Hamilton: Ég kom hingað til að sækja sigur Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 27. ágúst 2017 14:30 Það fór vel á með Lewis Hamilton og Sebastian Vettel á verðlaunapallinum. Vísir/Getty Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í belgíska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag. Hann var undir pressu alla keppnina frá Sebastian Vettel. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Liðið hefur átt góða helgi, Sebastian var greinilega reiðubúinn að pressa og ég kom hingað til að sækja sigur og ég gerði það,“ sagði Hamilton á verðlaunapallinum. Hann vann þar sína 58. keppni í Formúlu 1 í dag í 200 keppnum. „Þetta var spennandi og gaman, við vorum að vonast eftir mistökum frá hvor öðrum en það kom ekki. Ég var nálægt og annað hvort ekki nógu nálægt eða of nálægt eftir endurræsinguna. Þar var þetta bara spyrna að beygjunni og ég var á utanverðunni og tapaði þeirri baráttu,“ sagði Vettel á verðlaunapallinum. „Ég vissi að það kæmi tækifæri með þessum öryggisbíl og það er frábært að hafa nýtt það svona vel. Það er leitt að Max [Verstappen] féll út snemma en ég vil þakka áhorfendunum sem eru aðallega hollenskir fyrir að fara ekki bara þegar hann datt út,“ sagði Daniel Ricciardo á verðlaunapallinum. Hann varð þriðji í dag á Red Bull bílnum. „Fyrra samstuðið á milli okkar var mér að kenna að öllu leiti. Ég valdi ranga stillingu fyrir ræsinguna. Í seinni snertingunni er mín skoðun sú að Esteban [Ocon] hafi verið full bjartsýnn, hann hefði getað tekið fram úr örlítið seinna á hringnum. Við þurfum að tala saman og hreinsa loftið og halda áfram. Við töpuðum mjög mikið af stigum í dag,“ sagði Sergio Perez sem hætti keppni í dag á Force India.Force India átti slakan dag eftir að ökumenn liðsins lentu í samstuði og skemmdu talsvert fyrir hvor öðrum.Vísir/Getty„Í ræsingunni var þetta kappakstursatvik. Seinna atvikið var ekki neinum öðrum að kenna en honum. Hann setti mitt líf í hættu og sitt líf í hættu. Það var tilgangslaust að tapa öllum þessum stigum. Hann á að vera atvinnumaður í kappkastri en hann sýndi það ekki í dag, ég mun segja honum mína skoðun og ég er ekki hræddur við að tjá skoðun mína og sannleikann,“ sagði Esteban Ocon sem varð níundi á Force India bílnum. Kappaksturinn hefði geta borið töluvert meiri ávöxt fyrir Force India en hann gerði. „Við áttum smá möguleika eftir að öryggisbíllinn kom út og við reyndum hvað við gátum. Því miður fór þetta ekki betur,“ sagði Maurizio Arrivabene, liðsstjóri Ferrari. „Við áttum ekki últra-mjúk dekk og okkur fannst mjúk dekk vera besta valið í stöðunni. Ferrari kom okkur á óvart hérna um helgina. Þeir hafa greinilega sótt á okkur. Við bjuggumst við að hafa meira svigrúm gagnvart þeim. Nú þurfum við að einbeita okkur að því að ná framförum á hægari brautum sem hafa hentað Ferrari betur, til að mynda Singapúr,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton vann á Spa og kyndir undir heimsmeistarakeppninni Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í belgíska kappakstrinum í Formúlu 1. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. 27. ágúst 2017 13:23 Lewis Hamilton á ráspól á Spa Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól í tímatökunni fyrir belgíska kappaksturinn sem fram fer á Spa brautinni á morgun. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari og Valtteri Bottas varð þriðji á Mercedes. 26. ágúst 2017 12:45 Hamilton: Það er mikill heiður að jafna met Schumacher Lewis Hamilton náði sínum 68. ráspól á ferlinum í dag og jafnaði þar með met Michael Schumacher. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 26. ágúst 2017 19:15 Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í belgíska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag. Hann var undir pressu alla keppnina frá Sebastian Vettel. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Liðið hefur átt góða helgi, Sebastian var greinilega reiðubúinn að pressa og ég kom hingað til að sækja sigur og ég gerði það,“ sagði Hamilton á verðlaunapallinum. Hann vann þar sína 58. keppni í Formúlu 1 í dag í 200 keppnum. „Þetta var spennandi og gaman, við vorum að vonast eftir mistökum frá hvor öðrum en það kom ekki. Ég var nálægt og annað hvort ekki nógu nálægt eða of nálægt eftir endurræsinguna. Þar var þetta bara spyrna að beygjunni og ég var á utanverðunni og tapaði þeirri baráttu,“ sagði Vettel á verðlaunapallinum. „Ég vissi að það kæmi tækifæri með þessum öryggisbíl og það er frábært að hafa nýtt það svona vel. Það er leitt að Max [Verstappen] féll út snemma en ég vil þakka áhorfendunum sem eru aðallega hollenskir fyrir að fara ekki bara þegar hann datt út,“ sagði Daniel Ricciardo á verðlaunapallinum. Hann varð þriðji í dag á Red Bull bílnum. „Fyrra samstuðið á milli okkar var mér að kenna að öllu leiti. Ég valdi ranga stillingu fyrir ræsinguna. Í seinni snertingunni er mín skoðun sú að Esteban [Ocon] hafi verið full bjartsýnn, hann hefði getað tekið fram úr örlítið seinna á hringnum. Við þurfum að tala saman og hreinsa loftið og halda áfram. Við töpuðum mjög mikið af stigum í dag,“ sagði Sergio Perez sem hætti keppni í dag á Force India.Force India átti slakan dag eftir að ökumenn liðsins lentu í samstuði og skemmdu talsvert fyrir hvor öðrum.Vísir/Getty„Í ræsingunni var þetta kappakstursatvik. Seinna atvikið var ekki neinum öðrum að kenna en honum. Hann setti mitt líf í hættu og sitt líf í hættu. Það var tilgangslaust að tapa öllum þessum stigum. Hann á að vera atvinnumaður í kappkastri en hann sýndi það ekki í dag, ég mun segja honum mína skoðun og ég er ekki hræddur við að tjá skoðun mína og sannleikann,“ sagði Esteban Ocon sem varð níundi á Force India bílnum. Kappaksturinn hefði geta borið töluvert meiri ávöxt fyrir Force India en hann gerði. „Við áttum smá möguleika eftir að öryggisbíllinn kom út og við reyndum hvað við gátum. Því miður fór þetta ekki betur,“ sagði Maurizio Arrivabene, liðsstjóri Ferrari. „Við áttum ekki últra-mjúk dekk og okkur fannst mjúk dekk vera besta valið í stöðunni. Ferrari kom okkur á óvart hérna um helgina. Þeir hafa greinilega sótt á okkur. Við bjuggumst við að hafa meira svigrúm gagnvart þeim. Nú þurfum við að einbeita okkur að því að ná framförum á hægari brautum sem hafa hentað Ferrari betur, til að mynda Singapúr,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes.
Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton vann á Spa og kyndir undir heimsmeistarakeppninni Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í belgíska kappakstrinum í Formúlu 1. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. 27. ágúst 2017 13:23 Lewis Hamilton á ráspól á Spa Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól í tímatökunni fyrir belgíska kappaksturinn sem fram fer á Spa brautinni á morgun. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari og Valtteri Bottas varð þriðji á Mercedes. 26. ágúst 2017 12:45 Hamilton: Það er mikill heiður að jafna met Schumacher Lewis Hamilton náði sínum 68. ráspól á ferlinum í dag og jafnaði þar með met Michael Schumacher. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 26. ágúst 2017 19:15 Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton vann á Spa og kyndir undir heimsmeistarakeppninni Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í belgíska kappakstrinum í Formúlu 1. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. 27. ágúst 2017 13:23
Lewis Hamilton á ráspól á Spa Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól í tímatökunni fyrir belgíska kappaksturinn sem fram fer á Spa brautinni á morgun. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari og Valtteri Bottas varð þriðji á Mercedes. 26. ágúst 2017 12:45
Hamilton: Það er mikill heiður að jafna met Schumacher Lewis Hamilton náði sínum 68. ráspól á ferlinum í dag og jafnaði þar með met Michael Schumacher. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 26. ágúst 2017 19:15