Viðskipti innlent

Hagar ákveða áfrýjun síðar

Sæunn Gísladóttir skrifar
Finnur Árnason, forstjóri Haga.
Finnur Árnason, forstjóri Haga. Vísir/Eyþór
„Við vitum bara niðurstöðuna, við vitum ekki forsendur eða röksemdafærslu þannig að við munum gefa okkur tíma til að fara yfir það þegar þar að kemur,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga, um þá ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að leyfa ekki samruna Lyfju og Haga.

Finnur reiknar með því að forsendurnar muni liggja fyrir í dag. Í framhaldi af því mun fyrirtækið taka afstöðu um hvort niðurstöðunni verði áfrýjað til áfrýjunarnefndar.

„Það eru vonbrigði að þetta sé niðurstaðan,“ segir Finnur. En málsmeðferðin tók átta mánuði hjá Samkeppniseftirlitinu. Hagar höfðu ekki tekið við rekstri Lyfju og mun ákvörðunin því ekki hafa áhrif á áður birt reikningsskil félagsins.

Hagar tilkynntu í apríl um kaup á Olís. Finnur segir þessa ákvörðun engin áhrif hafa á þau áform. 


Tengdar fréttir

Hagar kaupa Olís

Félagið starfrækir það um 115 starfsstöðvar á um 50 stöðum á landinu, aðallega undir merkjum Olís, ÓB og Rekstrarlands. Þá á Olís 40% í Olíudreifingu ehf.

Hagar verða helmingi stærri

Hagar eru í færi til að auka veltu sína um helming með kaupum á Olís og Lyfju. Sérfræðingur í samkeppnisrétti telur víst að Samkeppniseftirlitið setji skilyrði fyrir kaupunum á Olís. Fjárfestar taka vel í viðskiptin.

Hagar kaupa Lyfju

Gangi fyrirvarar eftir má gera ráð fyrir að gengið verði frá viðskiptunum fyrir 1. júlí 2017.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×