Þar að auki ræddu þau um þann fjölda kvenna sem hafa á síðustu vikum sakað Moore um að hafa áreitt þær kynferðislega á áttunda áratugnum, þegar þær voru á táningsaldri en hann á fertugsaldri.
Alls hafa níu konur stigið fram og sagt hann hafa sóst eftir sér. Ein segir hann hafa klætt hana úr fötunum þegar hún var fjórtán ára og káfað á henni. Önnur segir hann hafa reynt að þvinga hana til munnmaka þegar hún var sextán ára.
Sjá einnig: „Þú ert bara krakki og ég er saksóknari“
Porter sagði allar konurnar vera að ljúga og bar hún ásakanirnar saman við mál þar sem þrír íþróttamenn Duke háskólans voru ranglega ásakaðir um að hafa brotið gegn strippara í samkvæmi árið 2006.
„Í fyrsta lagi, þegar við tölum um að trúa konunum, myndi ég spyrja lacrosse íþróttamenn Duke hvort þeir trúi öllum konum sem stíga fram með ásakanir sem þessar.“
"You can repeat allegations over and over again, but it doesn't make them true," says Janet Porter, Roy Moore campaign spokeswoman https://t.co/5BF7d8HDR9
— Anderson Cooper 360° (@AC360) December 7, 2017
Einnig neitaði hún að svara spurningum um hvort Moore teldi Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafa fæðst í Bandaríkjunum og hvort að árásirnar á Tvíburaturnana hefði skeð vegna þess að bandaríska þjóðin hefði fjarlægst guð.
Þessi í stað sagði hún að Moore trúði því sem stæði í biblíunni. Þá hélt hún því fram að Demókratar, vinstri sinnaðir fjölmiðlar, þrýstihópar sem styðji við fóstureyðingar og George Soros standi á bak við ásakanirnar gegn Moore. Hún sagði Alabama vera hringamiðju frelsis og komandi menningarstríðs.
Þegar Cooper spurði hvort hún gæti að einhverju leyti sannað þessar yfirlýsingar sínar sagði hún að „það sem ríkjandi öfl gera er að búa til falsar ásakanir“.