Nákvæmustu loftslagslíkönin spá verstu afleiðingunum Kjartan Kjartansson skrifar 7. desember 2017 14:44 Loftslagslíkön líkja eftir samspili lofthjúpsins, hafanna, lands og sólargeisla sem saman stjórna loftslagi jarðarinnar. Vísir/AFP Hermilíkön sem ná best að fanga núverandi aðstæður í loftslagi jarðar eru einnig þau sem gera sýna mesta hlýnun með áframhaldandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum. Þetta er niðurstaða nýrrari tölfræðilegrar rannsóknar á loftslagslíkönum. Loftslagsvísindamenn nota hermilíkön til að meta hvaða áhrif aukinn styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar gæti haft á meðalhita jarðar í framtíðinni. Líkönin líkja eftir samspili lofthjúpsins, hafanna, lands, íss og geislunar sólar með flóknum stærðfræðilegum aðferðum. Í rannsókn sem birtist í vísindaritinu Nature í gær skoðuðu vísindamenn hvaða líkön næðu best að líkja eftir þeim aðstæðum sem nú eru fyrir hendi ofarlega í lofthjúpi jarðar. Niðurstaða þeirra var að nákvæmari líkönin um þetta gerði ráð fyrir meiri hlýnun í framtíðinni en þau sem ná verr að líkja eftir núverandi aðstæðum, að því er kemur fram í umfjöllun Washington Post. Nákvæmari líkönin sýndu um 15% meiri hlýnun en hin miðað við áframhaldandi mikla losun gróðurhúsalofttegunda, um 4,8°C fyrir lok þessarar aldar á móti 4,3°C. Patrick Brown frá Carnegie-vísindastofnun Stanford-háskóla og annar höfundur rannsóknarinnar segir að niðurstöðurnar gætu þýtt að menn þyrftu að draga enn meira úr losun á gróðurhúsalofttegundum ef þeir ætla sér að ná markmiðum um að halda hlýnun jarðar innan við 2°C eins og Parísarsamkomulagið kveður á um.Óvissa um ský það sem skilur á milli Aðrir vísindamenn sem Washington Post ræddi við um rannsóknina töldu hana áhugaverða en að niðurstöður hennar væru ekki afgerandi. Óvissa um áhrif skýja á loftslagið er sögð það sem skilur á milli líkananna. Ský hafa bæði áhrif til hlýnunar og kólnunar loftslagsins. Annars vegar kæla þau yfirborð jarðar með því að endurvarpa sólargeislum aftur í geim en á hinn bóginn valda þau hlýnun með því að halda inni varmageislun nærri yfirborðinu. Erfiðlega hefur hins vegar gengið að líkja eftir hegðun skýja í hermilíkönum. Þau geta engu að síður haft mikil áhrif á svörun loftslagsins við hnattrænni hlýnun. Michael Winton, loftslagslíkanasmiður hjá Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA), segir að skýin séu veikur hlekkur í loftslagslíkönum. Ben Sanderson, loftslagsvísindamaður frá Loftslagsrannsóknastofnun Bandaríkjanna, bendir á að áhrifin sem fundust í rannsókninni séu mögulega ekki raunveruleg enda byggi líkönin sem voru skoðuð mörg á sameiginlegum grunni. „Þessari nálgun er ætlað að finna tengsl á milli framtíðarhitastigs og athugana sem við gerum í dag. Vandamálið er að við erum ekki með nógu mörg líkön til að álykta að tengslin séu áreiðanleg,“ segir Sanderson. Gavin Schmidt, forstöðumaður Goddard-geimstofnunar NASA sem heldur utan um hitastigstölur, bendir á að loftslagslíkön framtíðarinnar gætu eytt muninum sem sést í rannsókninni nú. Þá sé munurinn á framtíðarhita sem ólík líkön spá tiltölulega lítill. Loftslagsmál Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Sjá meira
Hermilíkön sem ná best að fanga núverandi aðstæður í loftslagi jarðar eru einnig þau sem gera sýna mesta hlýnun með áframhaldandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum. Þetta er niðurstaða nýrrari tölfræðilegrar rannsóknar á loftslagslíkönum. Loftslagsvísindamenn nota hermilíkön til að meta hvaða áhrif aukinn styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar gæti haft á meðalhita jarðar í framtíðinni. Líkönin líkja eftir samspili lofthjúpsins, hafanna, lands, íss og geislunar sólar með flóknum stærðfræðilegum aðferðum. Í rannsókn sem birtist í vísindaritinu Nature í gær skoðuðu vísindamenn hvaða líkön næðu best að líkja eftir þeim aðstæðum sem nú eru fyrir hendi ofarlega í lofthjúpi jarðar. Niðurstaða þeirra var að nákvæmari líkönin um þetta gerði ráð fyrir meiri hlýnun í framtíðinni en þau sem ná verr að líkja eftir núverandi aðstæðum, að því er kemur fram í umfjöllun Washington Post. Nákvæmari líkönin sýndu um 15% meiri hlýnun en hin miðað við áframhaldandi mikla losun gróðurhúsalofttegunda, um 4,8°C fyrir lok þessarar aldar á móti 4,3°C. Patrick Brown frá Carnegie-vísindastofnun Stanford-háskóla og annar höfundur rannsóknarinnar segir að niðurstöðurnar gætu þýtt að menn þyrftu að draga enn meira úr losun á gróðurhúsalofttegundum ef þeir ætla sér að ná markmiðum um að halda hlýnun jarðar innan við 2°C eins og Parísarsamkomulagið kveður á um.Óvissa um ský það sem skilur á milli Aðrir vísindamenn sem Washington Post ræddi við um rannsóknina töldu hana áhugaverða en að niðurstöður hennar væru ekki afgerandi. Óvissa um áhrif skýja á loftslagið er sögð það sem skilur á milli líkananna. Ský hafa bæði áhrif til hlýnunar og kólnunar loftslagsins. Annars vegar kæla þau yfirborð jarðar með því að endurvarpa sólargeislum aftur í geim en á hinn bóginn valda þau hlýnun með því að halda inni varmageislun nærri yfirborðinu. Erfiðlega hefur hins vegar gengið að líkja eftir hegðun skýja í hermilíkönum. Þau geta engu að síður haft mikil áhrif á svörun loftslagsins við hnattrænni hlýnun. Michael Winton, loftslagslíkanasmiður hjá Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA), segir að skýin séu veikur hlekkur í loftslagslíkönum. Ben Sanderson, loftslagsvísindamaður frá Loftslagsrannsóknastofnun Bandaríkjanna, bendir á að áhrifin sem fundust í rannsókninni séu mögulega ekki raunveruleg enda byggi líkönin sem voru skoðuð mörg á sameiginlegum grunni. „Þessari nálgun er ætlað að finna tengsl á milli framtíðarhitastigs og athugana sem við gerum í dag. Vandamálið er að við erum ekki með nógu mörg líkön til að álykta að tengslin séu áreiðanleg,“ segir Sanderson. Gavin Schmidt, forstöðumaður Goddard-geimstofnunar NASA sem heldur utan um hitastigstölur, bendir á að loftslagslíkön framtíðarinnar gætu eytt muninum sem sést í rannsókninni nú. Þá sé munurinn á framtíðarhita sem ólík líkön spá tiltölulega lítill.
Loftslagsmál Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent