Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. október 2017 23:30 Hundruð lögregluþjóna og bráðaliða þustu á vettvang eftir árásina. Vísir/EPA Minnst átta eru látnir og ellefu særðir eftir að ökumaður keyrði niður hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur í grennd við World Trade Center í New York. Hann komst langa vegalengd eftir hjólreiðastíg áður bíll hans stöðvaðist. Ljóst er að um árás var að ræða en maðurinn lét til skarar skríða síðdegis að staðartíma. Keyrði hann um tuttugu húsaraðir eftir stígnum, vegalengd sem nemur um 1,5 kílómetra. Eftir að hann ók á annan bíl stökk maðurinn úr bílnum.Maðurinn komst alla leið frá efsta rauða punktinum, að þeim neðsta, um 1,5 kílómetra leið.Mynd/New York Times.Fyrstu fregnir gáfu til kynna að skotárás hefði átt sér stað en síðar kom í ljós að byssur sem maðurinn var með voru í raun ekki ekta. Lögregla, sem var afar skjót á vettvang, skaut manninn og handtók hann. Hann er nú í haldi lögreglu á sjúkrahúsi.Samkvæmt heimildarmönnum New York Times er maðurinn sagðir hafa öskrað „Allahu Akbar“ eða „Guð er mikill“ á arabísku, eftir að hann steig út úr bílnum. Yfirvöld í New York hafa staðfest að árásin sé rannsökuð sem hryðjuverkaárás en Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segir að ekkert bendi til þess að árásarmaðurinn hafi verið hluti af einhverjum hóp, hann hafi líklega verið einn að verki. Árásarmaðurinn er 29 ára og kom til Bandaríkjannar árið 2010. Hann er sagður vera alvarlega slasaður. Leigði hann bílinn, stóran sendiferðabíl í New Jersey. Fréttastofa CBS hefur nú þegar nafngreint árásarmanninn, Úsbeka að nafni Sayfullo Habibullaevic Saipov. Þar segir jafnframt að ekki líti út fyrir að lögregla hafi þekkt til hans fyrir árásina. Á myndinni hér til hliðar má hvar árásin átti sér stað og hversu langt árásarmaðurinn komst á bílnum áður en hann var yfirbugaður af lögreglu.Í fyrstu frétt New York Post af árásinni var vettvanginum lýst sem „blóðbaði“. Myndir af vettvangi sýna löskuð reiðhjól eins og hráviði á hjólastígnum, sem lík sem búið var að breiða yfir.Talið er að myndbandið hér að neðan sýni árásarmanninn skömmu eftir að hann yfirgaf bílinn. Tengdar fréttir Mannskæð árás í New York: Keyrði á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur Lögreglan í New York segir að fjölmargir séu látnir eða særðir eftir að ökumaður ók upp á gangstétt og keyrði á vegfarendur á neðri hluta Manhattan, skammt frá World Trade Center. 31. október 2017 19:56 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Minnst átta eru látnir og ellefu særðir eftir að ökumaður keyrði niður hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur í grennd við World Trade Center í New York. Hann komst langa vegalengd eftir hjólreiðastíg áður bíll hans stöðvaðist. Ljóst er að um árás var að ræða en maðurinn lét til skarar skríða síðdegis að staðartíma. Keyrði hann um tuttugu húsaraðir eftir stígnum, vegalengd sem nemur um 1,5 kílómetra. Eftir að hann ók á annan bíl stökk maðurinn úr bílnum.Maðurinn komst alla leið frá efsta rauða punktinum, að þeim neðsta, um 1,5 kílómetra leið.Mynd/New York Times.Fyrstu fregnir gáfu til kynna að skotárás hefði átt sér stað en síðar kom í ljós að byssur sem maðurinn var með voru í raun ekki ekta. Lögregla, sem var afar skjót á vettvang, skaut manninn og handtók hann. Hann er nú í haldi lögreglu á sjúkrahúsi.Samkvæmt heimildarmönnum New York Times er maðurinn sagðir hafa öskrað „Allahu Akbar“ eða „Guð er mikill“ á arabísku, eftir að hann steig út úr bílnum. Yfirvöld í New York hafa staðfest að árásin sé rannsökuð sem hryðjuverkaárás en Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segir að ekkert bendi til þess að árásarmaðurinn hafi verið hluti af einhverjum hóp, hann hafi líklega verið einn að verki. Árásarmaðurinn er 29 ára og kom til Bandaríkjannar árið 2010. Hann er sagður vera alvarlega slasaður. Leigði hann bílinn, stóran sendiferðabíl í New Jersey. Fréttastofa CBS hefur nú þegar nafngreint árásarmanninn, Úsbeka að nafni Sayfullo Habibullaevic Saipov. Þar segir jafnframt að ekki líti út fyrir að lögregla hafi þekkt til hans fyrir árásina. Á myndinni hér til hliðar má hvar árásin átti sér stað og hversu langt árásarmaðurinn komst á bílnum áður en hann var yfirbugaður af lögreglu.Í fyrstu frétt New York Post af árásinni var vettvanginum lýst sem „blóðbaði“. Myndir af vettvangi sýna löskuð reiðhjól eins og hráviði á hjólastígnum, sem lík sem búið var að breiða yfir.Talið er að myndbandið hér að neðan sýni árásarmanninn skömmu eftir að hann yfirgaf bílinn.
Tengdar fréttir Mannskæð árás í New York: Keyrði á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur Lögreglan í New York segir að fjölmargir séu látnir eða særðir eftir að ökumaður ók upp á gangstétt og keyrði á vegfarendur á neðri hluta Manhattan, skammt frá World Trade Center. 31. október 2017 19:56 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Mannskæð árás í New York: Keyrði á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur Lögreglan í New York segir að fjölmargir séu látnir eða særðir eftir að ökumaður ók upp á gangstétt og keyrði á vegfarendur á neðri hluta Manhattan, skammt frá World Trade Center. 31. október 2017 19:56