Samruni Lyfju og Haga hefði skaðað samkeppni á hreinlætis- og snyrtivörumarkaði Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. júlí 2017 12:32 Samkeppniseftirlitið ógilti í gær samruna Lyfju og Haga. Vísir Samruni Lyfju og Haga hefði leitt til samþjöppunar á þeim mörkuðum sem Hagar og Lyfja starfa bæði á, ekki síst á hreinlætis- og snyrtivörumarkaði. Hann hefði leitt til þess að á þeim markaði hefði horfið samkeppni sem nú er á milli Haga og Lyfju. Breytingarnar hefðu verið til þess fallnar að skaða samkeppni, almenningi og atvinnulífi til tjóns. Þetta er mat Samkeppniseftirlitsins sem taldi óhjákvæmilegt að ógilda samruna félaganna í gær. Það er niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að hið sameinaða fyrirtæki hefði haft umtalsverða samkeppnislega yfirburði umfram aðra keppinauta, meðal annars vegna efnahagslegs styrkleika og sterkrar stöðu í innflutningi og dreifingu á tilteknum sviðum, sem erfitt hefði verið að keppa við. Telur Samkeppniseftirlitið að samruninn hefði raskað samkeppni á þessum mörkuðum umtalsvert. Með ógildingu samrunans sé komið í veg fyrir að neytendur verði fyrir tjóni sem ella hefði leitt af honum, til dæmis í formi hærra verðs, skertrar þjónustu eða minna vöruúrvals. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins beindist jafnframt að því hvort staða Haga á dagvörumarkaði hefði breyst á undanförnum árum, en samkeppnisyfirvöld og dómstólar höfðu í eldri málum komist að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið væri í markaðsráðandi stöðu. Að mati Samkeppniseftirlitsins eru Hagar enn í markaðsráðandi stöðu. Í því sambandi var meðal annars litið til mikillar markaðshlutdeildar fyrirtækisins, en sjónarmið viðskiptavina og keppinauta, sem aflað var, hafi einnig gefið til kynna að staða fyrirtækisins sé sterk.Enn ráðandi eftir komu Costco Í samrunamálum ber Samkeppniseftirlitinu lögum samkvæmt að taka ákvörðun innan tiltekins tímafrests. Skammt er síðan Costco hóf starfsemi hér á landi. Í málinu var, eins og mögulegt var, rannsakað hvaða áhrif starfsemi Costco hefði á þá markaði sem málið varðaði. Aflað var tölulegra upplýsinga og sjónarmiða frá Costco og öðrum smásölum og birgjum á viðkomandi mörkuðum, niðurstöður ýmissa greiningaraðila skoðaðar, aflað upplýsinga um reynslu af opnun Costco annars staðar og aflað gagna um reynslu annarra erlendra smásölufyrirtækja sem hafa hafið starfsemi hér á landi. Á grundvelli fyrirliggjandi gagna var síðan stillt upp mismunandi sviðsmyndum um möguleg áhrif Costco til lengri tíma litið. Er það niðurstaða rannsóknarinnar að opnun og tilvist Costco á íslenskum markaði hafi takmörkuð áhrif á þá markaði sem Hagar og Lyfja starfa bæði á, einkum á hreinlætis- og snyrtivörumarkaði. Full ástæða sé hins vegar til að fylgjast náið með þróun markaðarins á næstu misserum. Tengdar fréttir Hagar ákveða áfrýjun síðar Hagar tilkynntu í apríl um kaup á Olís. Finnur segir þessa ákvörðun engin áhrif hafa á þau áform. 18. júlí 2017 07:00 Hlutabréf í Högum lækka í verði við opnun markaða Hlutabréf í Högum hafa lækkað í verði um tæp 4% á fyrsta hálftímanum eftir opnun kauphallarinnar í dag. 18. júlí 2017 10:01 Samkeppniseftirlitið hafnar samruna Haga og Lyfju Fram kemur í tilkynningu frá Högum að niðurstaðan sé vonbrigði og muni félagið taka hana til sérstakrar skoðunar næstu daga. 17. júlí 2017 16:47 Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Samruni Lyfju og Haga hefði leitt til samþjöppunar á þeim mörkuðum sem Hagar og Lyfja starfa bæði á, ekki síst á hreinlætis- og snyrtivörumarkaði. Hann hefði leitt til þess að á þeim markaði hefði horfið samkeppni sem nú er á milli Haga og Lyfju. Breytingarnar hefðu verið til þess fallnar að skaða samkeppni, almenningi og atvinnulífi til tjóns. Þetta er mat Samkeppniseftirlitsins sem taldi óhjákvæmilegt að ógilda samruna félaganna í gær. Það er niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að hið sameinaða fyrirtæki hefði haft umtalsverða samkeppnislega yfirburði umfram aðra keppinauta, meðal annars vegna efnahagslegs styrkleika og sterkrar stöðu í innflutningi og dreifingu á tilteknum sviðum, sem erfitt hefði verið að keppa við. Telur Samkeppniseftirlitið að samruninn hefði raskað samkeppni á þessum mörkuðum umtalsvert. Með ógildingu samrunans sé komið í veg fyrir að neytendur verði fyrir tjóni sem ella hefði leitt af honum, til dæmis í formi hærra verðs, skertrar þjónustu eða minna vöruúrvals. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins beindist jafnframt að því hvort staða Haga á dagvörumarkaði hefði breyst á undanförnum árum, en samkeppnisyfirvöld og dómstólar höfðu í eldri málum komist að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið væri í markaðsráðandi stöðu. Að mati Samkeppniseftirlitsins eru Hagar enn í markaðsráðandi stöðu. Í því sambandi var meðal annars litið til mikillar markaðshlutdeildar fyrirtækisins, en sjónarmið viðskiptavina og keppinauta, sem aflað var, hafi einnig gefið til kynna að staða fyrirtækisins sé sterk.Enn ráðandi eftir komu Costco Í samrunamálum ber Samkeppniseftirlitinu lögum samkvæmt að taka ákvörðun innan tiltekins tímafrests. Skammt er síðan Costco hóf starfsemi hér á landi. Í málinu var, eins og mögulegt var, rannsakað hvaða áhrif starfsemi Costco hefði á þá markaði sem málið varðaði. Aflað var tölulegra upplýsinga og sjónarmiða frá Costco og öðrum smásölum og birgjum á viðkomandi mörkuðum, niðurstöður ýmissa greiningaraðila skoðaðar, aflað upplýsinga um reynslu af opnun Costco annars staðar og aflað gagna um reynslu annarra erlendra smásölufyrirtækja sem hafa hafið starfsemi hér á landi. Á grundvelli fyrirliggjandi gagna var síðan stillt upp mismunandi sviðsmyndum um möguleg áhrif Costco til lengri tíma litið. Er það niðurstaða rannsóknarinnar að opnun og tilvist Costco á íslenskum markaði hafi takmörkuð áhrif á þá markaði sem Hagar og Lyfja starfa bæði á, einkum á hreinlætis- og snyrtivörumarkaði. Full ástæða sé hins vegar til að fylgjast náið með þróun markaðarins á næstu misserum.
Tengdar fréttir Hagar ákveða áfrýjun síðar Hagar tilkynntu í apríl um kaup á Olís. Finnur segir þessa ákvörðun engin áhrif hafa á þau áform. 18. júlí 2017 07:00 Hlutabréf í Högum lækka í verði við opnun markaða Hlutabréf í Högum hafa lækkað í verði um tæp 4% á fyrsta hálftímanum eftir opnun kauphallarinnar í dag. 18. júlí 2017 10:01 Samkeppniseftirlitið hafnar samruna Haga og Lyfju Fram kemur í tilkynningu frá Högum að niðurstaðan sé vonbrigði og muni félagið taka hana til sérstakrar skoðunar næstu daga. 17. júlí 2017 16:47 Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Hagar ákveða áfrýjun síðar Hagar tilkynntu í apríl um kaup á Olís. Finnur segir þessa ákvörðun engin áhrif hafa á þau áform. 18. júlí 2017 07:00
Hlutabréf í Högum lækka í verði við opnun markaða Hlutabréf í Högum hafa lækkað í verði um tæp 4% á fyrsta hálftímanum eftir opnun kauphallarinnar í dag. 18. júlí 2017 10:01
Samkeppniseftirlitið hafnar samruna Haga og Lyfju Fram kemur í tilkynningu frá Högum að niðurstaðan sé vonbrigði og muni félagið taka hana til sérstakrar skoðunar næstu daga. 17. júlí 2017 16:47