Átta leikir fóru fram í Meistaradeild Evrópu í kvöld.
Layvin Kurzawa, vinstri bakvörður Paris Saint-Germain, skoraði þrennu þegar liðið rúllaði yfir Anderlecht á heimavelli, 5-0, í B-riðli. PSG er komið áfram í 16-liða úrslit.
Það var bara spilað á eitt mark á Parc des Princes í kvöld og PSG hefði getað skorað enn fleiri mörk en þau fimm sem liðið gerði.
PSG er með 12 stig á toppi riðilsins og markatöluna 17-0.
Bayern München, sem vann 1-2 útisigur á Celtic, er einnig komið áfram. Þýsku meistararnir eru með níu stig í 2. sæti B-riðils.
Manchester United tryggði sér sömuleiðis sæti í 16-liða úrslitum með 2-0 sigri á Benfica í A-riðli.
Í hinum leik riðilsins vann CSKA Moskva 1-2 útisigur á Basel. Bæði lið eru með sex stig í A-riðli.
Roma tók Chelsea í karphúsið á heimavelli og vann 3-0 sigur. Rómverjar eru með átta stig í toppsæti C-riðils, einu stigi meira en Chelsea.
Qarabag náði jafntefli gegn Atlético Madrid á útivelli. Lokatölur 1-1.
Báðir leikirnir í D-riðli enduðu með jafntefli. Olympiakos og Barcelona gerðu markalaust jafntefli og 1-1 urðu lokatölur í leik Sporting og Juventus.
Barcelona er með 10 stig á toppi riðilsins, Juventus í 2. sæti með sjö stig, Sporting með fjögur stig í 3. sæti og Olympiakos rekur lestina með eitt stig.
Úrslit kvöldsins:
A-riðill:
Man Utd 2-0 Benfica
1-0 Sjálfsmark (45.), 2-0 Daley Blind, víti (77.).
Basel 1-2 CSKA Moskva
1-0 Luca Zuffi (32.), 1-1 Alan Dzagoev (65.), 1-2 Pontus Wernbloom (80.).
B-riðill:
Celtic 1-2 Bayern München
0-1 Kingsley Coman (23.), 1-1 Callum McGregor (74.), 1-2 Javi Martínez (77.).
PSG 5-0 Anderlecht
1-0 Marco Veratti (30.), 2-0 Neymar (45+4.), 3-0 Layvin Kurzawa (53.), 4-0 Kurzawa (72.), 5-0 Kurzawa (78.).
C-riðill:
Roma 3-0 Chelsea
1-0 Stephan El Shaarawy (1.), 2-0 El Shaarawy (36.), 3-0 Diego Perotti (63.).
Atl. Madrid 1-1 Qarabag
0-1 Michel (40.), 1-1 Thomas (56.).
Rauð spjöld: Pedro Henrique, Qarabag (59.), Stefan Savic, Atl. Madrid (88.).
D-riðill:
Olympiakos 0-0 Barcelona
Sporting 1-1 Juventus
1-0 Bruno César (20.), 1-1 Gonzalo Higuaín (79.).
PSG og Bayern komin með farseðilinn í 16-liða úrslit

Tengdar fréttir

Chelsea sá aldrei til sólar í Róm
Roma fór illa með Chelsea þegar liðin mættust í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Lokatölur 3-0, Roma í vil.

United komið áfram í 16-liða úrslit
Manchester United er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-0 sigur á Benfica á Old Trafford í A-riðli í kvöld. United hefur unnið alla leiki sína í riðlinum.