Sala og afkoma IKEA aldrei verið betri Haraldur Guðmundsson skrifar 7. desember 2017 06:00 IKEA á Íslandi seldi veitingar fyrir um 1,5 milljarð á síðasta rekstrári. vísir/eyþór Vörusala IKEA á Íslandi á síðasta rekstrarári nam um tíu og hálfum milljarði króna og jókst um átján prósent milli ára. Um besta ár í sögu fyrirtækisins er að ræða enda hefur rekstrarhagnaðurinn fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) aldrei verið hærri. „Þetta er í höndum endurskoðenda sem fara nú yfir ársreikninginn en afkoman er rúmlega 1.200 milljónir í rekstrarhagnað,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, en síðasta rekstrarár fyrirtækisins náði yfir tímabilið september 2016 til ágúst 2017.Fréttablaðið greindi í júní síðastliðnum frá því að hagnaður verslunarinnar hefði farið úr 235 milljónum árið 2012 í 758 milljónir yfir tímabilið september 2015 til ágúst 2016. Útlit er fyrir að afkoman á síðasta rekstrarári hafi verið enn betri en rekstrarhagnaðurinn jókst þá um 24 prósent milli ára. Þórarinn sagði í fréttinni að hagnaðurinn árið þar á undan hefði verið „fullmikill“ og að unnið hefði verið markvisst að því að „vinda ofan af“ stöðunni með lækkun vöruverðs. Þar sagði einnig að framlegð af vörusölu hefði aukist um 85 prósent á sex árum. „Framlegðin sem hlutfall af veltu hefur snarlækkað hjá okkur enda lækkuðum við verð þrisvar sinnum á rekstrarárinu og byrjuðum í nóvember í fyrra til að bregðast við þessari miklu styrkingu krónunnar. Aftur á móti hefur þetta skilað sér í gríðarlegri magnaukningu sem gerir það að verkum að hagnaðurinn er eins og hann er. Við jukum magnið hjá okkur um yfir 40 prósent og þessi rekstur á að ganga út á að við seljum mikið magn með lágmarksálagningu,“ segir Þórarinn. Framkvæmdastjórinn opinberaði fyrir tveimur árum markmið sitt um að veitingastaður IKEA myndi velta tveimur milljörðum króna árið 2020. Að hans sögn nam veitingasalan á síðasta rekstrarári um einum og hálfum milljarði og hefur vöxturinn verið minni en gert var ráð fyrir. „Það sem hefur breyst og ég sá ekki fyrir er að við höfum ekki þurft að hækka verð sem leiðir til þess að þá er erfiðara að ná veltunni upp. Við höfum lækkað ef eitthvað er og sömdum við Vífilfell á tímabilinu sem bauð okkur gos á það lágu verði að við hættum með gos úr dælum. Þegar maður er að selja nokkuð hundruð þúsund gosflöskur á ári og það er 50 krónum ódýrara þá telur það. Við erum aftur á móti að selja fleiri matar- og drykkjareiningar, fyrir færri krónur, og veltan því afleiðing af því sem er að gerast,“ segir Þórarinn. „Síðasta vika var sú besta í sögu veitingastaðarins og þá seldum við fyrir 40 milljónir króna fyrir utan virðisaukaskatt. Bæði laugardagur og sunnudagur fóru yfir átta milljónir og það þarf ansi mikið að gerast svo það gangi eftir. Það telur með að við erum að selja mandarínur og fleiri vörur sem teljast til veitingarekstrarins.“ Aðspurður um reynsluna af komu Costco í Kauptún í Garðabæ svarar Þórarinn að áhrifin af aukinni umferð um svæðið séu frekar neikvæð en jákvæð. „Ég veit að það er fullt af fólki sem snýr við á hringtorginu því svæðið er jafnvel orðið pínu yfirþyrmandi. Við höfum í mörg ár verið í þeirri lúxusstöðu að vera ein hérna, sem var bæði gott og slæmt, en það þýddi að aðkoman til og frá var þægileg og nóg af bílastæðum. Svo er margt gott við að fá Costco hingað því við fáum fleiri inn yfir rólegu dagana.“ IKEA Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
Vörusala IKEA á Íslandi á síðasta rekstrarári nam um tíu og hálfum milljarði króna og jókst um átján prósent milli ára. Um besta ár í sögu fyrirtækisins er að ræða enda hefur rekstrarhagnaðurinn fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) aldrei verið hærri. „Þetta er í höndum endurskoðenda sem fara nú yfir ársreikninginn en afkoman er rúmlega 1.200 milljónir í rekstrarhagnað,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, en síðasta rekstrarár fyrirtækisins náði yfir tímabilið september 2016 til ágúst 2017.Fréttablaðið greindi í júní síðastliðnum frá því að hagnaður verslunarinnar hefði farið úr 235 milljónum árið 2012 í 758 milljónir yfir tímabilið september 2015 til ágúst 2016. Útlit er fyrir að afkoman á síðasta rekstrarári hafi verið enn betri en rekstrarhagnaðurinn jókst þá um 24 prósent milli ára. Þórarinn sagði í fréttinni að hagnaðurinn árið þar á undan hefði verið „fullmikill“ og að unnið hefði verið markvisst að því að „vinda ofan af“ stöðunni með lækkun vöruverðs. Þar sagði einnig að framlegð af vörusölu hefði aukist um 85 prósent á sex árum. „Framlegðin sem hlutfall af veltu hefur snarlækkað hjá okkur enda lækkuðum við verð þrisvar sinnum á rekstrarárinu og byrjuðum í nóvember í fyrra til að bregðast við þessari miklu styrkingu krónunnar. Aftur á móti hefur þetta skilað sér í gríðarlegri magnaukningu sem gerir það að verkum að hagnaðurinn er eins og hann er. Við jukum magnið hjá okkur um yfir 40 prósent og þessi rekstur á að ganga út á að við seljum mikið magn með lágmarksálagningu,“ segir Þórarinn. Framkvæmdastjórinn opinberaði fyrir tveimur árum markmið sitt um að veitingastaður IKEA myndi velta tveimur milljörðum króna árið 2020. Að hans sögn nam veitingasalan á síðasta rekstrarári um einum og hálfum milljarði og hefur vöxturinn verið minni en gert var ráð fyrir. „Það sem hefur breyst og ég sá ekki fyrir er að við höfum ekki þurft að hækka verð sem leiðir til þess að þá er erfiðara að ná veltunni upp. Við höfum lækkað ef eitthvað er og sömdum við Vífilfell á tímabilinu sem bauð okkur gos á það lágu verði að við hættum með gos úr dælum. Þegar maður er að selja nokkuð hundruð þúsund gosflöskur á ári og það er 50 krónum ódýrara þá telur það. Við erum aftur á móti að selja fleiri matar- og drykkjareiningar, fyrir færri krónur, og veltan því afleiðing af því sem er að gerast,“ segir Þórarinn. „Síðasta vika var sú besta í sögu veitingastaðarins og þá seldum við fyrir 40 milljónir króna fyrir utan virðisaukaskatt. Bæði laugardagur og sunnudagur fóru yfir átta milljónir og það þarf ansi mikið að gerast svo það gangi eftir. Það telur með að við erum að selja mandarínur og fleiri vörur sem teljast til veitingarekstrarins.“ Aðspurður um reynsluna af komu Costco í Kauptún í Garðabæ svarar Þórarinn að áhrifin af aukinni umferð um svæðið séu frekar neikvæð en jákvæð. „Ég veit að það er fullt af fólki sem snýr við á hringtorginu því svæðið er jafnvel orðið pínu yfirþyrmandi. Við höfum í mörg ár verið í þeirri lúxusstöðu að vera ein hérna, sem var bæði gott og slæmt, en það þýddi að aðkoman til og frá var þægileg og nóg af bílastæðum. Svo er margt gott við að fá Costco hingað því við fáum fleiri inn yfir rólegu dagana.“
IKEA Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira