Valdís lauk leik á tveimur yfir pari Kristinn Páll Teitsson skrifar 23. apríl 2017 11:30 Valdís Þóra Jónsdóttir. mynd/let/tristan jones Valdís Þóra Jónsdóttir lauk leik á Estrella Damm Mediterrean Ladies Open mótinu í golfi á tveimur höggum yfir pari en þrefaldur skolli á annarri braut kostaði hana að lokum. Valdís lék fyrsta hringinn á mótinu frábærlega og komst örugglega í gegnum niðurskurðinn en spilamennska gærdagsins þýddi að hún var á parinu fyrir lokahringinn í morgun. Fékk hún tvo fugla á fyrstu fimm holunum en þrefaldur skolli á stuttri annarri braut þýddi að hún var á einu höggi yfir pari en hún lauk fyrri níu á tveimur höggum yfir pari eftir skolla á áttundu holu. Annar skolli á tíundu braut þýddi að hún var komin aftur á þrjú högg yfir parið á deginum og á mótinu en fugl á fjórtándu braut kom henni aftur á tvö högg yfir parið og lauk hún leik á 73 höggum á deginum og alls 286 höggum á mótinu. Þegar þetta er skrifað deilir Valdís 52. sæti ásamt átta öðrum kylfingum en mótið er hluti af LET-mótaröðinni, Evrópumótaröð kvenna í golfi sem er næst sterkasta atvinnumannamótaröð heimsins. Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir lauk leik á Estrella Damm Mediterrean Ladies Open mótinu í golfi á tveimur höggum yfir pari en þrefaldur skolli á annarri braut kostaði hana að lokum. Valdís lék fyrsta hringinn á mótinu frábærlega og komst örugglega í gegnum niðurskurðinn en spilamennska gærdagsins þýddi að hún var á parinu fyrir lokahringinn í morgun. Fékk hún tvo fugla á fyrstu fimm holunum en þrefaldur skolli á stuttri annarri braut þýddi að hún var á einu höggi yfir pari en hún lauk fyrri níu á tveimur höggum yfir pari eftir skolla á áttundu holu. Annar skolli á tíundu braut þýddi að hún var komin aftur á þrjú högg yfir parið á deginum og á mótinu en fugl á fjórtándu braut kom henni aftur á tvö högg yfir parið og lauk hún leik á 73 höggum á deginum og alls 286 höggum á mótinu. Þegar þetta er skrifað deilir Valdís 52. sæti ásamt átta öðrum kylfingum en mótið er hluti af LET-mótaröðinni, Evrópumótaröð kvenna í golfi sem er næst sterkasta atvinnumannamótaröð heimsins.
Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira