggð á endurminningum kambódíska rithöfundarins Loung Ung sem lifði af þjóðarmorðin í Kambódíu á áttunda áratugnum. Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Fleiri fréttir Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Sjá meira
Angelina Jolie hefur þvertekið fyrir að hafa blekkt kambódísk börn sem komu í áheyrnarprufur fyrir nýja kvikmynd leikkonunnar, First They Killed My Father, sem fjallar um Rauðu khmerana í Kambódíu. BBC greinir frá. Viðtal við Jolie birtist nýlega í tímaritinu Vanity Fair en þar ræddi hún meðal annars gerð kvikmyndarinnar sem hún leikstýrir. Í viðtalinu lýsir Jolie spunaleik sem hún og aðrir aðstandendur myndarinnar notuðust við í áheyrnarprufuferlinu. Umræddan leik segir hún hafa farið þannig fram að börnin hafi verið beðin um að stela peningum. Þau hafi svo verið „gripin“ og þá látin skálda sögu á staðnum um ástæðu að baki stuldinum. Þá segist Jolie hafa heimsótt fátækrahverfi og munaðarleysingjahæli í leit sinni að leikurum fyrir kvikmyndina. Hún segir framleiðendur hafa „sérstaklega verið vakandi fyrir börnum sem gengið hefðu í gegnum erfiðleika.“ Jolie hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir þessar lýsingar sínar en hún segist sjálf harma viðbrögðin. „Ég er í uppnámi vegna þess að skrifað var um æfingu í spuna, æfingu sem var atriði í myndinni, eins og um raunverulegar aðstæður hafi verið að ræða.“ Þá sagði hún að kvikmyndinni, sem er sú fyrsta sem Jolie leikstýrir fyrir streymisveituna Netflix, væri ætlað að vekja athygli á hryllingnum sem börn stæðu frammi fyrir í stríði. First They Killed My Father er sögð frá sjónarhorni barns og byggð á endurminningum kambódíska rithöfundarins Loung Ung sem lifði af þjóðarmorðin í Kambódíu á áttunda áratugnum.
Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Fleiri fréttir Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Sjá meira